Þorvaldur Davíð lýkur tökum á Dracula í nóvember Sara McMahon skrifar 19. október 2013 07:00 Þorvaldur Davíð Kristjánsson dvelur í Belfast við tökur á Dracula Untold. Unnusta hans og dóttir dvelja nú hjá honum. Mynd/Úr einkasafni „Ég er búinn að vera hér í Belfast frá því í ágúst og verð áfram til 9. nóvember. Ég bý við gott atlæti á hóteli,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem er staddur í Belfast við tökur á kvikmyndinni Dracula Untold. Myndin er í leikstjórn Gary Shore og framleidd af Universal Pictures og Legendary Films. Tökur hafa gengið vel og kveðst Þorvaldur Davíð kunna ágætlega við sig í Belfast. „Norður-Írar eru kátir og um margt líkir Íslendingum. Þeir tala mikið um veðrið, enda er það síbreytilegt eins og heima.“ Aðspurður viðurkennir hann að hann sé kominn með vott af írska hreimnum eftir dvölina í Norður-Írlandi. „Maður á það til,“ segir hann og hlær. „Það eru nokkur hljóð í hljóðfræðinni sem eru lík því sem maður heyrði í New York, þar sem ég bjó áður, þannig að maður á ekki langt að sækja þetta.“Fór út daginn eftir fæðingu dótturinnar Þorvaldur Davíð og Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, unnusta hans, eignuðust sitt fyrsta barn í ágúst. Leikarinn hefur þurft að dvelja langdvölum frá mæðgunum því tökur á Dracula Untold hófust daginn eftir fæðingu dótturinnar. „Þetta hefur verið erfitt, en ég hef farið heim nokkrum sinnum til að hitta þær. Þær eru staddar hjá mér núna, ég er einmitt að ýta barnavagninum um Victoria Square í þessum töluðu.“ Þorvaldur Davíð er fastráðinn við Borgarleikhúsið og við heimkomuna taka við æfingar fyrir verkið Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem frumsýnt verður í febrúar. Langt er um liðið frá því Þorvaldur Davíð steig síðast á íslenskt leiksvið og hlakkar hann mikið til þess að takast á við hlutverkið. „Ég hef aðallega unnið við kvikmyndir frá útskrift. Draumurinn var alltaf að vinna við leikhús heima en geta svo hoppað í kvikmyndaverkefni þess á milli. Mér sýnist sá draumur ætla að verða að veruleika og það er topp næs,“ segir leikarinn að lokum og hlær.Hér má lesa sér nánar til um Dracula Untold og hlutverk Þorvaldar Davíðs. Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
„Ég er búinn að vera hér í Belfast frá því í ágúst og verð áfram til 9. nóvember. Ég bý við gott atlæti á hóteli,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem er staddur í Belfast við tökur á kvikmyndinni Dracula Untold. Myndin er í leikstjórn Gary Shore og framleidd af Universal Pictures og Legendary Films. Tökur hafa gengið vel og kveðst Þorvaldur Davíð kunna ágætlega við sig í Belfast. „Norður-Írar eru kátir og um margt líkir Íslendingum. Þeir tala mikið um veðrið, enda er það síbreytilegt eins og heima.“ Aðspurður viðurkennir hann að hann sé kominn með vott af írska hreimnum eftir dvölina í Norður-Írlandi. „Maður á það til,“ segir hann og hlær. „Það eru nokkur hljóð í hljóðfræðinni sem eru lík því sem maður heyrði í New York, þar sem ég bjó áður, þannig að maður á ekki langt að sækja þetta.“Fór út daginn eftir fæðingu dótturinnar Þorvaldur Davíð og Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, unnusta hans, eignuðust sitt fyrsta barn í ágúst. Leikarinn hefur þurft að dvelja langdvölum frá mæðgunum því tökur á Dracula Untold hófust daginn eftir fæðingu dótturinnar. „Þetta hefur verið erfitt, en ég hef farið heim nokkrum sinnum til að hitta þær. Þær eru staddar hjá mér núna, ég er einmitt að ýta barnavagninum um Victoria Square í þessum töluðu.“ Þorvaldur Davíð er fastráðinn við Borgarleikhúsið og við heimkomuna taka við æfingar fyrir verkið Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem frumsýnt verður í febrúar. Langt er um liðið frá því Þorvaldur Davíð steig síðast á íslenskt leiksvið og hlakkar hann mikið til þess að takast á við hlutverkið. „Ég hef aðallega unnið við kvikmyndir frá útskrift. Draumurinn var alltaf að vinna við leikhús heima en geta svo hoppað í kvikmyndaverkefni þess á milli. Mér sýnist sá draumur ætla að verða að veruleika og það er topp næs,“ segir leikarinn að lokum og hlær.Hér má lesa sér nánar til um Dracula Untold og hlutverk Þorvaldar Davíðs.
Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning