Nótnabókin Íslensk sönglög – með undirleik er komin út. Bókin inniheldur sautján íslenskar söngperlur í útsetningum Einars Scheving og er hún ætluð öllum laglínuhljóðfærum.
Einnig getur hún nýst söngvurum, þeim sem leika á hljómahljóðfæri og þeim sem vilja æfa spuna.
Hvert lag er prentað í fjórum útgáfum; fyrir C-, Bb- og Eb-hljóðfæri og fyrir hljóðfæri skrifuð í F-lykli. Bókinni fylgir geisladiskur þar sem lögin eru leikin bæði með og án laglínu.
Óhætt er að segja að bókin sé skyldueign fyrir alla tónlistarunnendur, hvort sem þeir spila á hljóðfæri, syngja eða eru áhugamenn.
Bókin er gefin út af Forlaginu.
Íslensk tónlist fyrir þjóðina
