Bjórinn leyfður fyrir 24 árum síðan - Menn héldu að fólk yrði óvinnufært 1. mars 2013 10:23 „Það var mjög hart tekist á um þetta og eins og sést á ummælunum þá voru mörg stór orð notuð. Menn bjuggust við því að hér færi allt á annan endann og fólk yrði hreinlega óvinnufært vegna stöðugra drykkju en staðreyndin er hinsvegar sú að drykkjumenningin hefur batnað ef eitthvað er," segir Davíð Þorláksson, formaður sambands ungra sjálfstæðismanna. Í dag eru 24 ár frá því að bjórinn var leyfður á Íslandi. Óhætt er að segja að lögin hafi ekki verið samþykkt einróma Alþingi á sínum tíma. Steingrímur J. Sigfússon sagði meðal annars að hann óttaðist að áfengt öl, „sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna." Margrét Frímannsdóttir sagði: „Ég er móðir tveggja unglinga og segi þess vegna nei." „Þetta var merkilegur viðburður fyrir tuttugu og fjórum árum. Það er fullt tilefni til að minna á þetta - því rökin sem notuð voru á sínum tíma eru svipuð og í dag, þegar rætt er um að leyfa sölu á léttvíni og bjór í búðum. Það er svolítið sérstakt hvað stjórnmálamenn á Íslandi eru sannfærðir um við séum vitlausari og verri en aðarar þjóðir. Alls staðar annars staðar tekst mönnum að gera þetta sómasamlega - en hér halda menn að allt fari til fjandans, " Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um miðjan mánuðinn var samþykkt að leyfa sölu á léttvíni og bjór í búðum og einnig að lækka áfengiskaupaaldurinn í 18 ár. „Það var samþykkt með miklum meirihluta. Við viljum að sé svipað áfengisfrelsi hér eins í löndunum í kringum okkur." Og ungu sjálfstæðismennirnir eru sannfærðir um að það sé rétt skref að leyfa sölu á léttvín og bjór í búðum. „Það mun allavega ekki hafa þessi neikvæðu áhrif sem menn halda fram, það eru mörg ríki sem eru íhaldssöm og passasöm, til dæmis Þýskaland. Þar er áfengiskaupaaldurinn 16 ár - þó að þar sé fólk sem er ekki vant því að taka mikla sénsa í lífinu. Ég hef ekki séð það þegar ég er í Þýskalandi að þar ríki eitthvað ófremdarástand meðal ungs fólks. Þar er líka sterkt áfengi selt í búðum, eins og er víðast hvar gert - en það er kannski ágætis málamiðlun að byrja á bjórnum og léttvíninu.Hér fyrir neðan má sjá ummæli þingmanna um bjórfrumvarpið, sem var samþykkt 1. mars árið 1989. (Samkvæmt tilkynningu frá SUS)Ég held að það sé mikill misskilningur, herra forseti, kannske einhver alvarlegasti misskilningurinn, að með áfengu öli flytjist inn í landið einhver bjórmenning. Slíkt gerist ekki á þann hátt. Ég held hins vegar að ókostirnir, sem felast í sjálfu ölinu og brestum mannlegs eðlis í samskiptum við það, komi inn með neyslunni samstundis. Ég hlýt því að vara mjög við því í öllu falli, hver sem örlög þessa frv. verða, að menn haldi að hér sé hægt að setja upp tugi jafnvel hundruð af ölstofum og að það skapi ekki upplausn í samfélagi eins og Íslandi sem ekkert hefur haft af slíku um áratuga skeið." Steingrímur J. Sigfússon.„Ég hefði talið skynsamlegt að reyna að velja einhvern tiltekinn þröngan styrkleikaflokk og hafa ölið á honum. Það hefði haft áhrif að mínu mati ef við hefðum t.d. ákveðið að áfengt öl skyldi vera af styrkleikanum 3,25--3,75, hvorki meira né minna, búið. Frekar létt öl, en samt klárlega áfengi og eingöngu meðhöndlað sem slíkt og selt sem slíkt." Steingrímur J. Sigfússon, 2. mars 1988.„Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna." Steingrímur J. Sigfússon, 2. mars 1988„Ég er móðir tveggja unglinga og segi þess vegna nei." Margrét Frímannsdóttir, 9. maí 1988.„Ég játa það að vísu að það var mikið óhappaverk þegar fjmrh. krataflokksins leyfði farþegum að kaupa þetta í Keflavík. Það var mikið óhappaverk. En við skulum bara kippa því í liðinn." Sverrir Hermannsson, 2. mars 1988.„En mér dettur í hug það sem Bismarck sagði: Ef þetta mál á að ganga fram, þá er það verra en glæpur. Það er heimska." Sverrir Hermannsson, 2. mars 1988.„Bjórinn er auðvitað ekkert nema áfengi, það hafa hinir nýju frumkvöðlar og flm. frv. til laga um ölið játað berum orðum, og því miður líklega lúmskasti drykkurinn af áfenginu öllu saman og eins og ég hef áður nefnt dæmi um sér í lagi í augum Íslandsmannsins sem heldur því fram í svæsinni ölvímu að hann hafi ekkert brennivín bragðað, bara öl." Sverrir Hermannsson, 2. mars 1988.„Ég bið menn einnig að hugsa um þá fjölmörgu sem liggja á sjúkrahúsum vegna slysa og niðurbrots á öðrum sviðum vegna áfengisneyslu og hugsa til þess að verði þetta bjórfrv. samþykkt hefjast hér nýir tímar sem verða áreiðanlega til skaða fyrir þjóðina, fyrir heimilin, fyrir hvern einasta einstakling sem hér lifir." - Karl Steinar Guðnason, 9. maí 1988.„Áfengisverslun ríkisins ætti að ákveða verð á áfengi á vínveitingastöðum og allt verðið ætti að renna til hennar." - Guðrún Agnarsdóttir, 5. maí 1988. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
„Það var mjög hart tekist á um þetta og eins og sést á ummælunum þá voru mörg stór orð notuð. Menn bjuggust við því að hér færi allt á annan endann og fólk yrði hreinlega óvinnufært vegna stöðugra drykkju en staðreyndin er hinsvegar sú að drykkjumenningin hefur batnað ef eitthvað er," segir Davíð Þorláksson, formaður sambands ungra sjálfstæðismanna. Í dag eru 24 ár frá því að bjórinn var leyfður á Íslandi. Óhætt er að segja að lögin hafi ekki verið samþykkt einróma Alþingi á sínum tíma. Steingrímur J. Sigfússon sagði meðal annars að hann óttaðist að áfengt öl, „sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna." Margrét Frímannsdóttir sagði: „Ég er móðir tveggja unglinga og segi þess vegna nei." „Þetta var merkilegur viðburður fyrir tuttugu og fjórum árum. Það er fullt tilefni til að minna á þetta - því rökin sem notuð voru á sínum tíma eru svipuð og í dag, þegar rætt er um að leyfa sölu á léttvíni og bjór í búðum. Það er svolítið sérstakt hvað stjórnmálamenn á Íslandi eru sannfærðir um við séum vitlausari og verri en aðarar þjóðir. Alls staðar annars staðar tekst mönnum að gera þetta sómasamlega - en hér halda menn að allt fari til fjandans, " Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um miðjan mánuðinn var samþykkt að leyfa sölu á léttvíni og bjór í búðum og einnig að lækka áfengiskaupaaldurinn í 18 ár. „Það var samþykkt með miklum meirihluta. Við viljum að sé svipað áfengisfrelsi hér eins í löndunum í kringum okkur." Og ungu sjálfstæðismennirnir eru sannfærðir um að það sé rétt skref að leyfa sölu á léttvín og bjór í búðum. „Það mun allavega ekki hafa þessi neikvæðu áhrif sem menn halda fram, það eru mörg ríki sem eru íhaldssöm og passasöm, til dæmis Þýskaland. Þar er áfengiskaupaaldurinn 16 ár - þó að þar sé fólk sem er ekki vant því að taka mikla sénsa í lífinu. Ég hef ekki séð það þegar ég er í Þýskalandi að þar ríki eitthvað ófremdarástand meðal ungs fólks. Þar er líka sterkt áfengi selt í búðum, eins og er víðast hvar gert - en það er kannski ágætis málamiðlun að byrja á bjórnum og léttvíninu.Hér fyrir neðan má sjá ummæli þingmanna um bjórfrumvarpið, sem var samþykkt 1. mars árið 1989. (Samkvæmt tilkynningu frá SUS)Ég held að það sé mikill misskilningur, herra forseti, kannske einhver alvarlegasti misskilningurinn, að með áfengu öli flytjist inn í landið einhver bjórmenning. Slíkt gerist ekki á þann hátt. Ég held hins vegar að ókostirnir, sem felast í sjálfu ölinu og brestum mannlegs eðlis í samskiptum við það, komi inn með neyslunni samstundis. Ég hlýt því að vara mjög við því í öllu falli, hver sem örlög þessa frv. verða, að menn haldi að hér sé hægt að setja upp tugi jafnvel hundruð af ölstofum og að það skapi ekki upplausn í samfélagi eins og Íslandi sem ekkert hefur haft af slíku um áratuga skeið." Steingrímur J. Sigfússon.„Ég hefði talið skynsamlegt að reyna að velja einhvern tiltekinn þröngan styrkleikaflokk og hafa ölið á honum. Það hefði haft áhrif að mínu mati ef við hefðum t.d. ákveðið að áfengt öl skyldi vera af styrkleikanum 3,25--3,75, hvorki meira né minna, búið. Frekar létt öl, en samt klárlega áfengi og eingöngu meðhöndlað sem slíkt og selt sem slíkt." Steingrímur J. Sigfússon, 2. mars 1988.„Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna." Steingrímur J. Sigfússon, 2. mars 1988„Ég er móðir tveggja unglinga og segi þess vegna nei." Margrét Frímannsdóttir, 9. maí 1988.„Ég játa það að vísu að það var mikið óhappaverk þegar fjmrh. krataflokksins leyfði farþegum að kaupa þetta í Keflavík. Það var mikið óhappaverk. En við skulum bara kippa því í liðinn." Sverrir Hermannsson, 2. mars 1988.„En mér dettur í hug það sem Bismarck sagði: Ef þetta mál á að ganga fram, þá er það verra en glæpur. Það er heimska." Sverrir Hermannsson, 2. mars 1988.„Bjórinn er auðvitað ekkert nema áfengi, það hafa hinir nýju frumkvöðlar og flm. frv. til laga um ölið játað berum orðum, og því miður líklega lúmskasti drykkurinn af áfenginu öllu saman og eins og ég hef áður nefnt dæmi um sér í lagi í augum Íslandsmannsins sem heldur því fram í svæsinni ölvímu að hann hafi ekkert brennivín bragðað, bara öl." Sverrir Hermannsson, 2. mars 1988.„Ég bið menn einnig að hugsa um þá fjölmörgu sem liggja á sjúkrahúsum vegna slysa og niðurbrots á öðrum sviðum vegna áfengisneyslu og hugsa til þess að verði þetta bjórfrv. samþykkt hefjast hér nýir tímar sem verða áreiðanlega til skaða fyrir þjóðina, fyrir heimilin, fyrir hvern einasta einstakling sem hér lifir." - Karl Steinar Guðnason, 9. maí 1988.„Áfengisverslun ríkisins ætti að ákveða verð á áfengi á vínveitingastöðum og allt verðið ætti að renna til hennar." - Guðrún Agnarsdóttir, 5. maí 1988.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira