Bjórinn leyfður fyrir 24 árum síðan - Menn héldu að fólk yrði óvinnufært 1. mars 2013 10:23 „Það var mjög hart tekist á um þetta og eins og sést á ummælunum þá voru mörg stór orð notuð. Menn bjuggust við því að hér færi allt á annan endann og fólk yrði hreinlega óvinnufært vegna stöðugra drykkju en staðreyndin er hinsvegar sú að drykkjumenningin hefur batnað ef eitthvað er," segir Davíð Þorláksson, formaður sambands ungra sjálfstæðismanna. Í dag eru 24 ár frá því að bjórinn var leyfður á Íslandi. Óhætt er að segja að lögin hafi ekki verið samþykkt einróma Alþingi á sínum tíma. Steingrímur J. Sigfússon sagði meðal annars að hann óttaðist að áfengt öl, „sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna." Margrét Frímannsdóttir sagði: „Ég er móðir tveggja unglinga og segi þess vegna nei." „Þetta var merkilegur viðburður fyrir tuttugu og fjórum árum. Það er fullt tilefni til að minna á þetta - því rökin sem notuð voru á sínum tíma eru svipuð og í dag, þegar rætt er um að leyfa sölu á léttvíni og bjór í búðum. Það er svolítið sérstakt hvað stjórnmálamenn á Íslandi eru sannfærðir um við séum vitlausari og verri en aðarar þjóðir. Alls staðar annars staðar tekst mönnum að gera þetta sómasamlega - en hér halda menn að allt fari til fjandans, " Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um miðjan mánuðinn var samþykkt að leyfa sölu á léttvíni og bjór í búðum og einnig að lækka áfengiskaupaaldurinn í 18 ár. „Það var samþykkt með miklum meirihluta. Við viljum að sé svipað áfengisfrelsi hér eins í löndunum í kringum okkur." Og ungu sjálfstæðismennirnir eru sannfærðir um að það sé rétt skref að leyfa sölu á léttvín og bjór í búðum. „Það mun allavega ekki hafa þessi neikvæðu áhrif sem menn halda fram, það eru mörg ríki sem eru íhaldssöm og passasöm, til dæmis Þýskaland. Þar er áfengiskaupaaldurinn 16 ár - þó að þar sé fólk sem er ekki vant því að taka mikla sénsa í lífinu. Ég hef ekki séð það þegar ég er í Þýskalandi að þar ríki eitthvað ófremdarástand meðal ungs fólks. Þar er líka sterkt áfengi selt í búðum, eins og er víðast hvar gert - en það er kannski ágætis málamiðlun að byrja á bjórnum og léttvíninu.Hér fyrir neðan má sjá ummæli þingmanna um bjórfrumvarpið, sem var samþykkt 1. mars árið 1989. (Samkvæmt tilkynningu frá SUS)Ég held að það sé mikill misskilningur, herra forseti, kannske einhver alvarlegasti misskilningurinn, að með áfengu öli flytjist inn í landið einhver bjórmenning. Slíkt gerist ekki á þann hátt. Ég held hins vegar að ókostirnir, sem felast í sjálfu ölinu og brestum mannlegs eðlis í samskiptum við það, komi inn með neyslunni samstundis. Ég hlýt því að vara mjög við því í öllu falli, hver sem örlög þessa frv. verða, að menn haldi að hér sé hægt að setja upp tugi jafnvel hundruð af ölstofum og að það skapi ekki upplausn í samfélagi eins og Íslandi sem ekkert hefur haft af slíku um áratuga skeið." Steingrímur J. Sigfússon.„Ég hefði talið skynsamlegt að reyna að velja einhvern tiltekinn þröngan styrkleikaflokk og hafa ölið á honum. Það hefði haft áhrif að mínu mati ef við hefðum t.d. ákveðið að áfengt öl skyldi vera af styrkleikanum 3,25--3,75, hvorki meira né minna, búið. Frekar létt öl, en samt klárlega áfengi og eingöngu meðhöndlað sem slíkt og selt sem slíkt." Steingrímur J. Sigfússon, 2. mars 1988.„Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna." Steingrímur J. Sigfússon, 2. mars 1988„Ég er móðir tveggja unglinga og segi þess vegna nei." Margrét Frímannsdóttir, 9. maí 1988.„Ég játa það að vísu að það var mikið óhappaverk þegar fjmrh. krataflokksins leyfði farþegum að kaupa þetta í Keflavík. Það var mikið óhappaverk. En við skulum bara kippa því í liðinn." Sverrir Hermannsson, 2. mars 1988.„En mér dettur í hug það sem Bismarck sagði: Ef þetta mál á að ganga fram, þá er það verra en glæpur. Það er heimska." Sverrir Hermannsson, 2. mars 1988.„Bjórinn er auðvitað ekkert nema áfengi, það hafa hinir nýju frumkvöðlar og flm. frv. til laga um ölið játað berum orðum, og því miður líklega lúmskasti drykkurinn af áfenginu öllu saman og eins og ég hef áður nefnt dæmi um sér í lagi í augum Íslandsmannsins sem heldur því fram í svæsinni ölvímu að hann hafi ekkert brennivín bragðað, bara öl." Sverrir Hermannsson, 2. mars 1988.„Ég bið menn einnig að hugsa um þá fjölmörgu sem liggja á sjúkrahúsum vegna slysa og niðurbrots á öðrum sviðum vegna áfengisneyslu og hugsa til þess að verði þetta bjórfrv. samþykkt hefjast hér nýir tímar sem verða áreiðanlega til skaða fyrir þjóðina, fyrir heimilin, fyrir hvern einasta einstakling sem hér lifir." - Karl Steinar Guðnason, 9. maí 1988.„Áfengisverslun ríkisins ætti að ákveða verð á áfengi á vínveitingastöðum og allt verðið ætti að renna til hennar." - Guðrún Agnarsdóttir, 5. maí 1988. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira
„Það var mjög hart tekist á um þetta og eins og sést á ummælunum þá voru mörg stór orð notuð. Menn bjuggust við því að hér færi allt á annan endann og fólk yrði hreinlega óvinnufært vegna stöðugra drykkju en staðreyndin er hinsvegar sú að drykkjumenningin hefur batnað ef eitthvað er," segir Davíð Þorláksson, formaður sambands ungra sjálfstæðismanna. Í dag eru 24 ár frá því að bjórinn var leyfður á Íslandi. Óhætt er að segja að lögin hafi ekki verið samþykkt einróma Alþingi á sínum tíma. Steingrímur J. Sigfússon sagði meðal annars að hann óttaðist að áfengt öl, „sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna." Margrét Frímannsdóttir sagði: „Ég er móðir tveggja unglinga og segi þess vegna nei." „Þetta var merkilegur viðburður fyrir tuttugu og fjórum árum. Það er fullt tilefni til að minna á þetta - því rökin sem notuð voru á sínum tíma eru svipuð og í dag, þegar rætt er um að leyfa sölu á léttvíni og bjór í búðum. Það er svolítið sérstakt hvað stjórnmálamenn á Íslandi eru sannfærðir um við séum vitlausari og verri en aðarar þjóðir. Alls staðar annars staðar tekst mönnum að gera þetta sómasamlega - en hér halda menn að allt fari til fjandans, " Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um miðjan mánuðinn var samþykkt að leyfa sölu á léttvíni og bjór í búðum og einnig að lækka áfengiskaupaaldurinn í 18 ár. „Það var samþykkt með miklum meirihluta. Við viljum að sé svipað áfengisfrelsi hér eins í löndunum í kringum okkur." Og ungu sjálfstæðismennirnir eru sannfærðir um að það sé rétt skref að leyfa sölu á léttvín og bjór í búðum. „Það mun allavega ekki hafa þessi neikvæðu áhrif sem menn halda fram, það eru mörg ríki sem eru íhaldssöm og passasöm, til dæmis Þýskaland. Þar er áfengiskaupaaldurinn 16 ár - þó að þar sé fólk sem er ekki vant því að taka mikla sénsa í lífinu. Ég hef ekki séð það þegar ég er í Þýskalandi að þar ríki eitthvað ófremdarástand meðal ungs fólks. Þar er líka sterkt áfengi selt í búðum, eins og er víðast hvar gert - en það er kannski ágætis málamiðlun að byrja á bjórnum og léttvíninu.Hér fyrir neðan má sjá ummæli þingmanna um bjórfrumvarpið, sem var samþykkt 1. mars árið 1989. (Samkvæmt tilkynningu frá SUS)Ég held að það sé mikill misskilningur, herra forseti, kannske einhver alvarlegasti misskilningurinn, að með áfengu öli flytjist inn í landið einhver bjórmenning. Slíkt gerist ekki á þann hátt. Ég held hins vegar að ókostirnir, sem felast í sjálfu ölinu og brestum mannlegs eðlis í samskiptum við það, komi inn með neyslunni samstundis. Ég hlýt því að vara mjög við því í öllu falli, hver sem örlög þessa frv. verða, að menn haldi að hér sé hægt að setja upp tugi jafnvel hundruð af ölstofum og að það skapi ekki upplausn í samfélagi eins og Íslandi sem ekkert hefur haft af slíku um áratuga skeið." Steingrímur J. Sigfússon.„Ég hefði talið skynsamlegt að reyna að velja einhvern tiltekinn þröngan styrkleikaflokk og hafa ölið á honum. Það hefði haft áhrif að mínu mati ef við hefðum t.d. ákveðið að áfengt öl skyldi vera af styrkleikanum 3,25--3,75, hvorki meira né minna, búið. Frekar létt öl, en samt klárlega áfengi og eingöngu meðhöndlað sem slíkt og selt sem slíkt." Steingrímur J. Sigfússon, 2. mars 1988.„Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna." Steingrímur J. Sigfússon, 2. mars 1988„Ég er móðir tveggja unglinga og segi þess vegna nei." Margrét Frímannsdóttir, 9. maí 1988.„Ég játa það að vísu að það var mikið óhappaverk þegar fjmrh. krataflokksins leyfði farþegum að kaupa þetta í Keflavík. Það var mikið óhappaverk. En við skulum bara kippa því í liðinn." Sverrir Hermannsson, 2. mars 1988.„En mér dettur í hug það sem Bismarck sagði: Ef þetta mál á að ganga fram, þá er það verra en glæpur. Það er heimska." Sverrir Hermannsson, 2. mars 1988.„Bjórinn er auðvitað ekkert nema áfengi, það hafa hinir nýju frumkvöðlar og flm. frv. til laga um ölið játað berum orðum, og því miður líklega lúmskasti drykkurinn af áfenginu öllu saman og eins og ég hef áður nefnt dæmi um sér í lagi í augum Íslandsmannsins sem heldur því fram í svæsinni ölvímu að hann hafi ekkert brennivín bragðað, bara öl." Sverrir Hermannsson, 2. mars 1988.„Ég bið menn einnig að hugsa um þá fjölmörgu sem liggja á sjúkrahúsum vegna slysa og niðurbrots á öðrum sviðum vegna áfengisneyslu og hugsa til þess að verði þetta bjórfrv. samþykkt hefjast hér nýir tímar sem verða áreiðanlega til skaða fyrir þjóðina, fyrir heimilin, fyrir hvern einasta einstakling sem hér lifir." - Karl Steinar Guðnason, 9. maí 1988.„Áfengisverslun ríkisins ætti að ákveða verð á áfengi á vínveitingastöðum og allt verðið ætti að renna til hennar." - Guðrún Agnarsdóttir, 5. maí 1988.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira