Fox og Fred Durst vilja endurgera Málmhaus Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. nóvember 2013 11:19 Bæði Fox og Fred Durst vilja endurgera Málmhaus. Kvikmyndin Málmhaus hefur vakið athygli víða og nú lýsa erlendir aðilar yfir áhuga á að endurgera myndina. Annars vegar hefur 20th Century Fox-kvikmyndaverið haft samband við framleiðendur myndarinnar og hins vegar Fred Durst, söngvari númetalsveitarinnar Limp Bizkit. Davíð Óskar Ólafsson, einn af framleiðendum Málmhauss, segir sig og Árna Filippusson hafa kynnst núverandi varaformanni Fox við gerð myndarinnar Prince Avalanche, en hún er endurgerð myndarinnar Á annan veg sem Davíð og Árni framleiddu. „Hann frétti af Málmhaus á meðan við vorum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hafði samband og spurði hvort við vildum senda honum eintak af myndinni. Hann hafði hugsað þetta sem hugsanlega endurgerð fyrir Fox. Þeir eru að skoða myndina núna og það eru allir mjög hrifnir og telja að hún geti orðið góð endurgerð.“ Þá hafði umboðsskrifstofa Ragnars Bragasonar samband og sagðist vera með skjólstæðing sem hafði séð myndina og langaði endilega að tala við aðstandendur hennar. „Þetta var Fred Durst úr Limp Bizkit og við hugsuðum með okkur að það gæti ekki sakað að tala við hann. Við Raggi tókum símafund við hann og í ljós kom að hann ólst upp í miðríkjum Bandaríkjanna, í hálfgerðri sveit, og hafði tengt mikið við myndina. Hann var týpa eins og Hera, hlustaði mikið á þungarokk, og lenti í svipuðu og Hera gerði í myndinni. Hann missti frænda sinn sem hann leit mikið upp til. Við ræddum þetta fram og til baka og nú er bara verið að skoða þetta nánar.“ Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin Málmhaus hefur vakið athygli víða og nú lýsa erlendir aðilar yfir áhuga á að endurgera myndina. Annars vegar hefur 20th Century Fox-kvikmyndaverið haft samband við framleiðendur myndarinnar og hins vegar Fred Durst, söngvari númetalsveitarinnar Limp Bizkit. Davíð Óskar Ólafsson, einn af framleiðendum Málmhauss, segir sig og Árna Filippusson hafa kynnst núverandi varaformanni Fox við gerð myndarinnar Prince Avalanche, en hún er endurgerð myndarinnar Á annan veg sem Davíð og Árni framleiddu. „Hann frétti af Málmhaus á meðan við vorum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hafði samband og spurði hvort við vildum senda honum eintak af myndinni. Hann hafði hugsað þetta sem hugsanlega endurgerð fyrir Fox. Þeir eru að skoða myndina núna og það eru allir mjög hrifnir og telja að hún geti orðið góð endurgerð.“ Þá hafði umboðsskrifstofa Ragnars Bragasonar samband og sagðist vera með skjólstæðing sem hafði séð myndina og langaði endilega að tala við aðstandendur hennar. „Þetta var Fred Durst úr Limp Bizkit og við hugsuðum með okkur að það gæti ekki sakað að tala við hann. Við Raggi tókum símafund við hann og í ljós kom að hann ólst upp í miðríkjum Bandaríkjanna, í hálfgerðri sveit, og hafði tengt mikið við myndina. Hann var týpa eins og Hera, hlustaði mikið á þungarokk, og lenti í svipuðu og Hera gerði í myndinni. Hann missti frænda sinn sem hann leit mikið upp til. Við ræddum þetta fram og til baka og nú er bara verið að skoða þetta nánar.“
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira