Seyðfirðingum brugðið, vilja svör um jarðgöng Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2013 18:45 Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs Seyðisfjarðar, kallar eftir því að ríkisstjórn og Alþingi svari því hvenær jarðgöng fáist undir Fjarðarheiði. Færeyska ferjan Norræna og forverar hennar hafa haft Seyðisfjörð sem viðkomuhöfn á Íslandi allt frá árinu 1975. Yfir vetrarmánuði kemur ferjan inn á þriðjudagsmorgnum en fer ekki aftur fyrr en á miðvikudagskvöldum. Mörghundruð erlendir ferðamenn hafa nýtt þetta tveggja daga stopp til að skoða Mývatnssveit annan daginn og Fljótsdalshérað hinn daginn en gista þess á milli um borð í skipinu. Rúturnar hafa hins vegar lent í vandræðum á Fjarðarheiði. Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar, segir í viðtali við Stöð 2 að þegar ófært varð yfir heiðina í haust hafi Seyðfirðingar reynt að sinna 600 farþegum eftir bestu getu og reynt að mæta því. Útgerð Norrænu virðist nú búin að missa þolinmæðina og óskaði í síðustu viku eftir viðræðum við Fjarðabyggð um möguleika á að ferjuhöfnin flytjist þangað. Seyðfirðingum er brugðið enda mikið í húfi. Jóhann Hansson, hafnarvörður á Seyðisfirði, segir 8-9 heilsársstörf í bænum í kringum ferjuna, hjá Austfari, umboðsaðila Smyril-line, og Blue Water, sem annist fraktina.Jóhann Hansson hafnarvörður: 8-9 heilsársstörf í húfiMyndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir málið fyrst og síðast snúast um jarðgöng. „Fjarðarheiðin er mikill farartálmi, því miður. En það stendur allt til bóta. Við erum komin inn á samgönguáætlun og ætlum okkur undir heiðina.” Nú verði Alþingi og ríkisstjórn að gefa svör um tímasetningu framkvæmda. Lagt hefur verið í miklar fjárfestingar á Seyðisfirði vegna ferjunnar og hún skilar verulegum hluta af tekjum hafnarsjóðs, að sögn Jóhanns Hanssonar. Fyrir utan skipagjöld, bæði bryggju- og lestargjald, fái höfnin skatt af farþegum og bílum, sem og vörugjöld af fraktinni. „Þannig að það skiptir verulegu máli," segir Jóhann í fréttum Stöðvar 2.Norræna kemur til Seyðisfjarðar á þriðjudagsmorgnum yfir vetrartímann. Tengdar fréttir Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs Seyðisfjarðar, kallar eftir því að ríkisstjórn og Alþingi svari því hvenær jarðgöng fáist undir Fjarðarheiði. Færeyska ferjan Norræna og forverar hennar hafa haft Seyðisfjörð sem viðkomuhöfn á Íslandi allt frá árinu 1975. Yfir vetrarmánuði kemur ferjan inn á þriðjudagsmorgnum en fer ekki aftur fyrr en á miðvikudagskvöldum. Mörghundruð erlendir ferðamenn hafa nýtt þetta tveggja daga stopp til að skoða Mývatnssveit annan daginn og Fljótsdalshérað hinn daginn en gista þess á milli um borð í skipinu. Rúturnar hafa hins vegar lent í vandræðum á Fjarðarheiði. Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar, segir í viðtali við Stöð 2 að þegar ófært varð yfir heiðina í haust hafi Seyðfirðingar reynt að sinna 600 farþegum eftir bestu getu og reynt að mæta því. Útgerð Norrænu virðist nú búin að missa þolinmæðina og óskaði í síðustu viku eftir viðræðum við Fjarðabyggð um möguleika á að ferjuhöfnin flytjist þangað. Seyðfirðingum er brugðið enda mikið í húfi. Jóhann Hansson, hafnarvörður á Seyðisfirði, segir 8-9 heilsársstörf í bænum í kringum ferjuna, hjá Austfari, umboðsaðila Smyril-line, og Blue Water, sem annist fraktina.Jóhann Hansson hafnarvörður: 8-9 heilsársstörf í húfiMyndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir málið fyrst og síðast snúast um jarðgöng. „Fjarðarheiðin er mikill farartálmi, því miður. En það stendur allt til bóta. Við erum komin inn á samgönguáætlun og ætlum okkur undir heiðina.” Nú verði Alþingi og ríkisstjórn að gefa svör um tímasetningu framkvæmda. Lagt hefur verið í miklar fjárfestingar á Seyðisfirði vegna ferjunnar og hún skilar verulegum hluta af tekjum hafnarsjóðs, að sögn Jóhanns Hanssonar. Fyrir utan skipagjöld, bæði bryggju- og lestargjald, fái höfnin skatt af farþegum og bílum, sem og vörugjöld af fraktinni. „Þannig að það skiptir verulegu máli," segir Jóhann í fréttum Stöðvar 2.Norræna kemur til Seyðisfjarðar á þriðjudagsmorgnum yfir vetrartímann.
Tengdar fréttir Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59