Seyðfirðingum brugðið, vilja svör um jarðgöng Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2013 18:45 Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs Seyðisfjarðar, kallar eftir því að ríkisstjórn og Alþingi svari því hvenær jarðgöng fáist undir Fjarðarheiði. Færeyska ferjan Norræna og forverar hennar hafa haft Seyðisfjörð sem viðkomuhöfn á Íslandi allt frá árinu 1975. Yfir vetrarmánuði kemur ferjan inn á þriðjudagsmorgnum en fer ekki aftur fyrr en á miðvikudagskvöldum. Mörghundruð erlendir ferðamenn hafa nýtt þetta tveggja daga stopp til að skoða Mývatnssveit annan daginn og Fljótsdalshérað hinn daginn en gista þess á milli um borð í skipinu. Rúturnar hafa hins vegar lent í vandræðum á Fjarðarheiði. Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar, segir í viðtali við Stöð 2 að þegar ófært varð yfir heiðina í haust hafi Seyðfirðingar reynt að sinna 600 farþegum eftir bestu getu og reynt að mæta því. Útgerð Norrænu virðist nú búin að missa þolinmæðina og óskaði í síðustu viku eftir viðræðum við Fjarðabyggð um möguleika á að ferjuhöfnin flytjist þangað. Seyðfirðingum er brugðið enda mikið í húfi. Jóhann Hansson, hafnarvörður á Seyðisfirði, segir 8-9 heilsársstörf í bænum í kringum ferjuna, hjá Austfari, umboðsaðila Smyril-line, og Blue Water, sem annist fraktina.Jóhann Hansson hafnarvörður: 8-9 heilsársstörf í húfiMyndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir málið fyrst og síðast snúast um jarðgöng. „Fjarðarheiðin er mikill farartálmi, því miður. En það stendur allt til bóta. Við erum komin inn á samgönguáætlun og ætlum okkur undir heiðina.” Nú verði Alþingi og ríkisstjórn að gefa svör um tímasetningu framkvæmda. Lagt hefur verið í miklar fjárfestingar á Seyðisfirði vegna ferjunnar og hún skilar verulegum hluta af tekjum hafnarsjóðs, að sögn Jóhanns Hanssonar. Fyrir utan skipagjöld, bæði bryggju- og lestargjald, fái höfnin skatt af farþegum og bílum, sem og vörugjöld af fraktinni. „Þannig að það skiptir verulegu máli," segir Jóhann í fréttum Stöðvar 2.Norræna kemur til Seyðisfjarðar á þriðjudagsmorgnum yfir vetrartímann. Tengdar fréttir Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs Seyðisfjarðar, kallar eftir því að ríkisstjórn og Alþingi svari því hvenær jarðgöng fáist undir Fjarðarheiði. Færeyska ferjan Norræna og forverar hennar hafa haft Seyðisfjörð sem viðkomuhöfn á Íslandi allt frá árinu 1975. Yfir vetrarmánuði kemur ferjan inn á þriðjudagsmorgnum en fer ekki aftur fyrr en á miðvikudagskvöldum. Mörghundruð erlendir ferðamenn hafa nýtt þetta tveggja daga stopp til að skoða Mývatnssveit annan daginn og Fljótsdalshérað hinn daginn en gista þess á milli um borð í skipinu. Rúturnar hafa hins vegar lent í vandræðum á Fjarðarheiði. Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar, segir í viðtali við Stöð 2 að þegar ófært varð yfir heiðina í haust hafi Seyðfirðingar reynt að sinna 600 farþegum eftir bestu getu og reynt að mæta því. Útgerð Norrænu virðist nú búin að missa þolinmæðina og óskaði í síðustu viku eftir viðræðum við Fjarðabyggð um möguleika á að ferjuhöfnin flytjist þangað. Seyðfirðingum er brugðið enda mikið í húfi. Jóhann Hansson, hafnarvörður á Seyðisfirði, segir 8-9 heilsársstörf í bænum í kringum ferjuna, hjá Austfari, umboðsaðila Smyril-line, og Blue Water, sem annist fraktina.Jóhann Hansson hafnarvörður: 8-9 heilsársstörf í húfiMyndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir málið fyrst og síðast snúast um jarðgöng. „Fjarðarheiðin er mikill farartálmi, því miður. En það stendur allt til bóta. Við erum komin inn á samgönguáætlun og ætlum okkur undir heiðina.” Nú verði Alþingi og ríkisstjórn að gefa svör um tímasetningu framkvæmda. Lagt hefur verið í miklar fjárfestingar á Seyðisfirði vegna ferjunnar og hún skilar verulegum hluta af tekjum hafnarsjóðs, að sögn Jóhanns Hanssonar. Fyrir utan skipagjöld, bæði bryggju- og lestargjald, fái höfnin skatt af farþegum og bílum, sem og vörugjöld af fraktinni. „Þannig að það skiptir verulegu máli," segir Jóhann í fréttum Stöðvar 2.Norræna kemur til Seyðisfjarðar á þriðjudagsmorgnum yfir vetrartímann.
Tengdar fréttir Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59