Fjárfestu í tímalausum flíkum Dóra Lind skrifar 26. ágúst 2013 10:45 mynd Hver kannast ekki við það að hafa ekki nennið í að klæða sig upp? Sumum finnst það hrikalega flókið, sumir nenna því ekki, sumir sjá ekki ástæðuna fyrir því að hafa fyrir því. Hér eru nokkur góð ráð til að rífa sig upp.mynd/tíska.isSkelltu þér í kjól Ein af ástæðunum fyrir því að fólk nennir ekki að klæða sig betur er sú að það heldur að þá sé þægindunum varpað fyrir borð. Kjóll getur hinsvegar alveg verið jafn þægilegur og alltof stóra peysan af þínum fyrrverandi sem þú tímir ekki að henda. Finndu mjúkan, klæðilegan kjól og þægilegan kjól og þá er hálfur sigur unninn. Hentu flip-flopsunum Gefum okkur að þú sért í sætum stuttbuxum eða pilsi og einföldum stuttermabol. Við það eitt að henda úrsérgengnum flip-flopsunum og skella sér í t.d. skó með fylltum hæl (sem eru talsvert þægilegri en allir pinnahælar heimsins), þá er heildarlúkkið strax orðið allt annað og miklu betra! Skór setja oft punktinn yfir i-ið, hafðu það í huga þegar þú velur þér föt (og skó). Fjárfestu í tímalausum flíkum Fjöldi fata skiptir engu máli, spurningin er hvernig þau nýtast þér. Ef þú átt nokkra tímalausa fasta í skápnum, t.d. góðan jakka, klassískar buxur og tímalausa kjóla munt þú eiga auðveldar með að raða saman. Hentu því sem er ónýtt (þótt það sé kósí!) og gefðu það sem þú notar ekki. Skipulagning Ef maður vaknar aðeins of seint þá eru minni líkur á að maður gefi sér tíma í að raða saman flottu átfitti. Taktu þér 5-7 mínútur áður en þú ferð að sofa og taktu til föt fyrir morgundaginn. Það sparar þér tíma að lokum.Sjá meira Tíska.is. Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hver kannast ekki við það að hafa ekki nennið í að klæða sig upp? Sumum finnst það hrikalega flókið, sumir nenna því ekki, sumir sjá ekki ástæðuna fyrir því að hafa fyrir því. Hér eru nokkur góð ráð til að rífa sig upp.mynd/tíska.isSkelltu þér í kjól Ein af ástæðunum fyrir því að fólk nennir ekki að klæða sig betur er sú að það heldur að þá sé þægindunum varpað fyrir borð. Kjóll getur hinsvegar alveg verið jafn þægilegur og alltof stóra peysan af þínum fyrrverandi sem þú tímir ekki að henda. Finndu mjúkan, klæðilegan kjól og þægilegan kjól og þá er hálfur sigur unninn. Hentu flip-flopsunum Gefum okkur að þú sért í sætum stuttbuxum eða pilsi og einföldum stuttermabol. Við það eitt að henda úrsérgengnum flip-flopsunum og skella sér í t.d. skó með fylltum hæl (sem eru talsvert þægilegri en allir pinnahælar heimsins), þá er heildarlúkkið strax orðið allt annað og miklu betra! Skór setja oft punktinn yfir i-ið, hafðu það í huga þegar þú velur þér föt (og skó). Fjárfestu í tímalausum flíkum Fjöldi fata skiptir engu máli, spurningin er hvernig þau nýtast þér. Ef þú átt nokkra tímalausa fasta í skápnum, t.d. góðan jakka, klassískar buxur og tímalausa kjóla munt þú eiga auðveldar með að raða saman. Hentu því sem er ónýtt (þótt það sé kósí!) og gefðu það sem þú notar ekki. Skipulagning Ef maður vaknar aðeins of seint þá eru minni líkur á að maður gefi sér tíma í að raða saman flottu átfitti. Taktu þér 5-7 mínútur áður en þú ferð að sofa og taktu til föt fyrir morgundaginn. Það sparar þér tíma að lokum.Sjá meira Tíska.is.
Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið