SUS vill að Eygló og Sigurður Ingi biðjist afsökunar á pólitískum ofsóknum Heimir Már Pétursson skrifar 26. ágúst 2013 12:00 Davíð Þorláksson formaður SUS, Sigurður Ingi Jónsson og Eygló Harðardóttir. Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Þau hafi með atkvæði sínu tekið þátt í pólitískum ofsóknum. Samband ungra Sjálfstæðismanna sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem minnt er á ályktun ungra Sjálfstæðismanna frá því í apríl í fyrra þar sem segir að þeir þingmenn sem tóku þátt í að ákæra Geir H. Haarde á sínum tíma hafi tekið þátt í alvarlegri atlögu að mannréttindum og réttarríkinu og Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að taka þátt í ríkisstjórn með þingmönnum sem það gerðu. Síðan þá hafi Landsdómur sýknað Geir af öllum veigamestu ákæruliðunum. Davíð Þorláksson formaður SUS vill að þessir ráðherrar biðjist afsökunar á þátttöku sinni í ákærunni. „Þessir tveir ráðherrar, Eygló og Sigurður, eru einu ráðherrarnir í ríkisstjórninni sem greiddu atkvæði með ákærunum á hendur Geir Haarde. Og ég held að reynslan hafi sýnt og það er niðurstaða Landsdóms og Mannréttindanefndar Evrópu að þetta hafi verið mjög misráðin hugmynd og þau hafi þarna verið að taka þátt í pólitískum ofsóknum gegn Geir Haarde,“ segir Davíð. Það sé óeðlilegt að Eygló og Sigurður Ingi sitji í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að biðjast afsökunar á þessari framgöngu sinni. „Og lýsi því yfir að það hafi verið mistök að greiða atkvæði með þessum ákærum,“ segir Davíð. En hvað fæst með slíkri yfirlýsingu. Hún breytir ekki þeirra gjörðum? „Nei, það er svosem ekki hægt að breyta þeim. Þetta er búið og gert en það væri þá alla vega vísbending um hvaða fólk þau hafa að geyma, þau telji ekki eðlilegt að hafa tekið þátt í þessu. Það væri þá vísbending um að þau sæju að sér og bæðust afsökunar. Þetta sé fólk sem hægt sé að vinna með og hægt sé að treysta á,“ segir Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Landsdómur Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Þau hafi með atkvæði sínu tekið þátt í pólitískum ofsóknum. Samband ungra Sjálfstæðismanna sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem minnt er á ályktun ungra Sjálfstæðismanna frá því í apríl í fyrra þar sem segir að þeir þingmenn sem tóku þátt í að ákæra Geir H. Haarde á sínum tíma hafi tekið þátt í alvarlegri atlögu að mannréttindum og réttarríkinu og Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að taka þátt í ríkisstjórn með þingmönnum sem það gerðu. Síðan þá hafi Landsdómur sýknað Geir af öllum veigamestu ákæruliðunum. Davíð Þorláksson formaður SUS vill að þessir ráðherrar biðjist afsökunar á þátttöku sinni í ákærunni. „Þessir tveir ráðherrar, Eygló og Sigurður, eru einu ráðherrarnir í ríkisstjórninni sem greiddu atkvæði með ákærunum á hendur Geir Haarde. Og ég held að reynslan hafi sýnt og það er niðurstaða Landsdóms og Mannréttindanefndar Evrópu að þetta hafi verið mjög misráðin hugmynd og þau hafi þarna verið að taka þátt í pólitískum ofsóknum gegn Geir Haarde,“ segir Davíð. Það sé óeðlilegt að Eygló og Sigurður Ingi sitji í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að biðjast afsökunar á þessari framgöngu sinni. „Og lýsi því yfir að það hafi verið mistök að greiða atkvæði með þessum ákærum,“ segir Davíð. En hvað fæst með slíkri yfirlýsingu. Hún breytir ekki þeirra gjörðum? „Nei, það er svosem ekki hægt að breyta þeim. Þetta er búið og gert en það væri þá alla vega vísbending um hvaða fólk þau hafa að geyma, þau telji ekki eðlilegt að hafa tekið þátt í þessu. Það væri þá vísbending um að þau sæju að sér og bæðust afsökunar. Þetta sé fólk sem hægt sé að vinna með og hægt sé að treysta á,“ segir Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna.
Landsdómur Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent