Píratar og Regnboginn með hæsta hlutfall jákvæðra frétta Helga Arnardóttir skrifar 25. apríl 2013 16:05 Píratar og Regnboginn fá jákvæðustu umfjöllunina. Píratar og Regnboginn eru með hæsta hlutfall jákvæðra frétta sem fluttar hafa verið af kosningunum undanfarna tvo mánuði samkvæmt úttekt Fjölmiðlavaktarinnar. Framsóknarflokkur kemur þar næst á eftir. Fjölmiðlavaktin hefur fylgst með fréttaflutningi í aðdraganda kosninganna í ljósvaka, prent- og netmiðlum og tekið saman allar fréttir sem hafa verið fluttar af flokkunum sem bjóða nú fram til Alþingis. Fréttirnar voru fluttar á tímabilinu frá fyrsta mars til 23.apríl. Lagt var mat á hverja frétt sem flutt hefur verið um hvert framboð og þær flokkaðar ýmist sem jákvæð, neikvæð, hvorki né eða jöfnuð umfjöllun. Í ljós kom að þótt mun færri fréttir hafi verið fluttar af Pírötum og Regnboganum í fjölmiðlum en til að mynda fjórflokknum sem eru með yfirgnæfandi meirihluta frétta þá eru þessi tvö framboð með hæsta hlutfall jákvæðra frétta. Regnboginn trónir efstur með 27% jákvæðra frétta af tæplega 150 fréttum sem hafa verið fluttar af flokknum. Píratar koma næstir á eftir með 24% jákvæðra frétt af tæplega fjögur hundruð fréttum sem hafa verið fluttar. Framsóknarflokkurinn sem þó er með mun fleiri fréttir eða tæplega 1500 talsins kemur næst á eftir Pírötum með 21% jákvæðra frétta. Sjálfstæðisflokkurinn sem er með tæplega 1900 fréttir á umræddu tímabili er hins vegar með hæsta hlutfall neikvæðra frétta eða 11% og 14% jákvæðra frétta. Framsóknarflokkurinn kemur þar næst á eftir með 9% neikvæðra frétta. Samfylkingin og Vinstri grænir eru svo með 7% neikvæðra frétta en stjórnarflokkarnir tveir eru með langflestar fréttir af öllum flokkum. Samfylking er með tæplega 2600 fréttir og hlutfall jákvæðra frétta er 17% og Vinstri grænir með tæplega 2200 fréttir þar sem hlutfall jákvæðra frétta er 14%. Magnús Heimisson almannatengill og stjórnmálafræðingur hjá Fjölmiðlavaktinni segir greiningu á fréttum fara eftir reglum alþjóðasamtaka greiningarfyrirtækja. „Allar fréttir sem við metum sem hafa kynningarlegt gildi fyrir viðkomandi framboð, auglýsing á stefnumálum, viðtöl við frambjóðendur og svo framvegis metum við sem jákvæða umfjöllun. Öll gagnrýni til dæmis eins og aðsendar greinar, fréttir þar sem verið er að gagnrýna stjórnmálaflokkanna metum við sem neikvæða umfjöllun og allt þar á milli er hvorki né." Samkvæmt vinnureglum Fjölmiðlavaktarinnar er frétt metin jákvæð ef hún er talin skapa jákvætt viðhorf hjá lesendum, hlustendum eða áhorfendum til viðkomandi framboðs. Frétt er metin hvorki né ef ekki eru taldar líkur á að hún auki við jákvætt eða neikvætt viðhorf í garð framboðsins. Frétt er metin neikvæð ef hún er talin líkleg til að skapa neikvætt viðhorf gagnvart viðkomandi framboði. Þá er frétt flokkuð í svokallaða jafnaða umfjöllun ef um neikvæða frétt er að ræða en fram koma skýr sjónarmið frá þeim sem um ræðir, sem dregur úr neikvæðum viðhorfum. Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Píratar og Regnboginn eru með hæsta hlutfall jákvæðra frétta sem fluttar hafa verið af kosningunum undanfarna tvo mánuði samkvæmt úttekt Fjölmiðlavaktarinnar. Framsóknarflokkur kemur þar næst á eftir. Fjölmiðlavaktin hefur fylgst með fréttaflutningi í aðdraganda kosninganna í ljósvaka, prent- og netmiðlum og tekið saman allar fréttir sem hafa verið fluttar af flokkunum sem bjóða nú fram til Alþingis. Fréttirnar voru fluttar á tímabilinu frá fyrsta mars til 23.apríl. Lagt var mat á hverja frétt sem flutt hefur verið um hvert framboð og þær flokkaðar ýmist sem jákvæð, neikvæð, hvorki né eða jöfnuð umfjöllun. Í ljós kom að þótt mun færri fréttir hafi verið fluttar af Pírötum og Regnboganum í fjölmiðlum en til að mynda fjórflokknum sem eru með yfirgnæfandi meirihluta frétta þá eru þessi tvö framboð með hæsta hlutfall jákvæðra frétta. Regnboginn trónir efstur með 27% jákvæðra frétta af tæplega 150 fréttum sem hafa verið fluttar af flokknum. Píratar koma næstir á eftir með 24% jákvæðra frétt af tæplega fjögur hundruð fréttum sem hafa verið fluttar. Framsóknarflokkurinn sem þó er með mun fleiri fréttir eða tæplega 1500 talsins kemur næst á eftir Pírötum með 21% jákvæðra frétta. Sjálfstæðisflokkurinn sem er með tæplega 1900 fréttir á umræddu tímabili er hins vegar með hæsta hlutfall neikvæðra frétta eða 11% og 14% jákvæðra frétta. Framsóknarflokkurinn kemur þar næst á eftir með 9% neikvæðra frétta. Samfylkingin og Vinstri grænir eru svo með 7% neikvæðra frétta en stjórnarflokkarnir tveir eru með langflestar fréttir af öllum flokkum. Samfylking er með tæplega 2600 fréttir og hlutfall jákvæðra frétta er 17% og Vinstri grænir með tæplega 2200 fréttir þar sem hlutfall jákvæðra frétta er 14%. Magnús Heimisson almannatengill og stjórnmálafræðingur hjá Fjölmiðlavaktinni segir greiningu á fréttum fara eftir reglum alþjóðasamtaka greiningarfyrirtækja. „Allar fréttir sem við metum sem hafa kynningarlegt gildi fyrir viðkomandi framboð, auglýsing á stefnumálum, viðtöl við frambjóðendur og svo framvegis metum við sem jákvæða umfjöllun. Öll gagnrýni til dæmis eins og aðsendar greinar, fréttir þar sem verið er að gagnrýna stjórnmálaflokkanna metum við sem neikvæða umfjöllun og allt þar á milli er hvorki né." Samkvæmt vinnureglum Fjölmiðlavaktarinnar er frétt metin jákvæð ef hún er talin skapa jákvætt viðhorf hjá lesendum, hlustendum eða áhorfendum til viðkomandi framboðs. Frétt er metin hvorki né ef ekki eru taldar líkur á að hún auki við jákvætt eða neikvætt viðhorf í garð framboðsins. Frétt er metin neikvæð ef hún er talin líkleg til að skapa neikvætt viðhorf gagnvart viðkomandi framboði. Þá er frétt flokkuð í svokallaða jafnaða umfjöllun ef um neikvæða frétt er að ræða en fram koma skýr sjónarmið frá þeim sem um ræðir, sem dregur úr neikvæðum viðhorfum.
Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira