Eftirlitsstofnanir með síma- og netfyrirtækjum í fjársvelti Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2013 18:09 Innanríkisráðherra segir Persónuvernd ekki geta sinnt frumkvæðisskyldu sinni og síma- og netfyrirtækin verði að sýna samfélagslega ábyrgð. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að netfyrirtæki sem byggju yfir miklum persónulegum upplýsingum viðskiptavina sinna yrðu að sýna félagslega ábyrgð. En Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherra út í viðbrögð stjórnvalda vegna þess tölvuglæps sem framinn var hjá Vodafone um helgina. „Og persónulegum skilaboðum var dreift á netinu. Þúsundum persónulegra skilaboða, sum hver sem tengjast háttvirtum þingmönnum og ráðherrum. Þar er líka að finna ástarjátningar, kynlífslýsingar, hjúskaparbrot og jafnvel viðkvæmar upplýsingar frá læknastofum. Og þegar skyngst er ofan í þetta mál kemur á daginn að þetta eru gögn sem geymd hafa verið mun lengur en þá sex mánuði sem kveðið er á um í lögum,“ sagði Katrín. Þetta mál kallaði á að farið yrði yfir það með forráðamönnum Póst og fjarskiptastofnunar, símafyrirtækjunum og fleirum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem eftirlit hefði greinilega brugðist. „Þetta eftirlit. Hvar er það? Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra, hvernig er þessu eftirliti háttað? Hvernig getur svona nokkuð gerst? Eða hefur ekkert eftirlit verið með þessum fyrirtækjum? Og það kemur á daginn, að Síminn lýsir því yfir að hann hefði einnig núna farið í gagnaeyðingu þegar þetta mál kom upp,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir síma- og netfyrirtækin bera ábyrgð á að vernda viðskipta sína. Þau hafi brugðist og þúsundir manna væru nú komnar með þessi gögn frá Vodafone í hendur.Tíu þúsund jólasveinar á glugganum„Nú eru tíu þúsund jólasveinar sem guða á glugga þessa fólks og nákvæmlega ekkert sem fólk getur gert til að verja sig. Finnst ráðherra ástæða til að kanna hvort Vodafone eigi að halda starfsleyfi sínu og endurskoða vinnubrögð og fagmennsku netöryggissveitarinnar,“ sagði Birgitta. Innanríkisráðherra tók undir með þingmönnum um að málið væri alvarlegt. Ekki dygði að setjast niður og ræða verkferla. Það bæri hins vegar ekki samkvæmt lögum að geyma innihald samskipta í langan tíma heldur aðeins samskiptin sjálf. Gera þurfi úttekt á eftirlitsþættinum í þessum efnum. Eftirlitsstofnanir eins og Persónuvernd hefðu sætt miklum niðurskurði undanfarin ár. „Svo miklum að það er nú svo komið eins og ég hef áður sagt hér, að Persónuvernd getur ekki sinnt neinu sem kallast frumkvæðisskylda af hálfu þeirrar stofnunar. Hún er einfaldlega það fáliðuð af fólki að hún ræður ekki við neitt annað en bregðast við því sem henni berst,“ sagði Hanna Birna. Auka þyrfti fjármuni til stofnunarinnar. „Annað er það að auka þá samfélagslegu ábyrgð sem ég tel líka að þessi fyrirtæki verði að fara í gegnum. Því fyrst og síðast ef maður les lögin í kring um þetta og samningana sem fyrirtækin hafa, þá bera þau þá ábyrgð gagnvart viðskiptavinum sínum að svona lagað gerist ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Vodafone-innbrotið Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að netfyrirtæki sem byggju yfir miklum persónulegum upplýsingum viðskiptavina sinna yrðu að sýna félagslega ábyrgð. En Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherra út í viðbrögð stjórnvalda vegna þess tölvuglæps sem framinn var hjá Vodafone um helgina. „Og persónulegum skilaboðum var dreift á netinu. Þúsundum persónulegra skilaboða, sum hver sem tengjast háttvirtum þingmönnum og ráðherrum. Þar er líka að finna ástarjátningar, kynlífslýsingar, hjúskaparbrot og jafnvel viðkvæmar upplýsingar frá læknastofum. Og þegar skyngst er ofan í þetta mál kemur á daginn að þetta eru gögn sem geymd hafa verið mun lengur en þá sex mánuði sem kveðið er á um í lögum,“ sagði Katrín. Þetta mál kallaði á að farið yrði yfir það með forráðamönnum Póst og fjarskiptastofnunar, símafyrirtækjunum og fleirum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem eftirlit hefði greinilega brugðist. „Þetta eftirlit. Hvar er það? Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra, hvernig er þessu eftirliti háttað? Hvernig getur svona nokkuð gerst? Eða hefur ekkert eftirlit verið með þessum fyrirtækjum? Og það kemur á daginn, að Síminn lýsir því yfir að hann hefði einnig núna farið í gagnaeyðingu þegar þetta mál kom upp,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir síma- og netfyrirtækin bera ábyrgð á að vernda viðskipta sína. Þau hafi brugðist og þúsundir manna væru nú komnar með þessi gögn frá Vodafone í hendur.Tíu þúsund jólasveinar á glugganum„Nú eru tíu þúsund jólasveinar sem guða á glugga þessa fólks og nákvæmlega ekkert sem fólk getur gert til að verja sig. Finnst ráðherra ástæða til að kanna hvort Vodafone eigi að halda starfsleyfi sínu og endurskoða vinnubrögð og fagmennsku netöryggissveitarinnar,“ sagði Birgitta. Innanríkisráðherra tók undir með þingmönnum um að málið væri alvarlegt. Ekki dygði að setjast niður og ræða verkferla. Það bæri hins vegar ekki samkvæmt lögum að geyma innihald samskipta í langan tíma heldur aðeins samskiptin sjálf. Gera þurfi úttekt á eftirlitsþættinum í þessum efnum. Eftirlitsstofnanir eins og Persónuvernd hefðu sætt miklum niðurskurði undanfarin ár. „Svo miklum að það er nú svo komið eins og ég hef áður sagt hér, að Persónuvernd getur ekki sinnt neinu sem kallast frumkvæðisskylda af hálfu þeirrar stofnunar. Hún er einfaldlega það fáliðuð af fólki að hún ræður ekki við neitt annað en bregðast við því sem henni berst,“ sagði Hanna Birna. Auka þyrfti fjármuni til stofnunarinnar. „Annað er það að auka þá samfélagslegu ábyrgð sem ég tel líka að þessi fyrirtæki verði að fara í gegnum. Því fyrst og síðast ef maður les lögin í kring um þetta og samningana sem fyrirtækin hafa, þá bera þau þá ábyrgð gagnvart viðskiptavinum sínum að svona lagað gerist ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira