Segir útspil OR í ætt við pólitíska refskák Svavar Hávarðsson skrifar 12. júní 2013 07:00 Guðmundur Þóroddsson segir ekkert benda til þess að orka sé að ganga til þurrðar á Hellisheiðarsvæðinu. fréttablaðið/gva „Fyrir mér hljómar þetta allt sem pólitísk leikflétta í baráttu gegn fleiri álverum á Íslandi. Þetta lyktar allt af því að menn séu að reyna að drepa, eða seinka, Hverahlíðarvirkjun. Það er þáttur í baráttu gegn alþjóðafyrirtækjum á heimsvísu, sem mér þykir öll umhverfisumræða hér lituð af. Reynt er að stilla málum þannig upp að álver séu af hinu illa,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Geothermal og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR hyggst tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð með gufulögn til að tryggja full afköst. Verði þessi leið farin setur það spurningarmerki við uppbyggingu virkjunar í Hverahlíð. Orka þaðan er ætluð álveri Norðuráls í Helguvík. Guðmundur segir þessa framsetningu OR ekki standast skoðun og staðan á Hellisheiði sé máluð of svörtum litum. Ekkert hafi breyst, en aldrei hafi verið farið í að bora viðhaldsholur á móti minnkandi þrýstingi eins og alltaf stóð til. „Þetta á við um allar jarðhitavirkjanir,“ segir Guðmundur og bendir á að hægt sé að koma fyrir a.m.k. níu til tíu viðhaldsholum á besta svæðinu við Hellisheiðarvirkjun. Það myndi duga til að viðhalda þrýstingi í jafn mörg ár miðað við 2,3% samdrátt eins og nú er [6 megavött]. „Að segjast eiga blásandi holur í Hverahlíð, og að skynsamlegra sé að nota þær en að fjárfesta í nýjum holum er eitt. Eins að rekstrarlega hagkvæmara sé að hafa virkjunina við hliðina á Hellisheiðarvirkjun, en það er allt önnur umræða en að ekki sé til næg orka.“ Guðmundur segist engin gögn hafa séð sem benda til þess að svæðið sé að dala hraðar en reiknað var með og að enginn hafi haldið því fram að orka sé að ganga til þurrðar á Hellisheiðarsvæðinu. „Svo er það dapurlegt að með þessu gáleysistali setja menn útflutning jarðhitaþekkingar, sem skilar milljörðum á ári til þjóðarbúsins, í hættu. Allt svona er dregið fram af samkeppnisaðilum okkar erlendis. Það verða menn að athuga.“Umhverfisumræða á Íslandi á villigötumGuðmundur segir að umhverfisumræða á Íslandi sé á villigötum. Umhverfisumræðan eigi að snúast um uppblástur, sorpmál, fráveitu og hvernig bílaflotinn sé samsettur, og það í þessari röð eftir mikilvægi. „En að vistvæn orkuframleiðsla, sem aðrar þjóðir öfunda okkur af, sé aðal umhverfismálið á Íslandi er fáránlegt. Í samhengi við umræðu um loftslagsmál í heiminum þá er það ekki gott að koma óorði á jarðvarmavirkjanir, af því mönnum er illa við álver. Jarðhitinn er nú einu sinni ein af fáum raunhæfum lausnum við loftslagsvanda heimsins,“ segir Guðmundur.Hraðinn við Hellisheiði óheppilegurSveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, segir að jarðvarmavirkjanir þurfi að byggja upp í áföngum. Óheppilegt hafi verið að byggja jafn stóra einingu og Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. „Á jarðhitavirkjanirnar er ekki að treysta nema að þeim sé gefinn tími til að byggja þær upp í áföngum svo menn skilji hvað þær þola,“ segir Sveinbjörn og telur að hver áfangi ætti að vera um 50 megavött. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
„Fyrir mér hljómar þetta allt sem pólitísk leikflétta í baráttu gegn fleiri álverum á Íslandi. Þetta lyktar allt af því að menn séu að reyna að drepa, eða seinka, Hverahlíðarvirkjun. Það er þáttur í baráttu gegn alþjóðafyrirtækjum á heimsvísu, sem mér þykir öll umhverfisumræða hér lituð af. Reynt er að stilla málum þannig upp að álver séu af hinu illa,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Geothermal og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR hyggst tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð með gufulögn til að tryggja full afköst. Verði þessi leið farin setur það spurningarmerki við uppbyggingu virkjunar í Hverahlíð. Orka þaðan er ætluð álveri Norðuráls í Helguvík. Guðmundur segir þessa framsetningu OR ekki standast skoðun og staðan á Hellisheiði sé máluð of svörtum litum. Ekkert hafi breyst, en aldrei hafi verið farið í að bora viðhaldsholur á móti minnkandi þrýstingi eins og alltaf stóð til. „Þetta á við um allar jarðhitavirkjanir,“ segir Guðmundur og bendir á að hægt sé að koma fyrir a.m.k. níu til tíu viðhaldsholum á besta svæðinu við Hellisheiðarvirkjun. Það myndi duga til að viðhalda þrýstingi í jafn mörg ár miðað við 2,3% samdrátt eins og nú er [6 megavött]. „Að segjast eiga blásandi holur í Hverahlíð, og að skynsamlegra sé að nota þær en að fjárfesta í nýjum holum er eitt. Eins að rekstrarlega hagkvæmara sé að hafa virkjunina við hliðina á Hellisheiðarvirkjun, en það er allt önnur umræða en að ekki sé til næg orka.“ Guðmundur segist engin gögn hafa séð sem benda til þess að svæðið sé að dala hraðar en reiknað var með og að enginn hafi haldið því fram að orka sé að ganga til þurrðar á Hellisheiðarsvæðinu. „Svo er það dapurlegt að með þessu gáleysistali setja menn útflutning jarðhitaþekkingar, sem skilar milljörðum á ári til þjóðarbúsins, í hættu. Allt svona er dregið fram af samkeppnisaðilum okkar erlendis. Það verða menn að athuga.“Umhverfisumræða á Íslandi á villigötumGuðmundur segir að umhverfisumræða á Íslandi sé á villigötum. Umhverfisumræðan eigi að snúast um uppblástur, sorpmál, fráveitu og hvernig bílaflotinn sé samsettur, og það í þessari röð eftir mikilvægi. „En að vistvæn orkuframleiðsla, sem aðrar þjóðir öfunda okkur af, sé aðal umhverfismálið á Íslandi er fáránlegt. Í samhengi við umræðu um loftslagsmál í heiminum þá er það ekki gott að koma óorði á jarðvarmavirkjanir, af því mönnum er illa við álver. Jarðhitinn er nú einu sinni ein af fáum raunhæfum lausnum við loftslagsvanda heimsins,“ segir Guðmundur.Hraðinn við Hellisheiði óheppilegurSveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, segir að jarðvarmavirkjanir þurfi að byggja upp í áföngum. Óheppilegt hafi verið að byggja jafn stóra einingu og Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. „Á jarðhitavirkjanirnar er ekki að treysta nema að þeim sé gefinn tími til að byggja þær upp í áföngum svo menn skilji hvað þær þola,“ segir Sveinbjörn og telur að hver áfangi ætti að vera um 50 megavött.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira