Segir útspil OR í ætt við pólitíska refskák Svavar Hávarðsson skrifar 12. júní 2013 07:00 Guðmundur Þóroddsson segir ekkert benda til þess að orka sé að ganga til þurrðar á Hellisheiðarsvæðinu. fréttablaðið/gva „Fyrir mér hljómar þetta allt sem pólitísk leikflétta í baráttu gegn fleiri álverum á Íslandi. Þetta lyktar allt af því að menn séu að reyna að drepa, eða seinka, Hverahlíðarvirkjun. Það er þáttur í baráttu gegn alþjóðafyrirtækjum á heimsvísu, sem mér þykir öll umhverfisumræða hér lituð af. Reynt er að stilla málum þannig upp að álver séu af hinu illa,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Geothermal og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR hyggst tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð með gufulögn til að tryggja full afköst. Verði þessi leið farin setur það spurningarmerki við uppbyggingu virkjunar í Hverahlíð. Orka þaðan er ætluð álveri Norðuráls í Helguvík. Guðmundur segir þessa framsetningu OR ekki standast skoðun og staðan á Hellisheiði sé máluð of svörtum litum. Ekkert hafi breyst, en aldrei hafi verið farið í að bora viðhaldsholur á móti minnkandi þrýstingi eins og alltaf stóð til. „Þetta á við um allar jarðhitavirkjanir,“ segir Guðmundur og bendir á að hægt sé að koma fyrir a.m.k. níu til tíu viðhaldsholum á besta svæðinu við Hellisheiðarvirkjun. Það myndi duga til að viðhalda þrýstingi í jafn mörg ár miðað við 2,3% samdrátt eins og nú er [6 megavött]. „Að segjast eiga blásandi holur í Hverahlíð, og að skynsamlegra sé að nota þær en að fjárfesta í nýjum holum er eitt. Eins að rekstrarlega hagkvæmara sé að hafa virkjunina við hliðina á Hellisheiðarvirkjun, en það er allt önnur umræða en að ekki sé til næg orka.“ Guðmundur segist engin gögn hafa séð sem benda til þess að svæðið sé að dala hraðar en reiknað var með og að enginn hafi haldið því fram að orka sé að ganga til þurrðar á Hellisheiðarsvæðinu. „Svo er það dapurlegt að með þessu gáleysistali setja menn útflutning jarðhitaþekkingar, sem skilar milljörðum á ári til þjóðarbúsins, í hættu. Allt svona er dregið fram af samkeppnisaðilum okkar erlendis. Það verða menn að athuga.“Umhverfisumræða á Íslandi á villigötumGuðmundur segir að umhverfisumræða á Íslandi sé á villigötum. Umhverfisumræðan eigi að snúast um uppblástur, sorpmál, fráveitu og hvernig bílaflotinn sé samsettur, og það í þessari röð eftir mikilvægi. „En að vistvæn orkuframleiðsla, sem aðrar þjóðir öfunda okkur af, sé aðal umhverfismálið á Íslandi er fáránlegt. Í samhengi við umræðu um loftslagsmál í heiminum þá er það ekki gott að koma óorði á jarðvarmavirkjanir, af því mönnum er illa við álver. Jarðhitinn er nú einu sinni ein af fáum raunhæfum lausnum við loftslagsvanda heimsins,“ segir Guðmundur.Hraðinn við Hellisheiði óheppilegurSveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, segir að jarðvarmavirkjanir þurfi að byggja upp í áföngum. Óheppilegt hafi verið að byggja jafn stóra einingu og Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. „Á jarðhitavirkjanirnar er ekki að treysta nema að þeim sé gefinn tími til að byggja þær upp í áföngum svo menn skilji hvað þær þola,“ segir Sveinbjörn og telur að hver áfangi ætti að vera um 50 megavött. Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Dónatal í desember Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
„Fyrir mér hljómar þetta allt sem pólitísk leikflétta í baráttu gegn fleiri álverum á Íslandi. Þetta lyktar allt af því að menn séu að reyna að drepa, eða seinka, Hverahlíðarvirkjun. Það er þáttur í baráttu gegn alþjóðafyrirtækjum á heimsvísu, sem mér þykir öll umhverfisumræða hér lituð af. Reynt er að stilla málum þannig upp að álver séu af hinu illa,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Geothermal og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR hyggst tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð með gufulögn til að tryggja full afköst. Verði þessi leið farin setur það spurningarmerki við uppbyggingu virkjunar í Hverahlíð. Orka þaðan er ætluð álveri Norðuráls í Helguvík. Guðmundur segir þessa framsetningu OR ekki standast skoðun og staðan á Hellisheiði sé máluð of svörtum litum. Ekkert hafi breyst, en aldrei hafi verið farið í að bora viðhaldsholur á móti minnkandi þrýstingi eins og alltaf stóð til. „Þetta á við um allar jarðhitavirkjanir,“ segir Guðmundur og bendir á að hægt sé að koma fyrir a.m.k. níu til tíu viðhaldsholum á besta svæðinu við Hellisheiðarvirkjun. Það myndi duga til að viðhalda þrýstingi í jafn mörg ár miðað við 2,3% samdrátt eins og nú er [6 megavött]. „Að segjast eiga blásandi holur í Hverahlíð, og að skynsamlegra sé að nota þær en að fjárfesta í nýjum holum er eitt. Eins að rekstrarlega hagkvæmara sé að hafa virkjunina við hliðina á Hellisheiðarvirkjun, en það er allt önnur umræða en að ekki sé til næg orka.“ Guðmundur segist engin gögn hafa séð sem benda til þess að svæðið sé að dala hraðar en reiknað var með og að enginn hafi haldið því fram að orka sé að ganga til þurrðar á Hellisheiðarsvæðinu. „Svo er það dapurlegt að með þessu gáleysistali setja menn útflutning jarðhitaþekkingar, sem skilar milljörðum á ári til þjóðarbúsins, í hættu. Allt svona er dregið fram af samkeppnisaðilum okkar erlendis. Það verða menn að athuga.“Umhverfisumræða á Íslandi á villigötumGuðmundur segir að umhverfisumræða á Íslandi sé á villigötum. Umhverfisumræðan eigi að snúast um uppblástur, sorpmál, fráveitu og hvernig bílaflotinn sé samsettur, og það í þessari röð eftir mikilvægi. „En að vistvæn orkuframleiðsla, sem aðrar þjóðir öfunda okkur af, sé aðal umhverfismálið á Íslandi er fáránlegt. Í samhengi við umræðu um loftslagsmál í heiminum þá er það ekki gott að koma óorði á jarðvarmavirkjanir, af því mönnum er illa við álver. Jarðhitinn er nú einu sinni ein af fáum raunhæfum lausnum við loftslagsvanda heimsins,“ segir Guðmundur.Hraðinn við Hellisheiði óheppilegurSveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, segir að jarðvarmavirkjanir þurfi að byggja upp í áföngum. Óheppilegt hafi verið að byggja jafn stóra einingu og Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. „Á jarðhitavirkjanirnar er ekki að treysta nema að þeim sé gefinn tími til að byggja þær upp í áföngum svo menn skilji hvað þær þola,“ segir Sveinbjörn og telur að hver áfangi ætti að vera um 50 megavött.
Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Dónatal í desember Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira