Segir útspil OR í ætt við pólitíska refskák Svavar Hávarðsson skrifar 12. júní 2013 07:00 Guðmundur Þóroddsson segir ekkert benda til þess að orka sé að ganga til þurrðar á Hellisheiðarsvæðinu. fréttablaðið/gva „Fyrir mér hljómar þetta allt sem pólitísk leikflétta í baráttu gegn fleiri álverum á Íslandi. Þetta lyktar allt af því að menn séu að reyna að drepa, eða seinka, Hverahlíðarvirkjun. Það er þáttur í baráttu gegn alþjóðafyrirtækjum á heimsvísu, sem mér þykir öll umhverfisumræða hér lituð af. Reynt er að stilla málum þannig upp að álver séu af hinu illa,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Geothermal og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR hyggst tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð með gufulögn til að tryggja full afköst. Verði þessi leið farin setur það spurningarmerki við uppbyggingu virkjunar í Hverahlíð. Orka þaðan er ætluð álveri Norðuráls í Helguvík. Guðmundur segir þessa framsetningu OR ekki standast skoðun og staðan á Hellisheiði sé máluð of svörtum litum. Ekkert hafi breyst, en aldrei hafi verið farið í að bora viðhaldsholur á móti minnkandi þrýstingi eins og alltaf stóð til. „Þetta á við um allar jarðhitavirkjanir,“ segir Guðmundur og bendir á að hægt sé að koma fyrir a.m.k. níu til tíu viðhaldsholum á besta svæðinu við Hellisheiðarvirkjun. Það myndi duga til að viðhalda þrýstingi í jafn mörg ár miðað við 2,3% samdrátt eins og nú er [6 megavött]. „Að segjast eiga blásandi holur í Hverahlíð, og að skynsamlegra sé að nota þær en að fjárfesta í nýjum holum er eitt. Eins að rekstrarlega hagkvæmara sé að hafa virkjunina við hliðina á Hellisheiðarvirkjun, en það er allt önnur umræða en að ekki sé til næg orka.“ Guðmundur segist engin gögn hafa séð sem benda til þess að svæðið sé að dala hraðar en reiknað var með og að enginn hafi haldið því fram að orka sé að ganga til þurrðar á Hellisheiðarsvæðinu. „Svo er það dapurlegt að með þessu gáleysistali setja menn útflutning jarðhitaþekkingar, sem skilar milljörðum á ári til þjóðarbúsins, í hættu. Allt svona er dregið fram af samkeppnisaðilum okkar erlendis. Það verða menn að athuga.“Umhverfisumræða á Íslandi á villigötumGuðmundur segir að umhverfisumræða á Íslandi sé á villigötum. Umhverfisumræðan eigi að snúast um uppblástur, sorpmál, fráveitu og hvernig bílaflotinn sé samsettur, og það í þessari röð eftir mikilvægi. „En að vistvæn orkuframleiðsla, sem aðrar þjóðir öfunda okkur af, sé aðal umhverfismálið á Íslandi er fáránlegt. Í samhengi við umræðu um loftslagsmál í heiminum þá er það ekki gott að koma óorði á jarðvarmavirkjanir, af því mönnum er illa við álver. Jarðhitinn er nú einu sinni ein af fáum raunhæfum lausnum við loftslagsvanda heimsins,“ segir Guðmundur.Hraðinn við Hellisheiði óheppilegurSveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, segir að jarðvarmavirkjanir þurfi að byggja upp í áföngum. Óheppilegt hafi verið að byggja jafn stóra einingu og Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. „Á jarðhitavirkjanirnar er ekki að treysta nema að þeim sé gefinn tími til að byggja þær upp í áföngum svo menn skilji hvað þær þola,“ segir Sveinbjörn og telur að hver áfangi ætti að vera um 50 megavött. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
„Fyrir mér hljómar þetta allt sem pólitísk leikflétta í baráttu gegn fleiri álverum á Íslandi. Þetta lyktar allt af því að menn séu að reyna að drepa, eða seinka, Hverahlíðarvirkjun. Það er þáttur í baráttu gegn alþjóðafyrirtækjum á heimsvísu, sem mér þykir öll umhverfisumræða hér lituð af. Reynt er að stilla málum þannig upp að álver séu af hinu illa,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Geothermal og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR hyggst tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð með gufulögn til að tryggja full afköst. Verði þessi leið farin setur það spurningarmerki við uppbyggingu virkjunar í Hverahlíð. Orka þaðan er ætluð álveri Norðuráls í Helguvík. Guðmundur segir þessa framsetningu OR ekki standast skoðun og staðan á Hellisheiði sé máluð of svörtum litum. Ekkert hafi breyst, en aldrei hafi verið farið í að bora viðhaldsholur á móti minnkandi þrýstingi eins og alltaf stóð til. „Þetta á við um allar jarðhitavirkjanir,“ segir Guðmundur og bendir á að hægt sé að koma fyrir a.m.k. níu til tíu viðhaldsholum á besta svæðinu við Hellisheiðarvirkjun. Það myndi duga til að viðhalda þrýstingi í jafn mörg ár miðað við 2,3% samdrátt eins og nú er [6 megavött]. „Að segjast eiga blásandi holur í Hverahlíð, og að skynsamlegra sé að nota þær en að fjárfesta í nýjum holum er eitt. Eins að rekstrarlega hagkvæmara sé að hafa virkjunina við hliðina á Hellisheiðarvirkjun, en það er allt önnur umræða en að ekki sé til næg orka.“ Guðmundur segist engin gögn hafa séð sem benda til þess að svæðið sé að dala hraðar en reiknað var með og að enginn hafi haldið því fram að orka sé að ganga til þurrðar á Hellisheiðarsvæðinu. „Svo er það dapurlegt að með þessu gáleysistali setja menn útflutning jarðhitaþekkingar, sem skilar milljörðum á ári til þjóðarbúsins, í hættu. Allt svona er dregið fram af samkeppnisaðilum okkar erlendis. Það verða menn að athuga.“Umhverfisumræða á Íslandi á villigötumGuðmundur segir að umhverfisumræða á Íslandi sé á villigötum. Umhverfisumræðan eigi að snúast um uppblástur, sorpmál, fráveitu og hvernig bílaflotinn sé samsettur, og það í þessari röð eftir mikilvægi. „En að vistvæn orkuframleiðsla, sem aðrar þjóðir öfunda okkur af, sé aðal umhverfismálið á Íslandi er fáránlegt. Í samhengi við umræðu um loftslagsmál í heiminum þá er það ekki gott að koma óorði á jarðvarmavirkjanir, af því mönnum er illa við álver. Jarðhitinn er nú einu sinni ein af fáum raunhæfum lausnum við loftslagsvanda heimsins,“ segir Guðmundur.Hraðinn við Hellisheiði óheppilegurSveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, segir að jarðvarmavirkjanir þurfi að byggja upp í áföngum. Óheppilegt hafi verið að byggja jafn stóra einingu og Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. „Á jarðhitavirkjanirnar er ekki að treysta nema að þeim sé gefinn tími til að byggja þær upp í áföngum svo menn skilji hvað þær þola,“ segir Sveinbjörn og telur að hver áfangi ætti að vera um 50 megavött.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira