MR-ingar fögnuðu sigrinum vel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2013 17:12 Þorsteinn Gunnar og Grétar Guðmundur bregða á leik. „Þetta er bara sviðsett mynd. Gripurinn er þannig hannaður að það er hægt að taka hljóðnemann af," segir Þorsteinn Gunnar Jónsson úr Gettu Betur liði MR. MR-ingar unnu sigur í spurningakeppni framhaldsskólanna í átjánda skipti í gærkvöldi. Menntaskólinn í Hamrahlíð varð að játa sig sigraðan 32-27. Menntskælingar úr miðbænum fögnuðu sigrinum að vonum vel og hefur ljósmynd af Þorsteini Gunnari og liðsfélaga hans, Grétari Guðmundi, farið sem eldur í sinu um netheima í dag. Virðist sjálfur verðlaunagripurinn, Hljóðneminn margfrægi, hafa brotnað í fagnaðarlátunum og Þorsteinn í sérstaklega annarlegu ástandi. „Þetta er bara sviðsett mynd. Gripurinn er þannig hannaður að það er hægt að taka hljóðnemann af. Við ákváðum að taka mynd eins og við hefðum farið alltof harkalega í djammið í gær," segir Þorsteinn og hlær. Hann segir sérstaklega skemmtilegt að fólk hafi tjáð sig um atvikið og skammað þá fyrir hegðun sína. Þetta hafi einfaldlega verið brandari af þeirra hálfu. Fundu ekki fyrir pressunniSigurliðið í Gettu Betur árið 2013Allir liðsmenn MR-liðsins voru að keppa í Gettu Betur í fyrsta skipti. Þorsteinn og Grétar Guðmundur gegndu hlutverki liðsstjóra í fyrra en Grétar Þór Sigurðsson hafði ekki neina reynslu af keppninni. Þorsteinn segir MR-inga ekki hafa fundið fyrir mikilli pressu þótt liðið hafi átt titil að verja og hafi verið sérlega sigursælt í gegnum tíðina. „Við fundum ekki fyrir neinni svaka pressu. Einmitt af því við vorum í fyrsta skipti," segir Þorsteinn. Hann bendir á að tveir liðsmanna sigurliðs MR í fyrra hafi hætt í liðinu og því hafi komið nokkuð óvænt upp að þeir tækju sæti þeirra. Þorsteinn segist meira að segja hafa heyrt efasemdaraddir innan skólans að í ljósi aðstæðna væri jafnvel borin von að liðið kæmist í átta liða úrslitin þegar sjónvarpsútsendingar frá keppninni hefjast. Pressan hafi því líkast til verið minni en á fyrri MR lið. Þorsteinn þakkar góðum árangri þremenninganna í hraðaspurningum því að sigur hafðist á góðu liði MH. MR-ingar svöruðu 24 af 26 spurningum rétt í hraðaspurningum sem er hæsta skor í keppninni síðan árið 2006. Þorsteinn og Grétar Guðmundur eru í 6. bekk og útskrifast því í vor gangi allt samkvæmt áætlun. Grétar Þór er hins vegar í 5. bekk og gæti því skipað lið MR-inga í titilvörninni á næsta skólaári. Tengdar fréttir MR vann Gettu Betur Menntaskólinn í Reykjavík sigraði í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu Betur, í 18. skipti í kvöld eftir hörkuviðureign gegn liði Menntaskólans við Hamrahlíð. 23. mars 2013 22:44 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
„Þetta er bara sviðsett mynd. Gripurinn er þannig hannaður að það er hægt að taka hljóðnemann af," segir Þorsteinn Gunnar Jónsson úr Gettu Betur liði MR. MR-ingar unnu sigur í spurningakeppni framhaldsskólanna í átjánda skipti í gærkvöldi. Menntaskólinn í Hamrahlíð varð að játa sig sigraðan 32-27. Menntskælingar úr miðbænum fögnuðu sigrinum að vonum vel og hefur ljósmynd af Þorsteini Gunnari og liðsfélaga hans, Grétari Guðmundi, farið sem eldur í sinu um netheima í dag. Virðist sjálfur verðlaunagripurinn, Hljóðneminn margfrægi, hafa brotnað í fagnaðarlátunum og Þorsteinn í sérstaklega annarlegu ástandi. „Þetta er bara sviðsett mynd. Gripurinn er þannig hannaður að það er hægt að taka hljóðnemann af. Við ákváðum að taka mynd eins og við hefðum farið alltof harkalega í djammið í gær," segir Þorsteinn og hlær. Hann segir sérstaklega skemmtilegt að fólk hafi tjáð sig um atvikið og skammað þá fyrir hegðun sína. Þetta hafi einfaldlega verið brandari af þeirra hálfu. Fundu ekki fyrir pressunniSigurliðið í Gettu Betur árið 2013Allir liðsmenn MR-liðsins voru að keppa í Gettu Betur í fyrsta skipti. Þorsteinn og Grétar Guðmundur gegndu hlutverki liðsstjóra í fyrra en Grétar Þór Sigurðsson hafði ekki neina reynslu af keppninni. Þorsteinn segir MR-inga ekki hafa fundið fyrir mikilli pressu þótt liðið hafi átt titil að verja og hafi verið sérlega sigursælt í gegnum tíðina. „Við fundum ekki fyrir neinni svaka pressu. Einmitt af því við vorum í fyrsta skipti," segir Þorsteinn. Hann bendir á að tveir liðsmanna sigurliðs MR í fyrra hafi hætt í liðinu og því hafi komið nokkuð óvænt upp að þeir tækju sæti þeirra. Þorsteinn segist meira að segja hafa heyrt efasemdaraddir innan skólans að í ljósi aðstæðna væri jafnvel borin von að liðið kæmist í átta liða úrslitin þegar sjónvarpsútsendingar frá keppninni hefjast. Pressan hafi því líkast til verið minni en á fyrri MR lið. Þorsteinn þakkar góðum árangri þremenninganna í hraðaspurningum því að sigur hafðist á góðu liði MH. MR-ingar svöruðu 24 af 26 spurningum rétt í hraðaspurningum sem er hæsta skor í keppninni síðan árið 2006. Þorsteinn og Grétar Guðmundur eru í 6. bekk og útskrifast því í vor gangi allt samkvæmt áætlun. Grétar Þór er hins vegar í 5. bekk og gæti því skipað lið MR-inga í titilvörninni á næsta skólaári.
Tengdar fréttir MR vann Gettu Betur Menntaskólinn í Reykjavík sigraði í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu Betur, í 18. skipti í kvöld eftir hörkuviðureign gegn liði Menntaskólans við Hamrahlíð. 23. mars 2013 22:44 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
MR vann Gettu Betur Menntaskólinn í Reykjavík sigraði í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu Betur, í 18. skipti í kvöld eftir hörkuviðureign gegn liði Menntaskólans við Hamrahlíð. 23. mars 2013 22:44