MR-ingar fögnuðu sigrinum vel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2013 17:12 Þorsteinn Gunnar og Grétar Guðmundur bregða á leik. „Þetta er bara sviðsett mynd. Gripurinn er þannig hannaður að það er hægt að taka hljóðnemann af," segir Þorsteinn Gunnar Jónsson úr Gettu Betur liði MR. MR-ingar unnu sigur í spurningakeppni framhaldsskólanna í átjánda skipti í gærkvöldi. Menntaskólinn í Hamrahlíð varð að játa sig sigraðan 32-27. Menntskælingar úr miðbænum fögnuðu sigrinum að vonum vel og hefur ljósmynd af Þorsteini Gunnari og liðsfélaga hans, Grétari Guðmundi, farið sem eldur í sinu um netheima í dag. Virðist sjálfur verðlaunagripurinn, Hljóðneminn margfrægi, hafa brotnað í fagnaðarlátunum og Þorsteinn í sérstaklega annarlegu ástandi. „Þetta er bara sviðsett mynd. Gripurinn er þannig hannaður að það er hægt að taka hljóðnemann af. Við ákváðum að taka mynd eins og við hefðum farið alltof harkalega í djammið í gær," segir Þorsteinn og hlær. Hann segir sérstaklega skemmtilegt að fólk hafi tjáð sig um atvikið og skammað þá fyrir hegðun sína. Þetta hafi einfaldlega verið brandari af þeirra hálfu. Fundu ekki fyrir pressunniSigurliðið í Gettu Betur árið 2013Allir liðsmenn MR-liðsins voru að keppa í Gettu Betur í fyrsta skipti. Þorsteinn og Grétar Guðmundur gegndu hlutverki liðsstjóra í fyrra en Grétar Þór Sigurðsson hafði ekki neina reynslu af keppninni. Þorsteinn segir MR-inga ekki hafa fundið fyrir mikilli pressu þótt liðið hafi átt titil að verja og hafi verið sérlega sigursælt í gegnum tíðina. „Við fundum ekki fyrir neinni svaka pressu. Einmitt af því við vorum í fyrsta skipti," segir Þorsteinn. Hann bendir á að tveir liðsmanna sigurliðs MR í fyrra hafi hætt í liðinu og því hafi komið nokkuð óvænt upp að þeir tækju sæti þeirra. Þorsteinn segist meira að segja hafa heyrt efasemdaraddir innan skólans að í ljósi aðstæðna væri jafnvel borin von að liðið kæmist í átta liða úrslitin þegar sjónvarpsútsendingar frá keppninni hefjast. Pressan hafi því líkast til verið minni en á fyrri MR lið. Þorsteinn þakkar góðum árangri þremenninganna í hraðaspurningum því að sigur hafðist á góðu liði MH. MR-ingar svöruðu 24 af 26 spurningum rétt í hraðaspurningum sem er hæsta skor í keppninni síðan árið 2006. Þorsteinn og Grétar Guðmundur eru í 6. bekk og útskrifast því í vor gangi allt samkvæmt áætlun. Grétar Þór er hins vegar í 5. bekk og gæti því skipað lið MR-inga í titilvörninni á næsta skólaári. Tengdar fréttir MR vann Gettu Betur Menntaskólinn í Reykjavík sigraði í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu Betur, í 18. skipti í kvöld eftir hörkuviðureign gegn liði Menntaskólans við Hamrahlíð. 23. mars 2013 22:44 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
„Þetta er bara sviðsett mynd. Gripurinn er þannig hannaður að það er hægt að taka hljóðnemann af," segir Þorsteinn Gunnar Jónsson úr Gettu Betur liði MR. MR-ingar unnu sigur í spurningakeppni framhaldsskólanna í átjánda skipti í gærkvöldi. Menntaskólinn í Hamrahlíð varð að játa sig sigraðan 32-27. Menntskælingar úr miðbænum fögnuðu sigrinum að vonum vel og hefur ljósmynd af Þorsteini Gunnari og liðsfélaga hans, Grétari Guðmundi, farið sem eldur í sinu um netheima í dag. Virðist sjálfur verðlaunagripurinn, Hljóðneminn margfrægi, hafa brotnað í fagnaðarlátunum og Þorsteinn í sérstaklega annarlegu ástandi. „Þetta er bara sviðsett mynd. Gripurinn er þannig hannaður að það er hægt að taka hljóðnemann af. Við ákváðum að taka mynd eins og við hefðum farið alltof harkalega í djammið í gær," segir Þorsteinn og hlær. Hann segir sérstaklega skemmtilegt að fólk hafi tjáð sig um atvikið og skammað þá fyrir hegðun sína. Þetta hafi einfaldlega verið brandari af þeirra hálfu. Fundu ekki fyrir pressunniSigurliðið í Gettu Betur árið 2013Allir liðsmenn MR-liðsins voru að keppa í Gettu Betur í fyrsta skipti. Þorsteinn og Grétar Guðmundur gegndu hlutverki liðsstjóra í fyrra en Grétar Þór Sigurðsson hafði ekki neina reynslu af keppninni. Þorsteinn segir MR-inga ekki hafa fundið fyrir mikilli pressu þótt liðið hafi átt titil að verja og hafi verið sérlega sigursælt í gegnum tíðina. „Við fundum ekki fyrir neinni svaka pressu. Einmitt af því við vorum í fyrsta skipti," segir Þorsteinn. Hann bendir á að tveir liðsmanna sigurliðs MR í fyrra hafi hætt í liðinu og því hafi komið nokkuð óvænt upp að þeir tækju sæti þeirra. Þorsteinn segist meira að segja hafa heyrt efasemdaraddir innan skólans að í ljósi aðstæðna væri jafnvel borin von að liðið kæmist í átta liða úrslitin þegar sjónvarpsútsendingar frá keppninni hefjast. Pressan hafi því líkast til verið minni en á fyrri MR lið. Þorsteinn þakkar góðum árangri þremenninganna í hraðaspurningum því að sigur hafðist á góðu liði MH. MR-ingar svöruðu 24 af 26 spurningum rétt í hraðaspurningum sem er hæsta skor í keppninni síðan árið 2006. Þorsteinn og Grétar Guðmundur eru í 6. bekk og útskrifast því í vor gangi allt samkvæmt áætlun. Grétar Þór er hins vegar í 5. bekk og gæti því skipað lið MR-inga í titilvörninni á næsta skólaári.
Tengdar fréttir MR vann Gettu Betur Menntaskólinn í Reykjavík sigraði í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu Betur, í 18. skipti í kvöld eftir hörkuviðureign gegn liði Menntaskólans við Hamrahlíð. 23. mars 2013 22:44 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
MR vann Gettu Betur Menntaskólinn í Reykjavík sigraði í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu Betur, í 18. skipti í kvöld eftir hörkuviðureign gegn liði Menntaskólans við Hamrahlíð. 23. mars 2013 22:44