Breytir frumrauninni í kvikmyndahandrit Sara McMahon skrifar 7. mars 2013 06:00 Leikhúsið heillar Ragnar Bragason vinnur að því að breyta leikverki sínu, Gullregni, í kvikmyndahandrit. fréttablaðið/Anton "Ég er byrjaður að leggja drög að handritinu og ef allt gengur að óskum gæti ég byrjað að taka myndina upp á næsta ári," segir Ragnar Bragason, leikstjóri, sem er í óða önn að breyta leikverkinu Gullregn í kvikmyndahandrit. Verkið er frumraun Ragnars á sviði leiklistar og var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í nóvember í fyrra. Gullregn segir frá Indíönu sem býr í blokk í Fellahverfinu og er umkringd fólki sem hún fyrirlítur. Meðal leikenda eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir. Aðspurður segir Ragnar að það þurfi að huga að ýmsu þegar breyta á leikriti í kvikmyndahandrit. "Fyrst þarf að yfirstíga virðinguna fyrir frumverkinu og þegar maður skrifaði frumverkið sjálfur, þá eru tilfinningarnar djúpstæðari. Þegar Gullregn varð til sem leikverk var ég alltaf með radarinn úti og spáði í það hvernig ég gæti mögulega gert verkið að kvikmynd. Ég hripaði hugmyndirnar niður á sínum tíma og gat því gengið að þeim núna." Hann segist vilja fá sama leikarahópinn til að endurtaka hlutverk sín í kvikmyndinni. "Ég hef leyft leikurunum að fylgjast með gangi mála og það ríkir mikil spenningur fyrir verkefninu." Ragnar viðurkennir að þær góðu móttökur sem Gullregn hefur fengið hafi ýtt enn frekar undir þá löngun hans til að vinna meira við leikhús. "Mér finnst ágætt að blanda þessu tvennu saman. Smjörþefurinn sem ég fékk við gerð Gullregns hefur bara æst í manni hungrið," segir leikstjórinn að lokum. Menning Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Ég er byrjaður að leggja drög að handritinu og ef allt gengur að óskum gæti ég byrjað að taka myndina upp á næsta ári," segir Ragnar Bragason, leikstjóri, sem er í óða önn að breyta leikverkinu Gullregn í kvikmyndahandrit. Verkið er frumraun Ragnars á sviði leiklistar og var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í nóvember í fyrra. Gullregn segir frá Indíönu sem býr í blokk í Fellahverfinu og er umkringd fólki sem hún fyrirlítur. Meðal leikenda eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir. Aðspurður segir Ragnar að það þurfi að huga að ýmsu þegar breyta á leikriti í kvikmyndahandrit. "Fyrst þarf að yfirstíga virðinguna fyrir frumverkinu og þegar maður skrifaði frumverkið sjálfur, þá eru tilfinningarnar djúpstæðari. Þegar Gullregn varð til sem leikverk var ég alltaf með radarinn úti og spáði í það hvernig ég gæti mögulega gert verkið að kvikmynd. Ég hripaði hugmyndirnar niður á sínum tíma og gat því gengið að þeim núna." Hann segist vilja fá sama leikarahópinn til að endurtaka hlutverk sín í kvikmyndinni. "Ég hef leyft leikurunum að fylgjast með gangi mála og það ríkir mikil spenningur fyrir verkefninu." Ragnar viðurkennir að þær góðu móttökur sem Gullregn hefur fengið hafi ýtt enn frekar undir þá löngun hans til að vinna meira við leikhús. "Mér finnst ágætt að blanda þessu tvennu saman. Smjörþefurinn sem ég fékk við gerð Gullregns hefur bara æst í manni hungrið," segir leikstjórinn að lokum.
Menning Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“