Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2013 18:51 Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. Í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn stóðu stjórnvöld ríkjanna í samvinnu við Færeysk-íslenska viðskiptaráðið fyrir ráðstefnu um aukið samstarf. Þar undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar þjóðanna viljayfirlýsingu, þar sem meðal annars er hnykkt á því að kannaðir verði kostir þess að leggja raforkusæstreng milli landanna. "Og kaupa orku frá Íslandi svo við getum rafvætt samfélagið í stað þess að nota olíu," sagði Johan Dahl, atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2. "Við notum um 250 þúsund tonn af olíu í Færeyjum,en það samsvarar um það bil 25% af útflutningsverðmætum okkar, - sem fara bara í að kaupa olíu," sagði færeyski ráðherrann. Kirkjubær er helsti sögustaður eyjanna og skipar álíka sess hjá Færeyingum eins og Þingvellir og Skálholt meðal Íslendinga. Þar notuðu þau Katrín og Steingrímur tækifærið og þökkuðu Færeyingum fyrir að hafa fyrstir þjóða boðið Íslendingum lán eftir bankahrunið 2008, og það án nokkurra skilyrða, en lánið var greitt upp fyrir síðustu jól. "Nú er það komið á hreint hverjir vinir okkar eru. Númer eitt eru það Færeyingar. Númer tvö, Pólverjar," sagði Steingrímur um leið og hann bað viðstadda að lyfta glösum og skála fyrir bestu vinum Íslendinga. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. Í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn stóðu stjórnvöld ríkjanna í samvinnu við Færeysk-íslenska viðskiptaráðið fyrir ráðstefnu um aukið samstarf. Þar undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar þjóðanna viljayfirlýsingu, þar sem meðal annars er hnykkt á því að kannaðir verði kostir þess að leggja raforkusæstreng milli landanna. "Og kaupa orku frá Íslandi svo við getum rafvætt samfélagið í stað þess að nota olíu," sagði Johan Dahl, atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2. "Við notum um 250 þúsund tonn af olíu í Færeyjum,en það samsvarar um það bil 25% af útflutningsverðmætum okkar, - sem fara bara í að kaupa olíu," sagði færeyski ráðherrann. Kirkjubær er helsti sögustaður eyjanna og skipar álíka sess hjá Færeyingum eins og Þingvellir og Skálholt meðal Íslendinga. Þar notuðu þau Katrín og Steingrímur tækifærið og þökkuðu Færeyingum fyrir að hafa fyrstir þjóða boðið Íslendingum lán eftir bankahrunið 2008, og það án nokkurra skilyrða, en lánið var greitt upp fyrir síðustu jól. "Nú er það komið á hreint hverjir vinir okkar eru. Númer eitt eru það Færeyingar. Númer tvö, Pólverjar," sagði Steingrímur um leið og hann bað viðstadda að lyfta glösum og skála fyrir bestu vinum Íslendinga.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira