Leikskóli 101 opnar ekki í dag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2013 10:19 Leikskólinn 101 og Hulda Linda Stefánsdóttir eigandi og leikskólastjóri. samsett mynd Leikskólinn 101 var ekki opnaður á ný í morgun eins og stefnt hafði verið að. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag. Leikskólanum var lokað fyrir átta dögum þegar rannsókn hófst á meintri vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum í skólanum. Þá voru tveir starfsmenn leystir tímabundið frá störfum vegna málsins. Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi og leikskólastjóri skólans, óskaði eftir samstarfi við barnaverndaryfirvöld og Reykjavíkurborg um að opna leikskólann að nýju og á fundi með foreldrum barna á leikskólanum fyrr í vikunni var tilkynnt að leikskólinn myndi opna á nýjan leik í dag. Gerð var óformleg könnun meðal þeirra foreldra sem voru á fundinum og aðeins einn rétti upp hönd þegar spurt var hversu margir myndu fara með barnið sitt aftur í leikskólann. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Hulda að hún hafi tekið ákvörðun í gær um að opna ekki skólann vegna aðstæðna og á meðan rannsókn stendur yfir. Meira vildi hún ekki tjá sig um málið. Í gær var fjallað um í fréttum að foreldrar barna á leikskólanum hafi óskað eftir skattarannsókn á leikskólanum þar sem hluti foreldra greiði leikskólagjöld inn á persónulegan reikning leikskólastjórans, þrátt fyrir að skólinn hafi sína eigin kennitölu. Ábendingin til skattrannsóknarstjóra er í skoðun. Hvorki Hulda né lögfræðingur leikskólans hafa viljað tjá sig um málið. Foreldrar barna á leikskólanum hafa beðið borgaryfirvöld um aðstoð við að finna ný daggæslupláss fyrir börnin. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna að málinu. „Foreldrar hafa fengið lista yfir dagforeldra með laus pláss þótt þeir séu ekki staðsettir í vesturbænum. Borgin er í góðu sambandi við foreldrana og það er búið að virkja alla daggæslufulltrúana á þjónustumiðstöðunum til að leita að plássum. Einnig er búið að auka heimildir ungbarnaleikskólanna til að taka inn fleiri börn. Einnig er verið að innrita börn á borgarreknu leikskólana sem eru fædd í janúar og febrúar 2012 og þá rýmkar um hjá dagforeldrum sem geta þá bætt við sig börnum,“ segir Bjarni. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag. Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Leikskólinn 101 var ekki opnaður á ný í morgun eins og stefnt hafði verið að. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag. Leikskólanum var lokað fyrir átta dögum þegar rannsókn hófst á meintri vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum í skólanum. Þá voru tveir starfsmenn leystir tímabundið frá störfum vegna málsins. Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi og leikskólastjóri skólans, óskaði eftir samstarfi við barnaverndaryfirvöld og Reykjavíkurborg um að opna leikskólann að nýju og á fundi með foreldrum barna á leikskólanum fyrr í vikunni var tilkynnt að leikskólinn myndi opna á nýjan leik í dag. Gerð var óformleg könnun meðal þeirra foreldra sem voru á fundinum og aðeins einn rétti upp hönd þegar spurt var hversu margir myndu fara með barnið sitt aftur í leikskólann. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Hulda að hún hafi tekið ákvörðun í gær um að opna ekki skólann vegna aðstæðna og á meðan rannsókn stendur yfir. Meira vildi hún ekki tjá sig um málið. Í gær var fjallað um í fréttum að foreldrar barna á leikskólanum hafi óskað eftir skattarannsókn á leikskólanum þar sem hluti foreldra greiði leikskólagjöld inn á persónulegan reikning leikskólastjórans, þrátt fyrir að skólinn hafi sína eigin kennitölu. Ábendingin til skattrannsóknarstjóra er í skoðun. Hvorki Hulda né lögfræðingur leikskólans hafa viljað tjá sig um málið. Foreldrar barna á leikskólanum hafa beðið borgaryfirvöld um aðstoð við að finna ný daggæslupláss fyrir börnin. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna að málinu. „Foreldrar hafa fengið lista yfir dagforeldra með laus pláss þótt þeir séu ekki staðsettir í vesturbænum. Borgin er í góðu sambandi við foreldrana og það er búið að virkja alla daggæslufulltrúana á þjónustumiðstöðunum til að leita að plássum. Einnig er búið að auka heimildir ungbarnaleikskólanna til að taka inn fleiri börn. Einnig er verið að innrita börn á borgarreknu leikskólana sem eru fædd í janúar og febrúar 2012 og þá rýmkar um hjá dagforeldrum sem geta þá bætt við sig börnum,“ segir Bjarni. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag.
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent