"Það er ekkert meira sem hann getur gert mér“ Kristján Hjálmarsson skrifar 29. ágúst 2013 10:05 Guðný Rós er í viðtali við Nýtt líf sem kom út í dag. „Ég er orðin ótrúlega sterk kona í dag og mig langar til að geta lagt þetta að baki mér. Það er ekkert meira sem hann getur gert mér. Hann getur ekki breytt minni upplifun á því sem gerðist,“ segir Guðný Rós Vilhjálmsdóttir, sem kærði Egil Einarsson og Guðríði Jónsdóttur unnustu hans fyrir nauðgun fyrir tveimur árum, í viðtali við Nýtt líf sem kom út í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðný Rós stígur fram og segir frá sinni upplifun á málinu. „Þó svo að þau hafi ekki verið ákærð, er það mín upplifun að þau hafi nauðgað mér. Það er enginn vafi á því í mínum huga og ég þarf að skila skömminni þangað sem hún á heima.“ Málið, sem fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun á sínum tíma, var rannsakað hjá lögreglunni og svo sent ríkissaksóknara sem fyrirskipaði ítarlegri rannsókn. Að endingu felldi saksóknari málið niður. Egill kærði Guðnýju Rós í kjölfarið fyrir rangar sakargiftir en ríkissaksóknari felldi málið niður. Guðný Rós var stödd í Afríku á þessum tíma. „Ég stóð í stiga þegar var hringt í mig frá Íslandi og mér sagt frá þessu. Ég trúði þessu ekki. Ég öskraði og öskraði og velti því fyrir mér hvort ég hefði virkilega staðið í þessu öllu til einskins. Mér fannst eins og ég hefði verið sigruð í annað sinn,“ segir Guðný Rós í viðtalinu. Í viðtalinu við Nýtt líf, sem Þóra Tómasdóttir ritstjóri blaðsins tekur, segir Guðný Rós frá því hvernig hún kynntist Agli þegar hún og vinkona hennar sóttu um í fjarþjálfun hjá honum. Nokkru seinna hafi hún og vinkona hennar farið í fyrsta sinn út að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Guðríði og þær tekið spjall saman. Guðríður hafi kysst hana og síðan boðið henni í eftirpartý. Hún hafi farið með Agli og Guðríði í leigubíl og endað heima hjá þeim. Þar hafi eitt tekið við af öðru og þegar þau hafi klætt sig úr fötunum hafi hún áttað sig á hvert stefndi. „Mér leið eins og ég væri búin að missa allt vald. Þau voru tvö og ég var ein og ég var búin að reyna að fá hana ofan af þessu. Og svo byrjaði þetta. Ég var leidd inn, hún fór með mig inn á bað og flissaði eitthvað. Hún klæddi sig úr fötunum og síðan upplifði ég að mér hafi bara verið stjórnað,“ segir Guðný Rós í viðtalinu við Nýtt líf. „Þegar atburðurinn sjálfur byrjaði fór ég að gráta. Líkaminn var löngu búinn að slökkva á sér og ég gerði allt sem mér var sagt.“ Í viðtalinu lýsir Guðný Rós mjög ítarlega hennar upplifun af málinu og hvernig henni hafi liðið þegar hún kvaddi Egil og Guðríði. Í kjölfarið hafi hún farið á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana. Guðný Rós segir í viðtalinu að það sé nánast óbærilegt að aðeins önnur hlið málsins hafi komið fram og að það „hafi margfaldað sársauka hennar að lesa rangfærslur um það sem gerðist.“ Fjölmiðlaumræðan hafi hingað til meitt hana, gert hana óörugga og hrædda. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
„Ég er orðin ótrúlega sterk kona í dag og mig langar til að geta lagt þetta að baki mér. Það er ekkert meira sem hann getur gert mér. Hann getur ekki breytt minni upplifun á því sem gerðist,“ segir Guðný Rós Vilhjálmsdóttir, sem kærði Egil Einarsson og Guðríði Jónsdóttur unnustu hans fyrir nauðgun fyrir tveimur árum, í viðtali við Nýtt líf sem kom út í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðný Rós stígur fram og segir frá sinni upplifun á málinu. „Þó svo að þau hafi ekki verið ákærð, er það mín upplifun að þau hafi nauðgað mér. Það er enginn vafi á því í mínum huga og ég þarf að skila skömminni þangað sem hún á heima.“ Málið, sem fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun á sínum tíma, var rannsakað hjá lögreglunni og svo sent ríkissaksóknara sem fyrirskipaði ítarlegri rannsókn. Að endingu felldi saksóknari málið niður. Egill kærði Guðnýju Rós í kjölfarið fyrir rangar sakargiftir en ríkissaksóknari felldi málið niður. Guðný Rós var stödd í Afríku á þessum tíma. „Ég stóð í stiga þegar var hringt í mig frá Íslandi og mér sagt frá þessu. Ég trúði þessu ekki. Ég öskraði og öskraði og velti því fyrir mér hvort ég hefði virkilega staðið í þessu öllu til einskins. Mér fannst eins og ég hefði verið sigruð í annað sinn,“ segir Guðný Rós í viðtalinu. Í viðtalinu við Nýtt líf, sem Þóra Tómasdóttir ritstjóri blaðsins tekur, segir Guðný Rós frá því hvernig hún kynntist Agli þegar hún og vinkona hennar sóttu um í fjarþjálfun hjá honum. Nokkru seinna hafi hún og vinkona hennar farið í fyrsta sinn út að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Guðríði og þær tekið spjall saman. Guðríður hafi kysst hana og síðan boðið henni í eftirpartý. Hún hafi farið með Agli og Guðríði í leigubíl og endað heima hjá þeim. Þar hafi eitt tekið við af öðru og þegar þau hafi klætt sig úr fötunum hafi hún áttað sig á hvert stefndi. „Mér leið eins og ég væri búin að missa allt vald. Þau voru tvö og ég var ein og ég var búin að reyna að fá hana ofan af þessu. Og svo byrjaði þetta. Ég var leidd inn, hún fór með mig inn á bað og flissaði eitthvað. Hún klæddi sig úr fötunum og síðan upplifði ég að mér hafi bara verið stjórnað,“ segir Guðný Rós í viðtalinu við Nýtt líf. „Þegar atburðurinn sjálfur byrjaði fór ég að gráta. Líkaminn var löngu búinn að slökkva á sér og ég gerði allt sem mér var sagt.“ Í viðtalinu lýsir Guðný Rós mjög ítarlega hennar upplifun af málinu og hvernig henni hafi liðið þegar hún kvaddi Egil og Guðríði. Í kjölfarið hafi hún farið á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana. Guðný Rós segir í viðtalinu að það sé nánast óbærilegt að aðeins önnur hlið málsins hafi komið fram og að það „hafi margfaldað sársauka hennar að lesa rangfærslur um það sem gerðist.“ Fjölmiðlaumræðan hafi hingað til meitt hana, gert hana óörugga og hrædda.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira