Karl Steinar fór til Paragvæ vegna hvarfs Friðriks María Lilja Þrastardóttir skrifar 29. desember 2013 19:01 Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum. Friðrik, sem er þrítugur Garðbæingur, hvarf sporlaust fyrripart ársins. Síðast var vitað um ferðir hans í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Paragvæ, en Friðrik hafði verið búsettur í Barcelona þar sem hann nam arkitektúr. Lögreglan lýsti fyrst eftir Friðriki í júlí. Fjölmiðlar hér á landi greindu frá því í sumar að grunur léki á að honum hefði verið ráðinn bani ytra. Sögusagnir um hvernig lát Friðriks hefði átt sér stað fóru á kreik og voru háværar og hrottafengnar. Talað var um að hvarf hans tengdist skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði anga sína á milli Íslands og Brasilíu. Friðrik var þá sagður fastur í viðjum fíknar og að dvöl hans í Suður-Ameríku tengdist einhverskonar fíkniefnamisferli. Þessa sögusagnir hafa þó aldrei fengist staðfestar og fátt virðist í raun benda til þess að þær eigi allar við rök að styðjast.Óttast að Friðrik sé fórnarlamb glæps Í ágúst síðastliðnum lýsti svo alþjóðalögreglan, Interpol eftir Friðriki að beiðni íslenskra lögregluyfirvalda. Þá hafði hann verið týndur í tæpa fimm mánuði. Í byrjun desember blés fjölskylda Friðriks til sóknar í leitinni. Stjúpmóðir hans kom fram í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC - Colour. Þar lýsti hún yfir þungum áhyggjum fjölskyldunnar af afdrifum Friðriks. Hún sagðist þá jafnframt óttast að stjúpsonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps. Hún upplýsti um að Friðrik hafi síðast látið vita af sér 31. mars, en þá hafi hann hringt af flugvelli í Brasilíu og sagst vera á leið til Paragvæ. Fjölskyldan hefur einnig komið á fót vefsíðu á spænsku með upplýsingum og myndum af Friðriki í von um að spænskumælandi netverjar sem orðið hafi einhvers áskynja, láti vita.Fréttastofa ræddi við stjúpmóður Friðriks í dag. Hún sagði fjölskylduna hafa tekið ákvörðun um að tjá sig ekki við fjölmiðla um málið á meðan svo lítið væri vitað.Litlar upplýsingar að fá í Paragvæ Móðir Friðriks tjáði okkur að þó að vefsíðan hefði vakið gríðarleg viðbrögð og hundruð ábendinga hefðu borist væri ekkert sem leiddi fjölskyldu og lögreglu á slóð hans. Hún sagði jafnframt að jólin hefðu verið fjölskyldunni þungbær þau væru þó jákvæð héldu fast í vonina um að finna Friðrik sem skæri sig úr fjöldanum í Paragvæ með sitt norræna útlit. Í sumar fór svo Karl Steinar til Paragvæ til að afla upllýsinga. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að íslenska lögreglan hefði lagt sig alla fram við að fá upplýsingar um málið en horfðu þess í stað fram á afar óvenjulega stöðu hvað samvinnu varðar og að Paragvæ skæri sig þar úr öðrum löndum Suður-Ameríku. Litlar upplýsingar hefðu fengist í þeirri ferð. Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum. Friðrik, sem er þrítugur Garðbæingur, hvarf sporlaust fyrripart ársins. Síðast var vitað um ferðir hans í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Paragvæ, en Friðrik hafði verið búsettur í Barcelona þar sem hann nam arkitektúr. Lögreglan lýsti fyrst eftir Friðriki í júlí. Fjölmiðlar hér á landi greindu frá því í sumar að grunur léki á að honum hefði verið ráðinn bani ytra. Sögusagnir um hvernig lát Friðriks hefði átt sér stað fóru á kreik og voru háværar og hrottafengnar. Talað var um að hvarf hans tengdist skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði anga sína á milli Íslands og Brasilíu. Friðrik var þá sagður fastur í viðjum fíknar og að dvöl hans í Suður-Ameríku tengdist einhverskonar fíkniefnamisferli. Þessa sögusagnir hafa þó aldrei fengist staðfestar og fátt virðist í raun benda til þess að þær eigi allar við rök að styðjast.Óttast að Friðrik sé fórnarlamb glæps Í ágúst síðastliðnum lýsti svo alþjóðalögreglan, Interpol eftir Friðriki að beiðni íslenskra lögregluyfirvalda. Þá hafði hann verið týndur í tæpa fimm mánuði. Í byrjun desember blés fjölskylda Friðriks til sóknar í leitinni. Stjúpmóðir hans kom fram í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC - Colour. Þar lýsti hún yfir þungum áhyggjum fjölskyldunnar af afdrifum Friðriks. Hún sagðist þá jafnframt óttast að stjúpsonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps. Hún upplýsti um að Friðrik hafi síðast látið vita af sér 31. mars, en þá hafi hann hringt af flugvelli í Brasilíu og sagst vera á leið til Paragvæ. Fjölskyldan hefur einnig komið á fót vefsíðu á spænsku með upplýsingum og myndum af Friðriki í von um að spænskumælandi netverjar sem orðið hafi einhvers áskynja, láti vita.Fréttastofa ræddi við stjúpmóður Friðriks í dag. Hún sagði fjölskylduna hafa tekið ákvörðun um að tjá sig ekki við fjölmiðla um málið á meðan svo lítið væri vitað.Litlar upplýsingar að fá í Paragvæ Móðir Friðriks tjáði okkur að þó að vefsíðan hefði vakið gríðarleg viðbrögð og hundruð ábendinga hefðu borist væri ekkert sem leiddi fjölskyldu og lögreglu á slóð hans. Hún sagði jafnframt að jólin hefðu verið fjölskyldunni þungbær þau væru þó jákvæð héldu fast í vonina um að finna Friðrik sem skæri sig úr fjöldanum í Paragvæ með sitt norræna útlit. Í sumar fór svo Karl Steinar til Paragvæ til að afla upllýsinga. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að íslenska lögreglan hefði lagt sig alla fram við að fá upplýsingar um málið en horfðu þess í stað fram á afar óvenjulega stöðu hvað samvinnu varðar og að Paragvæ skæri sig þar úr öðrum löndum Suður-Ameríku. Litlar upplýsingar hefðu fengist í þeirri ferð.
Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira