Karl Steinar fór til Paragvæ vegna hvarfs Friðriks María Lilja Þrastardóttir skrifar 29. desember 2013 19:01 Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum. Friðrik, sem er þrítugur Garðbæingur, hvarf sporlaust fyrripart ársins. Síðast var vitað um ferðir hans í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Paragvæ, en Friðrik hafði verið búsettur í Barcelona þar sem hann nam arkitektúr. Lögreglan lýsti fyrst eftir Friðriki í júlí. Fjölmiðlar hér á landi greindu frá því í sumar að grunur léki á að honum hefði verið ráðinn bani ytra. Sögusagnir um hvernig lát Friðriks hefði átt sér stað fóru á kreik og voru háværar og hrottafengnar. Talað var um að hvarf hans tengdist skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði anga sína á milli Íslands og Brasilíu. Friðrik var þá sagður fastur í viðjum fíknar og að dvöl hans í Suður-Ameríku tengdist einhverskonar fíkniefnamisferli. Þessa sögusagnir hafa þó aldrei fengist staðfestar og fátt virðist í raun benda til þess að þær eigi allar við rök að styðjast.Óttast að Friðrik sé fórnarlamb glæps Í ágúst síðastliðnum lýsti svo alþjóðalögreglan, Interpol eftir Friðriki að beiðni íslenskra lögregluyfirvalda. Þá hafði hann verið týndur í tæpa fimm mánuði. Í byrjun desember blés fjölskylda Friðriks til sóknar í leitinni. Stjúpmóðir hans kom fram í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC - Colour. Þar lýsti hún yfir þungum áhyggjum fjölskyldunnar af afdrifum Friðriks. Hún sagðist þá jafnframt óttast að stjúpsonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps. Hún upplýsti um að Friðrik hafi síðast látið vita af sér 31. mars, en þá hafi hann hringt af flugvelli í Brasilíu og sagst vera á leið til Paragvæ. Fjölskyldan hefur einnig komið á fót vefsíðu á spænsku með upplýsingum og myndum af Friðriki í von um að spænskumælandi netverjar sem orðið hafi einhvers áskynja, láti vita.Fréttastofa ræddi við stjúpmóður Friðriks í dag. Hún sagði fjölskylduna hafa tekið ákvörðun um að tjá sig ekki við fjölmiðla um málið á meðan svo lítið væri vitað.Litlar upplýsingar að fá í Paragvæ Móðir Friðriks tjáði okkur að þó að vefsíðan hefði vakið gríðarleg viðbrögð og hundruð ábendinga hefðu borist væri ekkert sem leiddi fjölskyldu og lögreglu á slóð hans. Hún sagði jafnframt að jólin hefðu verið fjölskyldunni þungbær þau væru þó jákvæð héldu fast í vonina um að finna Friðrik sem skæri sig úr fjöldanum í Paragvæ með sitt norræna útlit. Í sumar fór svo Karl Steinar til Paragvæ til að afla upllýsinga. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að íslenska lögreglan hefði lagt sig alla fram við að fá upplýsingar um málið en horfðu þess í stað fram á afar óvenjulega stöðu hvað samvinnu varðar og að Paragvæ skæri sig þar úr öðrum löndum Suður-Ameríku. Litlar upplýsingar hefðu fengist í þeirri ferð. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum. Friðrik, sem er þrítugur Garðbæingur, hvarf sporlaust fyrripart ársins. Síðast var vitað um ferðir hans í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Paragvæ, en Friðrik hafði verið búsettur í Barcelona þar sem hann nam arkitektúr. Lögreglan lýsti fyrst eftir Friðriki í júlí. Fjölmiðlar hér á landi greindu frá því í sumar að grunur léki á að honum hefði verið ráðinn bani ytra. Sögusagnir um hvernig lát Friðriks hefði átt sér stað fóru á kreik og voru háværar og hrottafengnar. Talað var um að hvarf hans tengdist skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði anga sína á milli Íslands og Brasilíu. Friðrik var þá sagður fastur í viðjum fíknar og að dvöl hans í Suður-Ameríku tengdist einhverskonar fíkniefnamisferli. Þessa sögusagnir hafa þó aldrei fengist staðfestar og fátt virðist í raun benda til þess að þær eigi allar við rök að styðjast.Óttast að Friðrik sé fórnarlamb glæps Í ágúst síðastliðnum lýsti svo alþjóðalögreglan, Interpol eftir Friðriki að beiðni íslenskra lögregluyfirvalda. Þá hafði hann verið týndur í tæpa fimm mánuði. Í byrjun desember blés fjölskylda Friðriks til sóknar í leitinni. Stjúpmóðir hans kom fram í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC - Colour. Þar lýsti hún yfir þungum áhyggjum fjölskyldunnar af afdrifum Friðriks. Hún sagðist þá jafnframt óttast að stjúpsonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps. Hún upplýsti um að Friðrik hafi síðast látið vita af sér 31. mars, en þá hafi hann hringt af flugvelli í Brasilíu og sagst vera á leið til Paragvæ. Fjölskyldan hefur einnig komið á fót vefsíðu á spænsku með upplýsingum og myndum af Friðriki í von um að spænskumælandi netverjar sem orðið hafi einhvers áskynja, láti vita.Fréttastofa ræddi við stjúpmóður Friðriks í dag. Hún sagði fjölskylduna hafa tekið ákvörðun um að tjá sig ekki við fjölmiðla um málið á meðan svo lítið væri vitað.Litlar upplýsingar að fá í Paragvæ Móðir Friðriks tjáði okkur að þó að vefsíðan hefði vakið gríðarleg viðbrögð og hundruð ábendinga hefðu borist væri ekkert sem leiddi fjölskyldu og lögreglu á slóð hans. Hún sagði jafnframt að jólin hefðu verið fjölskyldunni þungbær þau væru þó jákvæð héldu fast í vonina um að finna Friðrik sem skæri sig úr fjöldanum í Paragvæ með sitt norræna útlit. Í sumar fór svo Karl Steinar til Paragvæ til að afla upllýsinga. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að íslenska lögreglan hefði lagt sig alla fram við að fá upplýsingar um málið en horfðu þess í stað fram á afar óvenjulega stöðu hvað samvinnu varðar og að Paragvæ skæri sig þar úr öðrum löndum Suður-Ameríku. Litlar upplýsingar hefðu fengist í þeirri ferð.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira