Kynferðisbrotið á Ísafirði: "Erfitt að hugsa til þess að svona menn gangi lausir" Hrund Þórsdóttir skrifar 15. desember 2013 20:00 Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm mönnum sem handteknir voru á Ísafirði í gærmorgun, grunaðir um kynferðisbrot gagnvart ungri stúlku í bænum. Þeir ganga því lausir. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum enda getur lögreglan aðeins haldið fólki í sólarhring án gæsluvarðhaldskröfu. Mennirnir ganga því lausir en tveir hafa ennþá réttarstöðu sakborninga og hafa verið úrskurðaðir í farbann til sautjánda febrúar. Ung kona var flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eftir að tilkynnt var um brotið en var útskrifuð þaðan í gær. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stúlkan íslensk og um tvítugt. Lögreglan verst allra frétta og mjög erfitt hefur verið að nálgast upplýsingar um málið, en eftir því sem við komumst næst voru mennirnir stöðvaðir í miðjum klíðum við brot sitt þegar vinkona konunnar kom á vettvang. Harpa Oddbjörnsdóttir, starfskona Sólstafa, sem eru eins konar systursamtök Stígamóta á Ísafirði, segir árásina mikið áfall. „Þetta er rosalegt brot, eins og öll brot en þetta er áfall, fólk er í áfalli hérna,“ segir Harpa. Hún segir tíðindi dagsins setja óhug að bæjarbúum. „Það er náttúrlega alltaf erfitt að hugsa til þess að svona menn gangi lausir. Ég veit að tveir þeirra hafa verið settir í farbann en þeir eru allir lausir úr gæsluvarðhaldi og það er auðvitað óþægileg tilhugsun að vita af þeim hérna í bænum.“ Hún segir hug bæjarbúa hjá konunni sem brotið hafi verið gegn. Hún veit ekki til þess að haft hafi verið samband við Sólstafi vegna málsins. „En ég vona að það komist til hennar einhvern veginn að ég held að allir bæjarbúar séu að hugsa til hennar. Að það sé fólk sem standi á bakvið hana.“ Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm mönnum sem handteknir voru á Ísafirði í gærmorgun, grunaðir um kynferðisbrot gagnvart ungri stúlku í bænum. Þeir ganga því lausir. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum enda getur lögreglan aðeins haldið fólki í sólarhring án gæsluvarðhaldskröfu. Mennirnir ganga því lausir en tveir hafa ennþá réttarstöðu sakborninga og hafa verið úrskurðaðir í farbann til sautjánda febrúar. Ung kona var flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eftir að tilkynnt var um brotið en var útskrifuð þaðan í gær. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stúlkan íslensk og um tvítugt. Lögreglan verst allra frétta og mjög erfitt hefur verið að nálgast upplýsingar um málið, en eftir því sem við komumst næst voru mennirnir stöðvaðir í miðjum klíðum við brot sitt þegar vinkona konunnar kom á vettvang. Harpa Oddbjörnsdóttir, starfskona Sólstafa, sem eru eins konar systursamtök Stígamóta á Ísafirði, segir árásina mikið áfall. „Þetta er rosalegt brot, eins og öll brot en þetta er áfall, fólk er í áfalli hérna,“ segir Harpa. Hún segir tíðindi dagsins setja óhug að bæjarbúum. „Það er náttúrlega alltaf erfitt að hugsa til þess að svona menn gangi lausir. Ég veit að tveir þeirra hafa verið settir í farbann en þeir eru allir lausir úr gæsluvarðhaldi og það er auðvitað óþægileg tilhugsun að vita af þeim hérna í bænum.“ Hún segir hug bæjarbúa hjá konunni sem brotið hafi verið gegn. Hún veit ekki til þess að haft hafi verið samband við Sólstafi vegna málsins. „En ég vona að það komist til hennar einhvern veginn að ég held að allir bæjarbúar séu að hugsa til hennar. Að það sé fólk sem standi á bakvið hana.“
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira