Kynferðisbrotið á Ísafirði: "Erfitt að hugsa til þess að svona menn gangi lausir" Hrund Þórsdóttir skrifar 15. desember 2013 20:00 Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm mönnum sem handteknir voru á Ísafirði í gærmorgun, grunaðir um kynferðisbrot gagnvart ungri stúlku í bænum. Þeir ganga því lausir. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum enda getur lögreglan aðeins haldið fólki í sólarhring án gæsluvarðhaldskröfu. Mennirnir ganga því lausir en tveir hafa ennþá réttarstöðu sakborninga og hafa verið úrskurðaðir í farbann til sautjánda febrúar. Ung kona var flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eftir að tilkynnt var um brotið en var útskrifuð þaðan í gær. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stúlkan íslensk og um tvítugt. Lögreglan verst allra frétta og mjög erfitt hefur verið að nálgast upplýsingar um málið, en eftir því sem við komumst næst voru mennirnir stöðvaðir í miðjum klíðum við brot sitt þegar vinkona konunnar kom á vettvang. Harpa Oddbjörnsdóttir, starfskona Sólstafa, sem eru eins konar systursamtök Stígamóta á Ísafirði, segir árásina mikið áfall. „Þetta er rosalegt brot, eins og öll brot en þetta er áfall, fólk er í áfalli hérna,“ segir Harpa. Hún segir tíðindi dagsins setja óhug að bæjarbúum. „Það er náttúrlega alltaf erfitt að hugsa til þess að svona menn gangi lausir. Ég veit að tveir þeirra hafa verið settir í farbann en þeir eru allir lausir úr gæsluvarðhaldi og það er auðvitað óþægileg tilhugsun að vita af þeim hérna í bænum.“ Hún segir hug bæjarbúa hjá konunni sem brotið hafi verið gegn. Hún veit ekki til þess að haft hafi verið samband við Sólstafi vegna málsins. „En ég vona að það komist til hennar einhvern veginn að ég held að allir bæjarbúar séu að hugsa til hennar. Að það sé fólk sem standi á bakvið hana.“ Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm mönnum sem handteknir voru á Ísafirði í gærmorgun, grunaðir um kynferðisbrot gagnvart ungri stúlku í bænum. Þeir ganga því lausir. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum enda getur lögreglan aðeins haldið fólki í sólarhring án gæsluvarðhaldskröfu. Mennirnir ganga því lausir en tveir hafa ennþá réttarstöðu sakborninga og hafa verið úrskurðaðir í farbann til sautjánda febrúar. Ung kona var flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eftir að tilkynnt var um brotið en var útskrifuð þaðan í gær. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stúlkan íslensk og um tvítugt. Lögreglan verst allra frétta og mjög erfitt hefur verið að nálgast upplýsingar um málið, en eftir því sem við komumst næst voru mennirnir stöðvaðir í miðjum klíðum við brot sitt þegar vinkona konunnar kom á vettvang. Harpa Oddbjörnsdóttir, starfskona Sólstafa, sem eru eins konar systursamtök Stígamóta á Ísafirði, segir árásina mikið áfall. „Þetta er rosalegt brot, eins og öll brot en þetta er áfall, fólk er í áfalli hérna,“ segir Harpa. Hún segir tíðindi dagsins setja óhug að bæjarbúum. „Það er náttúrlega alltaf erfitt að hugsa til þess að svona menn gangi lausir. Ég veit að tveir þeirra hafa verið settir í farbann en þeir eru allir lausir úr gæsluvarðhaldi og það er auðvitað óþægileg tilhugsun að vita af þeim hérna í bænum.“ Hún segir hug bæjarbúa hjá konunni sem brotið hafi verið gegn. Hún veit ekki til þess að haft hafi verið samband við Sólstafi vegna málsins. „En ég vona að það komist til hennar einhvern veginn að ég held að allir bæjarbúar séu að hugsa til hennar. Að það sé fólk sem standi á bakvið hana.“
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira