Walter Mitty ómetanleg landkynning fyrir Ísland Stefán Árni Pálsson skrifar 17. desember 2013 14:44 Frá blaðamannaferðinni á Íslandi. Myndir: Daði Guðjónsson Kvikmyndin The secret life of Walter Mitty var á dögunum forsýnd hér á landi en bandaríski leikarinn Ben Stiller, fer með aðalhlutverk í myndinni og leikstýrir henni einnig. Myndin verður frumsýnd á jóladag í Bandaríkjunum og 3. janúar hér á Íslandi. Tökur á gamanmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, fóru að stórum hluta fram á Íslandi þar á meðal í Grundafirði, á Seyðisfirði og í Stykkishólmi. Meðal leikara sem fara með hlutverk í myndinni eru Ben Stiller, Ólafur Darri, Gunnar Helgason, Sean Penn, Shirley MacLaine og Kristen Wiig. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri gamanmynd frá árinu 1947 og fjallar um draumóramanninn Mitty sem framkallar ljósmyndir fyrir tímaritið Life. Í fréttatilkynningu frá Íslandsstofu kemur fram að myndin sé ómetanleg landkynning fyrir Ísland. The secret life of Walter Mitty er jólamynd kvikmyndaversins 20 th Century Fox í ár og er því mikið lagt í markaðssetningu hennar og því gríðarlegt tækifæri í landkynningu fyrir Íslendinga. Fram kemur í fréttatilkynningu Íslandsstofu: „Íslandsstofa hefur, undir formerkjum Inspired by Iceland, unnið að því í náinni samvinnu við 20 th Century Fox og erlenda fjömiðla að kynna land og þjóð í tengslum við frumsýningu myndarinnar. Íslandsstofa átti í samstarfi við Fox Studios á forsýningu kvikmyndarinnar í París 9. desember s.l. að viðstöddum fulltrúum frá um 50 frönskum fjölmiðlum. Samhliða var efnt til spurningaleikja um Ísland í Frakklandi í samstarfi við m.a. National Géographic (vefsíða og sjónvarp), Canal+ (sjónvarp) og RTL (útvarp) þar sem ferðir til Íslands voru veittar í vinning." Íslandsstofa mun hafa skipulagt blaðamannaferð til landsliðsins þar sem áhrifamiklir fjölmiðlar frá Bandaríkjunum heimsóttu tökustaði myndarinnar og kynntu sér Ísland. Hópurinn hafi farið í liðinni viku á á Suð-Austurland en þar á meðal voru sjónvarpsstöðvarnar Fox, CBS, NBC og VH1 en Sue Warde, markaðsstjóri 20th Century Fox, var með í för og var hún yfir sig ánægð með heimsóknina. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Kvikmyndin The secret life of Walter Mitty var á dögunum forsýnd hér á landi en bandaríski leikarinn Ben Stiller, fer með aðalhlutverk í myndinni og leikstýrir henni einnig. Myndin verður frumsýnd á jóladag í Bandaríkjunum og 3. janúar hér á Íslandi. Tökur á gamanmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, fóru að stórum hluta fram á Íslandi þar á meðal í Grundafirði, á Seyðisfirði og í Stykkishólmi. Meðal leikara sem fara með hlutverk í myndinni eru Ben Stiller, Ólafur Darri, Gunnar Helgason, Sean Penn, Shirley MacLaine og Kristen Wiig. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri gamanmynd frá árinu 1947 og fjallar um draumóramanninn Mitty sem framkallar ljósmyndir fyrir tímaritið Life. Í fréttatilkynningu frá Íslandsstofu kemur fram að myndin sé ómetanleg landkynning fyrir Ísland. The secret life of Walter Mitty er jólamynd kvikmyndaversins 20 th Century Fox í ár og er því mikið lagt í markaðssetningu hennar og því gríðarlegt tækifæri í landkynningu fyrir Íslendinga. Fram kemur í fréttatilkynningu Íslandsstofu: „Íslandsstofa hefur, undir formerkjum Inspired by Iceland, unnið að því í náinni samvinnu við 20 th Century Fox og erlenda fjömiðla að kynna land og þjóð í tengslum við frumsýningu myndarinnar. Íslandsstofa átti í samstarfi við Fox Studios á forsýningu kvikmyndarinnar í París 9. desember s.l. að viðstöddum fulltrúum frá um 50 frönskum fjölmiðlum. Samhliða var efnt til spurningaleikja um Ísland í Frakklandi í samstarfi við m.a. National Géographic (vefsíða og sjónvarp), Canal+ (sjónvarp) og RTL (útvarp) þar sem ferðir til Íslands voru veittar í vinning." Íslandsstofa mun hafa skipulagt blaðamannaferð til landsliðsins þar sem áhrifamiklir fjölmiðlar frá Bandaríkjunum heimsóttu tökustaði myndarinnar og kynntu sér Ísland. Hópurinn hafi farið í liðinni viku á á Suð-Austurland en þar á meðal voru sjónvarpsstöðvarnar Fox, CBS, NBC og VH1 en Sue Warde, markaðsstjóri 20th Century Fox, var með í för og var hún yfir sig ánægð með heimsóknina.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira