Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2013 19:24 Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. Með henni styttist hringvegurinn um rúman einn kílómetra.Þrjár brýr eru yfir Jökulsá á Fjöllum; ein við Ásbyrgi, önnur við Upptyppinga, og sú þriðja, sem jafnframt er elst, frá árinu 1947, er á hringveginum við Grímsstaði, ofan Dettifoss. Þá brú stendur nú til að endurnýja. Vegagerðin segir aðkomu að henni hættulega, krappar beygjur séu að henni beggja vegna, og er aðeins leyfður 30 kílómetra aksturhraði yfir brúna. Ekki vantar að þessi 66 ára gamla hengibrú sé tignarleg með sína fimmtán metra háu turna. Hún er hins vegar einbreið og með lélegt burðarþol sem takmarkar þungaflutninga og hafa þyngstu vinnuvélar þurft að fara yfir ána á vaði.Nýja brúin á að koma um hálfum kílómetra ofar í Jökulsá.Mynd/Vegagerðin.Það er einmitt skammt frá þessu vaði sem Vegagerðin áformar nú að reisa nýju brúna, um fimmhundruð metrum sunnan við þá gömlu. Jafnframt þarf að leggja 2,6 kílómetra langa tengivegi að brúnni en með þessu fæst um 1.100 metra stytting á hringveginum.Stefnt er að því að nýja brúin verði tekin í notkun á árinu 2016.Mynd/Vegagerðin.Nýja brúin verður 230 metra löng og er áætlað að verkið kosti um einn milljarð króna, brúarsmíðin um sjöhundruð milljónir og vegalagning um 300 milljónir. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri vonast til að unnt verði að bjóða verkið út á síðari helmingi næsta árs og að framkvæmdir geti hafist fyrir lok ársins. Stefnt sé að því að meginframkvæmdatíminn verði á árunum 2015 og 2016. Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. Með henni styttist hringvegurinn um rúman einn kílómetra.Þrjár brýr eru yfir Jökulsá á Fjöllum; ein við Ásbyrgi, önnur við Upptyppinga, og sú þriðja, sem jafnframt er elst, frá árinu 1947, er á hringveginum við Grímsstaði, ofan Dettifoss. Þá brú stendur nú til að endurnýja. Vegagerðin segir aðkomu að henni hættulega, krappar beygjur séu að henni beggja vegna, og er aðeins leyfður 30 kílómetra aksturhraði yfir brúna. Ekki vantar að þessi 66 ára gamla hengibrú sé tignarleg með sína fimmtán metra háu turna. Hún er hins vegar einbreið og með lélegt burðarþol sem takmarkar þungaflutninga og hafa þyngstu vinnuvélar þurft að fara yfir ána á vaði.Nýja brúin á að koma um hálfum kílómetra ofar í Jökulsá.Mynd/Vegagerðin.Það er einmitt skammt frá þessu vaði sem Vegagerðin áformar nú að reisa nýju brúna, um fimmhundruð metrum sunnan við þá gömlu. Jafnframt þarf að leggja 2,6 kílómetra langa tengivegi að brúnni en með þessu fæst um 1.100 metra stytting á hringveginum.Stefnt er að því að nýja brúin verði tekin í notkun á árinu 2016.Mynd/Vegagerðin.Nýja brúin verður 230 metra löng og er áætlað að verkið kosti um einn milljarð króna, brúarsmíðin um sjöhundruð milljónir og vegalagning um 300 milljónir. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri vonast til að unnt verði að bjóða verkið út á síðari helmingi næsta árs og að framkvæmdir geti hafist fyrir lok ársins. Stefnt sé að því að meginframkvæmdatíminn verði á árunum 2015 og 2016.
Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira