Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2013 19:24 Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. Með henni styttist hringvegurinn um rúman einn kílómetra.Þrjár brýr eru yfir Jökulsá á Fjöllum; ein við Ásbyrgi, önnur við Upptyppinga, og sú þriðja, sem jafnframt er elst, frá árinu 1947, er á hringveginum við Grímsstaði, ofan Dettifoss. Þá brú stendur nú til að endurnýja. Vegagerðin segir aðkomu að henni hættulega, krappar beygjur séu að henni beggja vegna, og er aðeins leyfður 30 kílómetra aksturhraði yfir brúna. Ekki vantar að þessi 66 ára gamla hengibrú sé tignarleg með sína fimmtán metra háu turna. Hún er hins vegar einbreið og með lélegt burðarþol sem takmarkar þungaflutninga og hafa þyngstu vinnuvélar þurft að fara yfir ána á vaði.Nýja brúin á að koma um hálfum kílómetra ofar í Jökulsá.Mynd/Vegagerðin.Það er einmitt skammt frá þessu vaði sem Vegagerðin áformar nú að reisa nýju brúna, um fimmhundruð metrum sunnan við þá gömlu. Jafnframt þarf að leggja 2,6 kílómetra langa tengivegi að brúnni en með þessu fæst um 1.100 metra stytting á hringveginum.Stefnt er að því að nýja brúin verði tekin í notkun á árinu 2016.Mynd/Vegagerðin.Nýja brúin verður 230 metra löng og er áætlað að verkið kosti um einn milljarð króna, brúarsmíðin um sjöhundruð milljónir og vegalagning um 300 milljónir. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri vonast til að unnt verði að bjóða verkið út á síðari helmingi næsta árs og að framkvæmdir geti hafist fyrir lok ársins. Stefnt sé að því að meginframkvæmdatíminn verði á árunum 2015 og 2016. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. Með henni styttist hringvegurinn um rúman einn kílómetra.Þrjár brýr eru yfir Jökulsá á Fjöllum; ein við Ásbyrgi, önnur við Upptyppinga, og sú þriðja, sem jafnframt er elst, frá árinu 1947, er á hringveginum við Grímsstaði, ofan Dettifoss. Þá brú stendur nú til að endurnýja. Vegagerðin segir aðkomu að henni hættulega, krappar beygjur séu að henni beggja vegna, og er aðeins leyfður 30 kílómetra aksturhraði yfir brúna. Ekki vantar að þessi 66 ára gamla hengibrú sé tignarleg með sína fimmtán metra háu turna. Hún er hins vegar einbreið og með lélegt burðarþol sem takmarkar þungaflutninga og hafa þyngstu vinnuvélar þurft að fara yfir ána á vaði.Nýja brúin á að koma um hálfum kílómetra ofar í Jökulsá.Mynd/Vegagerðin.Það er einmitt skammt frá þessu vaði sem Vegagerðin áformar nú að reisa nýju brúna, um fimmhundruð metrum sunnan við þá gömlu. Jafnframt þarf að leggja 2,6 kílómetra langa tengivegi að brúnni en með þessu fæst um 1.100 metra stytting á hringveginum.Stefnt er að því að nýja brúin verði tekin í notkun á árinu 2016.Mynd/Vegagerðin.Nýja brúin verður 230 metra löng og er áætlað að verkið kosti um einn milljarð króna, brúarsmíðin um sjöhundruð milljónir og vegalagning um 300 milljónir. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri vonast til að unnt verði að bjóða verkið út á síðari helmingi næsta árs og að framkvæmdir geti hafist fyrir lok ársins. Stefnt sé að því að meginframkvæmdatíminn verði á árunum 2015 og 2016.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira