Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2013 19:24 Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. Með henni styttist hringvegurinn um rúman einn kílómetra.Þrjár brýr eru yfir Jökulsá á Fjöllum; ein við Ásbyrgi, önnur við Upptyppinga, og sú þriðja, sem jafnframt er elst, frá árinu 1947, er á hringveginum við Grímsstaði, ofan Dettifoss. Þá brú stendur nú til að endurnýja. Vegagerðin segir aðkomu að henni hættulega, krappar beygjur séu að henni beggja vegna, og er aðeins leyfður 30 kílómetra aksturhraði yfir brúna. Ekki vantar að þessi 66 ára gamla hengibrú sé tignarleg með sína fimmtán metra háu turna. Hún er hins vegar einbreið og með lélegt burðarþol sem takmarkar þungaflutninga og hafa þyngstu vinnuvélar þurft að fara yfir ána á vaði.Nýja brúin á að koma um hálfum kílómetra ofar í Jökulsá.Mynd/Vegagerðin.Það er einmitt skammt frá þessu vaði sem Vegagerðin áformar nú að reisa nýju brúna, um fimmhundruð metrum sunnan við þá gömlu. Jafnframt þarf að leggja 2,6 kílómetra langa tengivegi að brúnni en með þessu fæst um 1.100 metra stytting á hringveginum.Stefnt er að því að nýja brúin verði tekin í notkun á árinu 2016.Mynd/Vegagerðin.Nýja brúin verður 230 metra löng og er áætlað að verkið kosti um einn milljarð króna, brúarsmíðin um sjöhundruð milljónir og vegalagning um 300 milljónir. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri vonast til að unnt verði að bjóða verkið út á síðari helmingi næsta árs og að framkvæmdir geti hafist fyrir lok ársins. Stefnt sé að því að meginframkvæmdatíminn verði á árunum 2015 og 2016. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. Með henni styttist hringvegurinn um rúman einn kílómetra.Þrjár brýr eru yfir Jökulsá á Fjöllum; ein við Ásbyrgi, önnur við Upptyppinga, og sú þriðja, sem jafnframt er elst, frá árinu 1947, er á hringveginum við Grímsstaði, ofan Dettifoss. Þá brú stendur nú til að endurnýja. Vegagerðin segir aðkomu að henni hættulega, krappar beygjur séu að henni beggja vegna, og er aðeins leyfður 30 kílómetra aksturhraði yfir brúna. Ekki vantar að þessi 66 ára gamla hengibrú sé tignarleg með sína fimmtán metra háu turna. Hún er hins vegar einbreið og með lélegt burðarþol sem takmarkar þungaflutninga og hafa þyngstu vinnuvélar þurft að fara yfir ána á vaði.Nýja brúin á að koma um hálfum kílómetra ofar í Jökulsá.Mynd/Vegagerðin.Það er einmitt skammt frá þessu vaði sem Vegagerðin áformar nú að reisa nýju brúna, um fimmhundruð metrum sunnan við þá gömlu. Jafnframt þarf að leggja 2,6 kílómetra langa tengivegi að brúnni en með þessu fæst um 1.100 metra stytting á hringveginum.Stefnt er að því að nýja brúin verði tekin í notkun á árinu 2016.Mynd/Vegagerðin.Nýja brúin verður 230 metra löng og er áætlað að verkið kosti um einn milljarð króna, brúarsmíðin um sjöhundruð milljónir og vegalagning um 300 milljónir. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri vonast til að unnt verði að bjóða verkið út á síðari helmingi næsta árs og að framkvæmdir geti hafist fyrir lok ársins. Stefnt sé að því að meginframkvæmdatíminn verði á árunum 2015 og 2016.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira