Innlent

Kynning skuldaniðurfellingar í beinni á Vísi

Samúel Karl Ólason skrifar
Kynning á skýrslu og tillögum sérfræðingahóps um höfuðstólalækkun verðtryggðra húsnæðislána verður í beinni útsendingu á Vísi og á Bylgjunni klukkan fjögur í dag. Kynningin verður í Hörpu.

Eftir kvöldfréttir Stöðvar 2 verður aukaþáttur af Stóru málunum sýndur þar sem Lóa Pind Aldísardóttir ræðir við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að útfærsla tillagnanna feli í sér víðamestu efnahagsaðgerð ríkisstjórnarinnar til þessa.

Heimildir fréttastofu 365 herma að aðgerðirnar ná til um 70.000 heimila. Um 52% íslenskra heimila skulda engin húsnæðislán.

Uppfært kl.17.30

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá útsendinguna úr Hörpu í heild sinni.

Uppfært kl.19.00

Hér fyrir neðan má sjá glærukynninguna frá fundinum í Hörpu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×