Actavis tekur hóstasaft af markaði vegna misnotkunar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2013 12:15 Myndasafn af Instagram eftir leitarorðinu #actavis. Actavis vinnur um þessar mundir að því að hætta sölu á hóstasaftinni Prometh á Bandaríkjamarkaði. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi lyfjaframleiðandans, staðfesti þetta í samtali við Vísi.Harmageddon fjallaði fyrst um málið í ágúst hér á Vísi. Orðið Actavis hefur hratt orðið slangurorð yfir vímugjafa en hóstasaft fyrirtækisins er orðin vinsæll drykkur í skemmtanalífi í Bandaríkjunum. Lyfið inniheldur kódín, sem er ópíatalyf sem hefur öflug verkjastillandi áhrif og veldur syfju, sljóleika og sælutilfinningu. Ef leitarorðið Actavis er slegið upp á YouTube má sjá hálfgerðan faraldur tengdan þessu fyrirbæri. Faraldurinn er ekki minni á Instagram myndasíðunni, en þar koma upp rúmlega 80 þúsund myndir ef leitað er eftir orðinu. Drykkurinn er meðal annars kallaður Purple drink, Sizzurp og Lean vestanhafs. Hann er samsuða af lyfseðilsskyldum hóstamixtúrum og svalandi gosdrykkjum og hefur síðustu árin orðið þekkt fyrirbæri í bandarískri hip hop senu. Rapparar vestra eru sammála um að Actavis bjóði bestu vöruna hvað þetta varðar. Áþekkir drykkir hafa einnig skotið upp kollinum hérlendis í skemmtanahaldi ungmenna eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá á dögunum. Margir tónlistarmenn hafa vottað íslensk-ættaða lyfjarisanum virðingu sína fyrir framleiðsluna, bæði í tónlist sinni og myndböndum eins og sjá má víða á netinu en hér fyrir neðan má sjá nokkur sýnishorn.Hér má sjá rapparana Crooked I og Niqle Nut dásama gæðin í Actavis hóstamixtúrunni: Meðal vinsælustu myndauppstillinganna á Instagram er hóstasaftin og kannabis. Hér er lagið Actavis með P.Bricks og MoneyBoyFli. Fjöldi ummæla eru fyrir neðan myndbandið á YouTube og eru þau langflest frá aðilum sem bjóða Actavis til sölu ásamt alls kyns eiturlyfjum. Áletrunin á merkimiða hóstasaftinnar er jafnvel prentuð á föt. Hér fyrir neðan er íslenskt lag með Gula drekanum þar sem sungið er: 'Ég vildi að ég ætti Actavis.' Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Actavis vinnur um þessar mundir að því að hætta sölu á hóstasaftinni Prometh á Bandaríkjamarkaði. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi lyfjaframleiðandans, staðfesti þetta í samtali við Vísi.Harmageddon fjallaði fyrst um málið í ágúst hér á Vísi. Orðið Actavis hefur hratt orðið slangurorð yfir vímugjafa en hóstasaft fyrirtækisins er orðin vinsæll drykkur í skemmtanalífi í Bandaríkjunum. Lyfið inniheldur kódín, sem er ópíatalyf sem hefur öflug verkjastillandi áhrif og veldur syfju, sljóleika og sælutilfinningu. Ef leitarorðið Actavis er slegið upp á YouTube má sjá hálfgerðan faraldur tengdan þessu fyrirbæri. Faraldurinn er ekki minni á Instagram myndasíðunni, en þar koma upp rúmlega 80 þúsund myndir ef leitað er eftir orðinu. Drykkurinn er meðal annars kallaður Purple drink, Sizzurp og Lean vestanhafs. Hann er samsuða af lyfseðilsskyldum hóstamixtúrum og svalandi gosdrykkjum og hefur síðustu árin orðið þekkt fyrirbæri í bandarískri hip hop senu. Rapparar vestra eru sammála um að Actavis bjóði bestu vöruna hvað þetta varðar. Áþekkir drykkir hafa einnig skotið upp kollinum hérlendis í skemmtanahaldi ungmenna eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá á dögunum. Margir tónlistarmenn hafa vottað íslensk-ættaða lyfjarisanum virðingu sína fyrir framleiðsluna, bæði í tónlist sinni og myndböndum eins og sjá má víða á netinu en hér fyrir neðan má sjá nokkur sýnishorn.Hér má sjá rapparana Crooked I og Niqle Nut dásama gæðin í Actavis hóstamixtúrunni: Meðal vinsælustu myndauppstillinganna á Instagram er hóstasaftin og kannabis. Hér er lagið Actavis með P.Bricks og MoneyBoyFli. Fjöldi ummæla eru fyrir neðan myndbandið á YouTube og eru þau langflest frá aðilum sem bjóða Actavis til sölu ásamt alls kyns eiturlyfjum. Áletrunin á merkimiða hóstasaftinnar er jafnvel prentuð á föt. Hér fyrir neðan er íslenskt lag með Gula drekanum þar sem sungið er: 'Ég vildi að ég ætti Actavis.'
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira