Innlent

Skuldatillögur kynntar á morgun

Höskuldur Kári Schram skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra,
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra,
Sérfræðihópur ríkisstjórnarinnar um skuldamál heimilanna hefur lokið störfum og skilað tilllögum til forsætisráðherra. Kostnaður vegna skuldaleiðréttingar er talinn nema um 150 milljörðum króna.

Sigurður Hannesson, formaður sérfræðihópsins, staðfesti í samtali við Vísi að tillögunum hafi verið skilað til ríkisstjórnarinnar. Búist er við því að þær verði kynntar á blaðamannafundi á morgun.

Fréttavefurinn Eyjan greinir frá því að 70 þúsund heimili fái skuldaleiðréttingu og að kostnaður nemi um 150 milljörðum.Tekið verður tillit til þeirra aðgerða sem áður hefur verið gripið til, til dæmis 110% leiðarinnar. Frekari aðgerðir eru ekki útilokaðar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur sagt að nota eigi svigrúmið sem myndast í viðræðum við kröfuhafa til að fjármagna aðgerðirnar. Þær viðræður eru hins vegar ekki hafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×