Reykjavíkurborg hættir við gjaldskrárhækkanir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 11:46 Borgin reynir að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum þjónustuflokkum Reykjavíkurborgar sem taka áttu gildi 1. janúar. Hætt verður við hækkanir á gjaldskrám vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila, bókasafnsskírteina, sundlaugakorta og vegna þjónustu sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir.Sterk viðbrögð við hækkunum „Við höfum verið að miða að því að láta okkar gjaldskrár fylgja verðlagi, þær eru reyndar mjög ódýrar, ódýrastar á höfuðborgarsvæðinu og þó víðar væri leitað. En það komu fram mjög sterk viðbrögð við þessum hækkunum, sérstaklega frá verkalýðsforystunni og Samtökum atvinnulífsins. Í ljós kom að menn hafa verið að reyna að ganga í takt til að hamla verðlagshækkunum almennt og þessir aðilar litu svo á að hækkanirnar gætu ýtt af stað keðjuverkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr. „Við erum því tilbúin að draga þetta til baka til að leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir víxlverkun þar sem enginn græðir og allir tapa.“S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra.Aðspurður hvort hækkanirnar hafi þá ekki verið óþarfar til að byrja með segir S. Björn: „Nei, við gáfum okkar ákveðnar forsendur í þessu fyrst. Núna gerum við ráð fyrir lægri verðbólgu heldur en var áætlað upphaflega og gerum ráð fyrir meiri stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar en áður var áætlað. Ef allir ganga í takt getur það gengið upp og þetta er okkar innlegg í þá göngu.“Áskilja sér rétt til endurskoðunar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin taki með þessu frumkvæði í því að farin verði ný leið í komandi kjarasamningum með því að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Þá segir að frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar byggi á forsendum Þjóðhagsspár Hagstofu Íslands frá því í júní. Náist almenn samstaða um átak til að sporna við víxlverkunum launa og verðlags og þess í stað lögð áhersla á varanlega aukningu kaupmáttar í komandi kjarasamningum geta gjaldskrárhækkanir borgarinnar staðið óbreyttar út næsta ár. Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur borgin sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014. Tengdar fréttir Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Leikskólagjöld hækka um allt að 11,5 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Mesta hækka gjöldin á einstæða foreldra og öryrkja. Skólamáltíðir hækka um eitt þúsund krónur, 15,2 prósent. 30. október 2013 06:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum þjónustuflokkum Reykjavíkurborgar sem taka áttu gildi 1. janúar. Hætt verður við hækkanir á gjaldskrám vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila, bókasafnsskírteina, sundlaugakorta og vegna þjónustu sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir.Sterk viðbrögð við hækkunum „Við höfum verið að miða að því að láta okkar gjaldskrár fylgja verðlagi, þær eru reyndar mjög ódýrar, ódýrastar á höfuðborgarsvæðinu og þó víðar væri leitað. En það komu fram mjög sterk viðbrögð við þessum hækkunum, sérstaklega frá verkalýðsforystunni og Samtökum atvinnulífsins. Í ljós kom að menn hafa verið að reyna að ganga í takt til að hamla verðlagshækkunum almennt og þessir aðilar litu svo á að hækkanirnar gætu ýtt af stað keðjuverkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr. „Við erum því tilbúin að draga þetta til baka til að leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir víxlverkun þar sem enginn græðir og allir tapa.“S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra.Aðspurður hvort hækkanirnar hafi þá ekki verið óþarfar til að byrja með segir S. Björn: „Nei, við gáfum okkar ákveðnar forsendur í þessu fyrst. Núna gerum við ráð fyrir lægri verðbólgu heldur en var áætlað upphaflega og gerum ráð fyrir meiri stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar en áður var áætlað. Ef allir ganga í takt getur það gengið upp og þetta er okkar innlegg í þá göngu.“Áskilja sér rétt til endurskoðunar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin taki með þessu frumkvæði í því að farin verði ný leið í komandi kjarasamningum með því að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Þá segir að frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar byggi á forsendum Þjóðhagsspár Hagstofu Íslands frá því í júní. Náist almenn samstaða um átak til að sporna við víxlverkunum launa og verðlags og þess í stað lögð áhersla á varanlega aukningu kaupmáttar í komandi kjarasamningum geta gjaldskrárhækkanir borgarinnar staðið óbreyttar út næsta ár. Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur borgin sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014.
Tengdar fréttir Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Leikskólagjöld hækka um allt að 11,5 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Mesta hækka gjöldin á einstæða foreldra og öryrkja. Skólamáltíðir hækka um eitt þúsund krónur, 15,2 prósent. 30. október 2013 06:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Leikskólagjöld hækka um allt að 11,5 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Mesta hækka gjöldin á einstæða foreldra og öryrkja. Skólamáltíðir hækka um eitt þúsund krónur, 15,2 prósent. 30. október 2013 06:00