Innlent

Stunginn í hópslagsmálum í Kringlunni

Kristján Hjálmarsson skrifar
Slagsmálin brutust út við Kaffitár í Kringlunni.
Slagsmálin brutust út við Kaffitár í Kringlunni.
Einn maður var stunginn þegar harkaleg slagsmál brutust út við kaffihúsið Kaffitár á neðri hæð Kringlunnar á þriðja tímanum. Sjö til átta manns tóku þátt í slagsmálunum.

Öryggisvörður úr Kringlunni reyndi að skakka leikinn en að lokum kom lögreglan á vettvang og handtók mennina. Sjúkrabílar voru kallaðir til. Einn mannanna skarst í andliti og var með stungusár við viðbeinið. Eigendur í nærliggjandi verslunum lokuðu búðunum á meðan þessu stóð. 

Verslunareigandi sem fréttamaður Vísis ræddi við sagði að fólki væri brugðið en þakkaði viðbragðsflýti lögreglunnar. Hann taldi mennina vera af erlendum uppruna.

Á vef DV kemur fram að hluti hópsins hafi ítrekað sparkað í og barið einn mannanna. Einn mannanna bar fyrir sig ensku og bað sjónarvotta að slaka á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×