Menn ekki jafnir fyrir dómi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2013 13:16 Jón Steinar segir dómara hafa misst sig og látið áhugamál sín og hugðarefni hafa meiri áhrif á dómsniðurstöðuna heldur en vera ætti. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur áhyggjuefni hversu mikils misræmis gæti í dómum íslenskra dómsstóla og menn þannig ekki jafnir fyrir lögunum. Nýverið féll sýknudómur í meiðyrðamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingi Kristján Sigurmarsson var sýknaður í máli Egils Einarssonar á hendur honum en Ingi Kristján hafði birt mynd á Instagram af Agli þar sem á stóð: „Aumingi“ og „Fuck you rapist bastard“. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kvað upp þann dóm en áður hafði fallið dómur Hildar Briem dómara í hliðstæðu máli á Héraðsdómi Austurlands þar sem Inga Lilja Hafliðadóttir var dæmd sek um meiðyrði þegar hún kallaði Egil nauðgara með öðrum orðum á Facebook. Egill hyggst áfrýja fyrrnefnda dómnum. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður segir þetta verulegt áhyggjuefni og að dómarar hafi hreinlega misst sig. Jón Steinar segir að fólki sé kennd lögfræði í fimm til sex ár í háskóla. Sú kennsla á að hafa það meginmarkmið að kenna mönnum hvaða aðferðum megi beita við að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitaefnum. „Það er nefnilega markmiðið að niðurstaðan verði hin sama, sama hvað dómarinn heitir eða sá sem þarf að taka afstöðu til sakarefnisins. Það eru bara tilteknar aðferðir heimilar; hlutlæg beiting réttarheimilda. Lögfræðingum, eins og öðru fólki, virðist ganga illa oft, við að sortera í sundur aðferðirnar sem það má beita og einhverja huglæga afstöðu sem viðkomandi kann sjálfur að hafa. Og ég held að aðalskýringin á því að dómar ganga á mismundi vegu í sambærilegum málum sé sú að einhver dómari hefur misst sig svolítið. Og gleymt þessu meginmarkmiði og farið að láta áhugamál sín og hugðarefni hafa meiri áhrif á dómsniðurstöðuna heldur en vera ætti.“Þú telur þetta þá, með öðrum orðum, þýða að menn eru ekki jafnir fyrir rétti? „Já já, það getur haft þá afleiðingu,“ segir Jón Steinar. „En, auðvitað er þetta þannig að við erum líka með æðsta dómstólinn sem á að vera það skjól sem menn hafa. Þess vegna skiptir mestu máli hvernig ástatt er þar. En því miður er sá dómsstóll undir allt of miklum áhrifum úr samfélaginu, frá einhverjum atriðum samtímans sem engu máli eiga að skipta þegar menn eru að kveða upp dóma í lögfræðilegum þrætuefnum.“ Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur áhyggjuefni hversu mikils misræmis gæti í dómum íslenskra dómsstóla og menn þannig ekki jafnir fyrir lögunum. Nýverið féll sýknudómur í meiðyrðamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingi Kristján Sigurmarsson var sýknaður í máli Egils Einarssonar á hendur honum en Ingi Kristján hafði birt mynd á Instagram af Agli þar sem á stóð: „Aumingi“ og „Fuck you rapist bastard“. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kvað upp þann dóm en áður hafði fallið dómur Hildar Briem dómara í hliðstæðu máli á Héraðsdómi Austurlands þar sem Inga Lilja Hafliðadóttir var dæmd sek um meiðyrði þegar hún kallaði Egil nauðgara með öðrum orðum á Facebook. Egill hyggst áfrýja fyrrnefnda dómnum. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður segir þetta verulegt áhyggjuefni og að dómarar hafi hreinlega misst sig. Jón Steinar segir að fólki sé kennd lögfræði í fimm til sex ár í háskóla. Sú kennsla á að hafa það meginmarkmið að kenna mönnum hvaða aðferðum megi beita við að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitaefnum. „Það er nefnilega markmiðið að niðurstaðan verði hin sama, sama hvað dómarinn heitir eða sá sem þarf að taka afstöðu til sakarefnisins. Það eru bara tilteknar aðferðir heimilar; hlutlæg beiting réttarheimilda. Lögfræðingum, eins og öðru fólki, virðist ganga illa oft, við að sortera í sundur aðferðirnar sem það má beita og einhverja huglæga afstöðu sem viðkomandi kann sjálfur að hafa. Og ég held að aðalskýringin á því að dómar ganga á mismundi vegu í sambærilegum málum sé sú að einhver dómari hefur misst sig svolítið. Og gleymt þessu meginmarkmiði og farið að láta áhugamál sín og hugðarefni hafa meiri áhrif á dómsniðurstöðuna heldur en vera ætti.“Þú telur þetta þá, með öðrum orðum, þýða að menn eru ekki jafnir fyrir rétti? „Já já, það getur haft þá afleiðingu,“ segir Jón Steinar. „En, auðvitað er þetta þannig að við erum líka með æðsta dómstólinn sem á að vera það skjól sem menn hafa. Þess vegna skiptir mestu máli hvernig ástatt er þar. En því miður er sá dómsstóll undir allt of miklum áhrifum úr samfélaginu, frá einhverjum atriðum samtímans sem engu máli eiga að skipta þegar menn eru að kveða upp dóma í lögfræðilegum þrætuefnum.“
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira