Menn ekki jafnir fyrir dómi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2013 13:16 Jón Steinar segir dómara hafa misst sig og látið áhugamál sín og hugðarefni hafa meiri áhrif á dómsniðurstöðuna heldur en vera ætti. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur áhyggjuefni hversu mikils misræmis gæti í dómum íslenskra dómsstóla og menn þannig ekki jafnir fyrir lögunum. Nýverið féll sýknudómur í meiðyrðamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingi Kristján Sigurmarsson var sýknaður í máli Egils Einarssonar á hendur honum en Ingi Kristján hafði birt mynd á Instagram af Agli þar sem á stóð: „Aumingi“ og „Fuck you rapist bastard“. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kvað upp þann dóm en áður hafði fallið dómur Hildar Briem dómara í hliðstæðu máli á Héraðsdómi Austurlands þar sem Inga Lilja Hafliðadóttir var dæmd sek um meiðyrði þegar hún kallaði Egil nauðgara með öðrum orðum á Facebook. Egill hyggst áfrýja fyrrnefnda dómnum. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður segir þetta verulegt áhyggjuefni og að dómarar hafi hreinlega misst sig. Jón Steinar segir að fólki sé kennd lögfræði í fimm til sex ár í háskóla. Sú kennsla á að hafa það meginmarkmið að kenna mönnum hvaða aðferðum megi beita við að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitaefnum. „Það er nefnilega markmiðið að niðurstaðan verði hin sama, sama hvað dómarinn heitir eða sá sem þarf að taka afstöðu til sakarefnisins. Það eru bara tilteknar aðferðir heimilar; hlutlæg beiting réttarheimilda. Lögfræðingum, eins og öðru fólki, virðist ganga illa oft, við að sortera í sundur aðferðirnar sem það má beita og einhverja huglæga afstöðu sem viðkomandi kann sjálfur að hafa. Og ég held að aðalskýringin á því að dómar ganga á mismundi vegu í sambærilegum málum sé sú að einhver dómari hefur misst sig svolítið. Og gleymt þessu meginmarkmiði og farið að láta áhugamál sín og hugðarefni hafa meiri áhrif á dómsniðurstöðuna heldur en vera ætti.“Þú telur þetta þá, með öðrum orðum, þýða að menn eru ekki jafnir fyrir rétti? „Já já, það getur haft þá afleiðingu,“ segir Jón Steinar. „En, auðvitað er þetta þannig að við erum líka með æðsta dómstólinn sem á að vera það skjól sem menn hafa. Þess vegna skiptir mestu máli hvernig ástatt er þar. En því miður er sá dómsstóll undir allt of miklum áhrifum úr samfélaginu, frá einhverjum atriðum samtímans sem engu máli eiga að skipta þegar menn eru að kveða upp dóma í lögfræðilegum þrætuefnum.“ Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur áhyggjuefni hversu mikils misræmis gæti í dómum íslenskra dómsstóla og menn þannig ekki jafnir fyrir lögunum. Nýverið féll sýknudómur í meiðyrðamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingi Kristján Sigurmarsson var sýknaður í máli Egils Einarssonar á hendur honum en Ingi Kristján hafði birt mynd á Instagram af Agli þar sem á stóð: „Aumingi“ og „Fuck you rapist bastard“. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kvað upp þann dóm en áður hafði fallið dómur Hildar Briem dómara í hliðstæðu máli á Héraðsdómi Austurlands þar sem Inga Lilja Hafliðadóttir var dæmd sek um meiðyrði þegar hún kallaði Egil nauðgara með öðrum orðum á Facebook. Egill hyggst áfrýja fyrrnefnda dómnum. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður segir þetta verulegt áhyggjuefni og að dómarar hafi hreinlega misst sig. Jón Steinar segir að fólki sé kennd lögfræði í fimm til sex ár í háskóla. Sú kennsla á að hafa það meginmarkmið að kenna mönnum hvaða aðferðum megi beita við að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitaefnum. „Það er nefnilega markmiðið að niðurstaðan verði hin sama, sama hvað dómarinn heitir eða sá sem þarf að taka afstöðu til sakarefnisins. Það eru bara tilteknar aðferðir heimilar; hlutlæg beiting réttarheimilda. Lögfræðingum, eins og öðru fólki, virðist ganga illa oft, við að sortera í sundur aðferðirnar sem það má beita og einhverja huglæga afstöðu sem viðkomandi kann sjálfur að hafa. Og ég held að aðalskýringin á því að dómar ganga á mismundi vegu í sambærilegum málum sé sú að einhver dómari hefur misst sig svolítið. Og gleymt þessu meginmarkmiði og farið að láta áhugamál sín og hugðarefni hafa meiri áhrif á dómsniðurstöðuna heldur en vera ætti.“Þú telur þetta þá, með öðrum orðum, þýða að menn eru ekki jafnir fyrir rétti? „Já já, það getur haft þá afleiðingu,“ segir Jón Steinar. „En, auðvitað er þetta þannig að við erum líka með æðsta dómstólinn sem á að vera það skjól sem menn hafa. Þess vegna skiptir mestu máli hvernig ástatt er þar. En því miður er sá dómsstóll undir allt of miklum áhrifum úr samfélaginu, frá einhverjum atriðum samtímans sem engu máli eiga að skipta þegar menn eru að kveða upp dóma í lögfræðilegum þrætuefnum.“
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira