Kanna hvort Ísland hafi verið samstarfsaðili NSA Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2013 14:51 Ögmundur Jónasson segir ekki ótrúlegt að njósnum hafi verið beitt almennt. Mynd/Anton Brink Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna bar upp fyrirspurn á Alþingi í morgun varðandi njósnanir Þjóðaröryggisstofnunnar Bandaríkjanna eða NSA og hvort íslensk stjórnvöld hefðu formlega krafist svara hvort njósnað hafi verið hér á Íslandi. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis tók þá ákvörðun í morgun að kanna hvað til sé í þeim upplýsingum sem fram hafa komið um að Ísland hafi tekið þátt í gagnasöfnun NSA. „Það sem ég vildi ganga úr skugga um er hvort stjórnvöld hefðu óskað formlega eftir upplýsingum gagnvart íslenskum stjórnmálamönnum. Í svari forsætisráðherra kom fram að óskað hefði verið svörum formlega,“ segir Ögmundur. „Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun var tekin ákvörðun um að nefndin kannaði það sem komið hefur fram um að Ísland hafi verið í hópi 23 þjóða sem hafi unnið í nánu samstarfi við NSA um gagnaöflun hér á landi. Með öðrum orðið verið í samstarfi um njósnir. Okkur ber skylda til að rannsaka þetta sérstaklega.“ Í næstu viku mun nefndin funda aftur um málið og verða fulltrúar stjórnsýslunnar úr innanríkisráðuneyti og utanríkisráðuneyti kallaðir á fundinn. Aðspurður hvort hann teldi líklegt að njósnir hefðu átt sér stað á Íslandi segir Ögmundur: „Það er ekki ótrúlegt að sama kerfi hafi verið beitt almennt. Ég sagði í máli mínu í morgun að vonandi værum við að upplifa sögulega tíma sem skráðir væru á spjöld sögunnar. Ég sagði vonandi vegna þess að vonandi yrði það ekki viðvarandi ástand. Að heimsveldi eða almennt ríkisvald beitti sér fyrir njósnum af þessu taki.“ „Þetta er grafalvarlegt mál og við höfum óskað eftir utandagskrárumræðu um það í næstu viku og forsætisráðherra hefur fallist á það. Þannig sköpum við vettvang til að ræða þetta svo íslendingar geti fylgst með umræðunni.“ Tengdar fréttir Íslendingar krefjast svara um njósnir Bandaríkjanna Íslensk stjórnvöld hafa formlega óskað eftir svörum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvort njósnir hafi verið stundaðar hér á landi, gegn stjórnmálamönnum og almenningi. 31. október 2013 11:27 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna bar upp fyrirspurn á Alþingi í morgun varðandi njósnanir Þjóðaröryggisstofnunnar Bandaríkjanna eða NSA og hvort íslensk stjórnvöld hefðu formlega krafist svara hvort njósnað hafi verið hér á Íslandi. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis tók þá ákvörðun í morgun að kanna hvað til sé í þeim upplýsingum sem fram hafa komið um að Ísland hafi tekið þátt í gagnasöfnun NSA. „Það sem ég vildi ganga úr skugga um er hvort stjórnvöld hefðu óskað formlega eftir upplýsingum gagnvart íslenskum stjórnmálamönnum. Í svari forsætisráðherra kom fram að óskað hefði verið svörum formlega,“ segir Ögmundur. „Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun var tekin ákvörðun um að nefndin kannaði það sem komið hefur fram um að Ísland hafi verið í hópi 23 þjóða sem hafi unnið í nánu samstarfi við NSA um gagnaöflun hér á landi. Með öðrum orðið verið í samstarfi um njósnir. Okkur ber skylda til að rannsaka þetta sérstaklega.“ Í næstu viku mun nefndin funda aftur um málið og verða fulltrúar stjórnsýslunnar úr innanríkisráðuneyti og utanríkisráðuneyti kallaðir á fundinn. Aðspurður hvort hann teldi líklegt að njósnir hefðu átt sér stað á Íslandi segir Ögmundur: „Það er ekki ótrúlegt að sama kerfi hafi verið beitt almennt. Ég sagði í máli mínu í morgun að vonandi værum við að upplifa sögulega tíma sem skráðir væru á spjöld sögunnar. Ég sagði vonandi vegna þess að vonandi yrði það ekki viðvarandi ástand. Að heimsveldi eða almennt ríkisvald beitti sér fyrir njósnum af þessu taki.“ „Þetta er grafalvarlegt mál og við höfum óskað eftir utandagskrárumræðu um það í næstu viku og forsætisráðherra hefur fallist á það. Þannig sköpum við vettvang til að ræða þetta svo íslendingar geti fylgst með umræðunni.“
Tengdar fréttir Íslendingar krefjast svara um njósnir Bandaríkjanna Íslensk stjórnvöld hafa formlega óskað eftir svörum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvort njósnir hafi verið stundaðar hér á landi, gegn stjórnmálamönnum og almenningi. 31. október 2013 11:27 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Íslendingar krefjast svara um njósnir Bandaríkjanna Íslensk stjórnvöld hafa formlega óskað eftir svörum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvort njósnir hafi verið stundaðar hér á landi, gegn stjórnmálamönnum og almenningi. 31. október 2013 11:27