Eiður og Ómar segja ofbeldi hafa verið beitt - "Tökum hann, tökum hann“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. október 2013 17:10 Ómari var mikið niðri fyrir þegar hann lýsti því hvernig jarðýtan væri að eyðileggja hraunið. mynd/GVA „Hann Eiður var beittur ofbeldi,“ segir Ómar Ragnarsson um það þegar Eiður var stöðvaður af lögreglunni og mátti ekki fara inn á svæðið hjá Gálgahrauni í morgun. „Þeir hrintu honum, ekki þannig að hann datt en þannig að hann komst ekki inn á svæðið nema að beita handalögmálum. En við gerum það ekki,“segir Ómar. Eiður Svanberg Guðnason, lýsir atvikinu á blogginu sínu: „Tökum hann, tökum hann, sagði fílefldur lögregluþjónn um leið og hann og félagi hans hrintu mér yfir ímyndaða línu milli tveggja keilna í Gálgahrauni í morgun.“ Eiður segir að marga hafa orðið vitni að þessu, það hafi ekki verið búið að strengja nein bönd eða borða, aðeins að henda niður nokkrum röndóttum keilum. „Það er álitamál hvort ég var 20 eða 30 sentímetra innan við ímyndaða línu sem enginn sá nema lögreglan,“ segir Eiður. Eiður segir að á meðan lögreglan hótaði honum hafi Ómar Ragnarsson, vinur sinn fengið að ganga óhindrað inn á svæðið. Þessu lýsti Ómar í viðtali við Vísi í morgun stuttu eftir að hann var handtekinn. Eiður segir að lögreglan hafi beitt Ómar ofbeldi og borið hann í burtu. „Lögreglan tók mig fyrst, kannski er það heiður,“ segir Eiður. „Ég varð að klípa sjálfan mig, til þess að trúa því sem ég var að horfa á. Þeir komu að mér þar sem ég sat bara og var að njóta íslenskrar náttúru,“ segir Ómar og er greinilega mikið niðri fyrir. „Ég var að horfa á menn sem eru að eyðileggja eins mikið af hrauni og þeir geta og taka þannig valdið af Hæstarétti.“ Hann segir að menn ætli með hreinu ofbeldi að valta yfir lög og rétt í þessu máli. Hann segir að margir hafi komið þarna í dag, sérstaklega í hádeginu. Hann segir að jarðýtan hafi farið hamförum í hrauninu og allt líti út fyrir að á morgun verði búið að eyðileggja þetta þannig að ekkert verði fyrir Hæstarétt til að dæma um. „Mér finnst þetta siðlaust, þetta er ekki lendur vegagerð, þetta snýst bara um að skemma eins mikið og hægt er,“ segir Ómar. Tengdar fréttir Ómar Ragnarsson handtekinn "Ég sat bara þarna og hreyfði mig ekki neitt, en núna er ég í lögreglubíl á leið í steininn,“ segir Ómar Ragnarsson náttúruvinur, sem var handtekinn rétt í þessu þar sem hann var viðstaddur mótmælin í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:57 Lögreglumenn fjarlægja mótmælendur í Gálgahrauni Um tuttugu til þrjátíu lögreglumenn eru nú staddir í Gálgahrauni en svo virðist sem vegaframkvæmdir við nýjan Álftanesveg eigi að hefjast þar í dag. 21. október 2013 09:33 Vegagerðin segir mótmælin ólögmæt „Þessi mótmæli eru ólögmæt,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 21. október 2013 13:32 Harmar að lögreglan standi með lögbrjótum "Ég var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og ég er núna í fangaklefa, eða einskonar biðklefa þar sem ég bíð eftir lögreglunni og lögfræðinginum mínum,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:29 Myndband af handtöku Ómars Ragnarssonar "Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun. 21. október 2013 13:48 Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms "Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. 21. október 2013 15:05 Á annað hundrað á útkallslista Hraunavina "Hraunavinir ætla að halda áfram varðstöðu í Gálgahrauni,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður náttúrverndarsamtakanna. Hann segir að Vegagerðin hafi tilkynnt Hraunavinum á fundi að hún myndi hefja framkvæmdir í Gálgahrauni og því hafi menn ákveðið að hafa fólk á vakt í hrauninu. 21. október 2013 06:15 Lögreglan fór fram með miklu offorsi - "Við ætlum beint uppeftir aftur“ "Það er enn fólk þarna uppfrá og við ætlum að fara beint aftur í hraunið,“ segir Lárus Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins, sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli vegna Gálgahrauns. 21. október 2013 11:15 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
„Hann Eiður var beittur ofbeldi,“ segir Ómar Ragnarsson um það þegar Eiður var stöðvaður af lögreglunni og mátti ekki fara inn á svæðið hjá Gálgahrauni í morgun. „Þeir hrintu honum, ekki þannig að hann datt en þannig að hann komst ekki inn á svæðið nema að beita handalögmálum. En við gerum það ekki,“segir Ómar. Eiður Svanberg Guðnason, lýsir atvikinu á blogginu sínu: „Tökum hann, tökum hann, sagði fílefldur lögregluþjónn um leið og hann og félagi hans hrintu mér yfir ímyndaða línu milli tveggja keilna í Gálgahrauni í morgun.“ Eiður segir að marga hafa orðið vitni að þessu, það hafi ekki verið búið að strengja nein bönd eða borða, aðeins að henda niður nokkrum röndóttum keilum. „Það er álitamál hvort ég var 20 eða 30 sentímetra innan við ímyndaða línu sem enginn sá nema lögreglan,“ segir Eiður. Eiður segir að á meðan lögreglan hótaði honum hafi Ómar Ragnarsson, vinur sinn fengið að ganga óhindrað inn á svæðið. Þessu lýsti Ómar í viðtali við Vísi í morgun stuttu eftir að hann var handtekinn. Eiður segir að lögreglan hafi beitt Ómar ofbeldi og borið hann í burtu. „Lögreglan tók mig fyrst, kannski er það heiður,“ segir Eiður. „Ég varð að klípa sjálfan mig, til þess að trúa því sem ég var að horfa á. Þeir komu að mér þar sem ég sat bara og var að njóta íslenskrar náttúru,“ segir Ómar og er greinilega mikið niðri fyrir. „Ég var að horfa á menn sem eru að eyðileggja eins mikið af hrauni og þeir geta og taka þannig valdið af Hæstarétti.“ Hann segir að menn ætli með hreinu ofbeldi að valta yfir lög og rétt í þessu máli. Hann segir að margir hafi komið þarna í dag, sérstaklega í hádeginu. Hann segir að jarðýtan hafi farið hamförum í hrauninu og allt líti út fyrir að á morgun verði búið að eyðileggja þetta þannig að ekkert verði fyrir Hæstarétt til að dæma um. „Mér finnst þetta siðlaust, þetta er ekki lendur vegagerð, þetta snýst bara um að skemma eins mikið og hægt er,“ segir Ómar.
Tengdar fréttir Ómar Ragnarsson handtekinn "Ég sat bara þarna og hreyfði mig ekki neitt, en núna er ég í lögreglubíl á leið í steininn,“ segir Ómar Ragnarsson náttúruvinur, sem var handtekinn rétt í þessu þar sem hann var viðstaddur mótmælin í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:57 Lögreglumenn fjarlægja mótmælendur í Gálgahrauni Um tuttugu til þrjátíu lögreglumenn eru nú staddir í Gálgahrauni en svo virðist sem vegaframkvæmdir við nýjan Álftanesveg eigi að hefjast þar í dag. 21. október 2013 09:33 Vegagerðin segir mótmælin ólögmæt „Þessi mótmæli eru ólögmæt,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 21. október 2013 13:32 Harmar að lögreglan standi með lögbrjótum "Ég var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og ég er núna í fangaklefa, eða einskonar biðklefa þar sem ég bíð eftir lögreglunni og lögfræðinginum mínum,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:29 Myndband af handtöku Ómars Ragnarssonar "Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun. 21. október 2013 13:48 Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms "Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. 21. október 2013 15:05 Á annað hundrað á útkallslista Hraunavina "Hraunavinir ætla að halda áfram varðstöðu í Gálgahrauni,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður náttúrverndarsamtakanna. Hann segir að Vegagerðin hafi tilkynnt Hraunavinum á fundi að hún myndi hefja framkvæmdir í Gálgahrauni og því hafi menn ákveðið að hafa fólk á vakt í hrauninu. 21. október 2013 06:15 Lögreglan fór fram með miklu offorsi - "Við ætlum beint uppeftir aftur“ "Það er enn fólk þarna uppfrá og við ætlum að fara beint aftur í hraunið,“ segir Lárus Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins, sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli vegna Gálgahrauns. 21. október 2013 11:15 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Ómar Ragnarsson handtekinn "Ég sat bara þarna og hreyfði mig ekki neitt, en núna er ég í lögreglubíl á leið í steininn,“ segir Ómar Ragnarsson náttúruvinur, sem var handtekinn rétt í þessu þar sem hann var viðstaddur mótmælin í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:57
Lögreglumenn fjarlægja mótmælendur í Gálgahrauni Um tuttugu til þrjátíu lögreglumenn eru nú staddir í Gálgahrauni en svo virðist sem vegaframkvæmdir við nýjan Álftanesveg eigi að hefjast þar í dag. 21. október 2013 09:33
Vegagerðin segir mótmælin ólögmæt „Þessi mótmæli eru ólögmæt,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 21. október 2013 13:32
Harmar að lögreglan standi með lögbrjótum "Ég var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og ég er núna í fangaklefa, eða einskonar biðklefa þar sem ég bíð eftir lögreglunni og lögfræðinginum mínum,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:29
Myndband af handtöku Ómars Ragnarssonar "Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun. 21. október 2013 13:48
Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms "Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. 21. október 2013 15:05
Á annað hundrað á útkallslista Hraunavina "Hraunavinir ætla að halda áfram varðstöðu í Gálgahrauni,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður náttúrverndarsamtakanna. Hann segir að Vegagerðin hafi tilkynnt Hraunavinum á fundi að hún myndi hefja framkvæmdir í Gálgahrauni og því hafi menn ákveðið að hafa fólk á vakt í hrauninu. 21. október 2013 06:15
Lögreglan fór fram með miklu offorsi - "Við ætlum beint uppeftir aftur“ "Það er enn fólk þarna uppfrá og við ætlum að fara beint aftur í hraunið,“ segir Lárus Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins, sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli vegna Gálgahrauns. 21. október 2013 11:15