Innlent

Dómur í morðmáli í dag

Friðrik Brynjar leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Austurlands í lok ágúst.
Friðrik Brynjar leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Austurlands í lok ágúst. Mynd/BL
Dómur verður kveðinn upp yfir Friðriki Brynjari Friðrikssyni, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Karli Jónssyni nágranna sínum að bana í maí síðastliðnum. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér 16 ára fangelsi.

Friðrik Brynjar neitaði sök fyrir dómara þegar aðalmeðferð dómsins fór fram í lok ágúst. Þar kom fram að Karl hefði verið stunginn 92 sinnum með hnífi. Friðrik Brynjar sagðist hafa hugsað mikið um þetta örlagaríka kvöld en sagðist ekki muna til þess að hafa stungið Karl með hnífi, eða gert neitt til að hylma yfir slíkan verknað.

Dómurinn verður kveðinn upp klukkan hálf þrjú í dag í Héraðsdómi Austurlands. 


Tengdar fréttir

Samskiptabrestur tafði morðrannsókn á Egilsstöðum

Svo virðist sem samskiptabrestur á milli Neyðarlínunnar, fjarskiptamiðstöðvar Ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Egilsstöðum hafi orðið til þess að morðrannsókn á Egilsstöðum seinkaði um nokkrar klukkustundir.

Grunaður morðingi var ofurölvi

Friðrik Brynjar Friðriksson, sem sætir ákæru fyrir morðið á Karli Jónssyni á Egilsstöðum í vor, var mjög ölvaður eða jafnvel með áfengiseitrun kvöldið sem Karl var myrtur.

"Ég veit ég gerði þetta ekki“

Aðalmeðferð í manndrápsmáli stendur nú yfir í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum. Þar er Friðrik Brynjar Friðriksson ákærður fyrir að hafa orðið Karli Jónssyni að bana á Egilsstöðum þann 7. maí síðastliðinn.

Manndrápsmál í héraðsdómi fyrir austan

Aðalmeðferð í manndrápsmáli stendur nú yfir í héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum. Friðrik Brynjar Friðriksson er ákærður fyrir að hafa orðið Karli Jónssyni að bana á Egilsstöðum þann sjöunda maí síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×