Samskiptabrestur tafði morðrannsókn á Egilsstöðum Boði Logason skrifar 7. september 2013 08:00 Saksóknari, verjandi og dómararnir þrír skoðuðu morðvettvanginn á Egilsstöðum við aðalmeðferðina í ágúst. Fréttablaðið/Ingimar Lögreglumenn sem komu á heimili Friðriks Brynjars Friðrikssonar aðfaranótt 8. maí síðastliðinn vissu ekki að hann hefði í samtali sínu við Neyðarlínuna skömmu áður sagst halda að hann hefði orðið manni að bana. Aðalmeðferð í málinu fór fram á Egilsstöðum í lok ágúst en á meðal gagna málsins er símtal Friðriks Brynjars við Neyðarlínuna um klukkan eitt eftir miðnætti þessa umræddu nótt. Þegar starfsfólk Neyðarlínunnar fékk símtalið frá Friðriki sendi það skilaboðin áfram til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, sem hafði svo samband við lögregluna á Egilsstöðum. Svo virðist sem eitthvað hafi skolast til á þessum boðleiðum því lögreglumenn sem komu á vettvang höfðu engar upplýsingar fengið um að Friðrik hefði haft á orði að hann hefði orðið manni að bana skömmu áður. Þau skilaboð sem lögreglumenn fengu voru að átök hefðu átt sér stað í íbúð hans og hugsanlega hefði einhver fallið fram af svölum. Í samtali við lögreglumennina neitaði Friðrik Brynjar að hafa hringt á Neyðarlínuna og var ekki handtekinn – enda engin ummerki um átök í íbúð hans. Um sjö klukkustundum síðar fannst Karl Jónsson, nágranni Friðriks Brynjars, í íbúð sinni látinn eftir að hafa verið stunginn 92 sinnum. Þá var Friðrik Brynjar handtekinn, um klukkan hálf níu um morguninn, grunaður um morðið. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Í aðalmeðferð málsins í lok ágúst var fjallað um símtal Friðriks Brynjars við Neyðarlínunna. Einn lögreglumaður sem hafði verið kallaður á vettvettvang bar meðal annars að tilkynningin frá Neyðarlínunni hefði verið nokkuð óljós. Lögreglumenn gengu ásamt sjúkraflutningamönnum í kringum blokkina með vasaljós og beindu kösturum lögreglubifreiðarinnar upp á svalir fjölbýlishússins, en einblíndu á íbúð Friðriks Brynjars. Á sama tíma lá Karl látinn á svölum íbúðar sinnar. Hægt að er leiða líkur að því að rannsókn málsins hafi seinkað um sjö klukkustundir vegna þessa misskilnings neyðarlínunnar, fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Egilsstöðum. Friðrik Brynjar var nokkuð drukkinn þegar hann hringdi á Neyðarlínuna, og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hann nokkuð óskýr í máli. Hvorki Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fjarskiptamiðstöð, né lögreglan á Eskifirði vildu tjá sig um málið. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Lögreglumenn sem komu á heimili Friðriks Brynjars Friðrikssonar aðfaranótt 8. maí síðastliðinn vissu ekki að hann hefði í samtali sínu við Neyðarlínuna skömmu áður sagst halda að hann hefði orðið manni að bana. Aðalmeðferð í málinu fór fram á Egilsstöðum í lok ágúst en á meðal gagna málsins er símtal Friðriks Brynjars við Neyðarlínuna um klukkan eitt eftir miðnætti þessa umræddu nótt. Þegar starfsfólk Neyðarlínunnar fékk símtalið frá Friðriki sendi það skilaboðin áfram til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, sem hafði svo samband við lögregluna á Egilsstöðum. Svo virðist sem eitthvað hafi skolast til á þessum boðleiðum því lögreglumenn sem komu á vettvang höfðu engar upplýsingar fengið um að Friðrik hefði haft á orði að hann hefði orðið manni að bana skömmu áður. Þau skilaboð sem lögreglumenn fengu voru að átök hefðu átt sér stað í íbúð hans og hugsanlega hefði einhver fallið fram af svölum. Í samtali við lögreglumennina neitaði Friðrik Brynjar að hafa hringt á Neyðarlínuna og var ekki handtekinn – enda engin ummerki um átök í íbúð hans. Um sjö klukkustundum síðar fannst Karl Jónsson, nágranni Friðriks Brynjars, í íbúð sinni látinn eftir að hafa verið stunginn 92 sinnum. Þá var Friðrik Brynjar handtekinn, um klukkan hálf níu um morguninn, grunaður um morðið. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Í aðalmeðferð málsins í lok ágúst var fjallað um símtal Friðriks Brynjars við Neyðarlínunna. Einn lögreglumaður sem hafði verið kallaður á vettvettvang bar meðal annars að tilkynningin frá Neyðarlínunni hefði verið nokkuð óljós. Lögreglumenn gengu ásamt sjúkraflutningamönnum í kringum blokkina með vasaljós og beindu kösturum lögreglubifreiðarinnar upp á svalir fjölbýlishússins, en einblíndu á íbúð Friðriks Brynjars. Á sama tíma lá Karl látinn á svölum íbúðar sinnar. Hægt að er leiða líkur að því að rannsókn málsins hafi seinkað um sjö klukkustundir vegna þessa misskilnings neyðarlínunnar, fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Egilsstöðum. Friðrik Brynjar var nokkuð drukkinn þegar hann hringdi á Neyðarlínuna, og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hann nokkuð óskýr í máli. Hvorki Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fjarskiptamiðstöð, né lögreglan á Eskifirði vildu tjá sig um málið.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira