Samskiptabrestur tafði morðrannsókn á Egilsstöðum Boði Logason skrifar 7. september 2013 08:00 Saksóknari, verjandi og dómararnir þrír skoðuðu morðvettvanginn á Egilsstöðum við aðalmeðferðina í ágúst. Fréttablaðið/Ingimar Lögreglumenn sem komu á heimili Friðriks Brynjars Friðrikssonar aðfaranótt 8. maí síðastliðinn vissu ekki að hann hefði í samtali sínu við Neyðarlínuna skömmu áður sagst halda að hann hefði orðið manni að bana. Aðalmeðferð í málinu fór fram á Egilsstöðum í lok ágúst en á meðal gagna málsins er símtal Friðriks Brynjars við Neyðarlínuna um klukkan eitt eftir miðnætti þessa umræddu nótt. Þegar starfsfólk Neyðarlínunnar fékk símtalið frá Friðriki sendi það skilaboðin áfram til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, sem hafði svo samband við lögregluna á Egilsstöðum. Svo virðist sem eitthvað hafi skolast til á þessum boðleiðum því lögreglumenn sem komu á vettvang höfðu engar upplýsingar fengið um að Friðrik hefði haft á orði að hann hefði orðið manni að bana skömmu áður. Þau skilaboð sem lögreglumenn fengu voru að átök hefðu átt sér stað í íbúð hans og hugsanlega hefði einhver fallið fram af svölum. Í samtali við lögreglumennina neitaði Friðrik Brynjar að hafa hringt á Neyðarlínuna og var ekki handtekinn – enda engin ummerki um átök í íbúð hans. Um sjö klukkustundum síðar fannst Karl Jónsson, nágranni Friðriks Brynjars, í íbúð sinni látinn eftir að hafa verið stunginn 92 sinnum. Þá var Friðrik Brynjar handtekinn, um klukkan hálf níu um morguninn, grunaður um morðið. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Í aðalmeðferð málsins í lok ágúst var fjallað um símtal Friðriks Brynjars við Neyðarlínunna. Einn lögreglumaður sem hafði verið kallaður á vettvettvang bar meðal annars að tilkynningin frá Neyðarlínunni hefði verið nokkuð óljós. Lögreglumenn gengu ásamt sjúkraflutningamönnum í kringum blokkina með vasaljós og beindu kösturum lögreglubifreiðarinnar upp á svalir fjölbýlishússins, en einblíndu á íbúð Friðriks Brynjars. Á sama tíma lá Karl látinn á svölum íbúðar sinnar. Hægt að er leiða líkur að því að rannsókn málsins hafi seinkað um sjö klukkustundir vegna þessa misskilnings neyðarlínunnar, fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Egilsstöðum. Friðrik Brynjar var nokkuð drukkinn þegar hann hringdi á Neyðarlínuna, og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hann nokkuð óskýr í máli. Hvorki Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fjarskiptamiðstöð, né lögreglan á Eskifirði vildu tjá sig um málið. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Lögreglumenn sem komu á heimili Friðriks Brynjars Friðrikssonar aðfaranótt 8. maí síðastliðinn vissu ekki að hann hefði í samtali sínu við Neyðarlínuna skömmu áður sagst halda að hann hefði orðið manni að bana. Aðalmeðferð í málinu fór fram á Egilsstöðum í lok ágúst en á meðal gagna málsins er símtal Friðriks Brynjars við Neyðarlínuna um klukkan eitt eftir miðnætti þessa umræddu nótt. Þegar starfsfólk Neyðarlínunnar fékk símtalið frá Friðriki sendi það skilaboðin áfram til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, sem hafði svo samband við lögregluna á Egilsstöðum. Svo virðist sem eitthvað hafi skolast til á þessum boðleiðum því lögreglumenn sem komu á vettvang höfðu engar upplýsingar fengið um að Friðrik hefði haft á orði að hann hefði orðið manni að bana skömmu áður. Þau skilaboð sem lögreglumenn fengu voru að átök hefðu átt sér stað í íbúð hans og hugsanlega hefði einhver fallið fram af svölum. Í samtali við lögreglumennina neitaði Friðrik Brynjar að hafa hringt á Neyðarlínuna og var ekki handtekinn – enda engin ummerki um átök í íbúð hans. Um sjö klukkustundum síðar fannst Karl Jónsson, nágranni Friðriks Brynjars, í íbúð sinni látinn eftir að hafa verið stunginn 92 sinnum. Þá var Friðrik Brynjar handtekinn, um klukkan hálf níu um morguninn, grunaður um morðið. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Í aðalmeðferð málsins í lok ágúst var fjallað um símtal Friðriks Brynjars við Neyðarlínunna. Einn lögreglumaður sem hafði verið kallaður á vettvettvang bar meðal annars að tilkynningin frá Neyðarlínunni hefði verið nokkuð óljós. Lögreglumenn gengu ásamt sjúkraflutningamönnum í kringum blokkina með vasaljós og beindu kösturum lögreglubifreiðarinnar upp á svalir fjölbýlishússins, en einblíndu á íbúð Friðriks Brynjars. Á sama tíma lá Karl látinn á svölum íbúðar sinnar. Hægt að er leiða líkur að því að rannsókn málsins hafi seinkað um sjö klukkustundir vegna þessa misskilnings neyðarlínunnar, fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Egilsstöðum. Friðrik Brynjar var nokkuð drukkinn þegar hann hringdi á Neyðarlínuna, og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hann nokkuð óskýr í máli. Hvorki Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fjarskiptamiðstöð, né lögreglan á Eskifirði vildu tjá sig um málið.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira