Segir kynjahlutafallið í Hæstarétti óheppilegt Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. október 2013 14:26 „Það er mikilvægt að dómstólar spegli samfélagið og dómarnir líka,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, héraðsdómslögmaður og réttargæslumaður í kynferðisbrotamálum. „Þess vegna tel ég að það sé óheppilegt að kynjaskiptingin í Hæstarétti sé með þeim hætti sem hún er í dag.“ Eins og fram hefur komið hjá Fréttablaðinu og á Vísi sýknaði Hæstiréttur í gær, Ómar Traustason af kynferðisbroti gegn ungum dreng. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness dæmt Ómar í þriggja ára fangelsi. Einn dómarinn í Hæstarétti, Ingibjörg Benediktsdóttir skilaði sératkvæði og vildi staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Það er í þriðja skipti á árinu sem hún er ósammála meðdómendum sínum þegar þeir snúa sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Ingibjörg var eini kvenkyns dómarinn í máli Ómars, hinir fjórir voru karlar. Af ellefu fastráðnum dómurum í Hæstarétti er tvær konur. Sigurður segir að það væri heppilegast að sá hópur eða þeir einstaklingar sem hafi það hlutverk að dæma um sekt eða sakleysi samborgara sinna, endurspegli samfélagið sem þeir búa í að sem flestu leyti og þar kemur auðvitað kyn þeirra til skoðunar líka. „Þegar það gerist ítrekað að Hæstiréttur klofnar með þessum hætti veltir maður því fyrir sér af hverju það sé. Það væri verðugt rannsóknarefni fyrir til dæmis lögfræðinga að fara yfir það hvernig þessum málum er háttað og hvað valdi því að Hæstiréttur klofni með þessum hætti,“ segir Sigurður. Ólík afstaða dómara til málefna og sönnunarkrafna Hann segir að þarna leggi til grundvallar ólík afstaða manna til þess málefnis sem lá undir og til þeirra sönnunarkrafna sem gera verður til ákæruvaldsins. Hann segir að slíkur ágreiningur hafi komið upp áður, þar sem Hæstaréttardómarar eru ekki sammála, þeir voru reyndar báðir af sama kyni. „Þannig að það er ekki þannig að kynið eitt valdi þessi skoðunarmun.“ „Hæstiréttur og Hæstaréttardómararnir nálgast auðvitað málið á þeim sönnunargögnum sem eru lögð fyrir þá. Þar hefur verulega þýðingu sú regla að allur vafi skuli túlkaður sakborningi í hag,“ segir Sigurður. Hann telur að það sé mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í réttarkerfinu okkar sem flestir séu sammála um, að það sé heppilegra að tíu sekir menn gangi frjálsir ferða sinna en að einn saklaus maður sé dæmdur í fangelsi fyrir brot sem hann framdi ekki. „Þetta er hin undirliggjandi forsenda fyrir réttarframkvæmd Hæstaréttar, þó í einstaka tilfellum kunni mönnum að þykja niðurstaðan ósanngjörn,“ segir Sigurður. Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
„Það er mikilvægt að dómstólar spegli samfélagið og dómarnir líka,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, héraðsdómslögmaður og réttargæslumaður í kynferðisbrotamálum. „Þess vegna tel ég að það sé óheppilegt að kynjaskiptingin í Hæstarétti sé með þeim hætti sem hún er í dag.“ Eins og fram hefur komið hjá Fréttablaðinu og á Vísi sýknaði Hæstiréttur í gær, Ómar Traustason af kynferðisbroti gegn ungum dreng. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness dæmt Ómar í þriggja ára fangelsi. Einn dómarinn í Hæstarétti, Ingibjörg Benediktsdóttir skilaði sératkvæði og vildi staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Það er í þriðja skipti á árinu sem hún er ósammála meðdómendum sínum þegar þeir snúa sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Ingibjörg var eini kvenkyns dómarinn í máli Ómars, hinir fjórir voru karlar. Af ellefu fastráðnum dómurum í Hæstarétti er tvær konur. Sigurður segir að það væri heppilegast að sá hópur eða þeir einstaklingar sem hafi það hlutverk að dæma um sekt eða sakleysi samborgara sinna, endurspegli samfélagið sem þeir búa í að sem flestu leyti og þar kemur auðvitað kyn þeirra til skoðunar líka. „Þegar það gerist ítrekað að Hæstiréttur klofnar með þessum hætti veltir maður því fyrir sér af hverju það sé. Það væri verðugt rannsóknarefni fyrir til dæmis lögfræðinga að fara yfir það hvernig þessum málum er háttað og hvað valdi því að Hæstiréttur klofni með þessum hætti,“ segir Sigurður. Ólík afstaða dómara til málefna og sönnunarkrafna Hann segir að þarna leggi til grundvallar ólík afstaða manna til þess málefnis sem lá undir og til þeirra sönnunarkrafna sem gera verður til ákæruvaldsins. Hann segir að slíkur ágreiningur hafi komið upp áður, þar sem Hæstaréttardómarar eru ekki sammála, þeir voru reyndar báðir af sama kyni. „Þannig að það er ekki þannig að kynið eitt valdi þessi skoðunarmun.“ „Hæstiréttur og Hæstaréttardómararnir nálgast auðvitað málið á þeim sönnunargögnum sem eru lögð fyrir þá. Þar hefur verulega þýðingu sú regla að allur vafi skuli túlkaður sakborningi í hag,“ segir Sigurður. Hann telur að það sé mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í réttarkerfinu okkar sem flestir séu sammála um, að það sé heppilegra að tíu sekir menn gangi frjálsir ferða sinna en að einn saklaus maður sé dæmdur í fangelsi fyrir brot sem hann framdi ekki. „Þetta er hin undirliggjandi forsenda fyrir réttarframkvæmd Hæstaréttar, þó í einstaka tilfellum kunni mönnum að þykja niðurstaðan ósanngjörn,“ segir Sigurður.
Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira