10-15 manna verksmiðja hefur rekstur á Kópaskeri Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2013 19:00 Niðursuðuverksmiðja hefur tekið til starfa á Kópaskeri í byggingu sem áður hýsti rækjuverksmiðju. Tíu manns hafa þegar fengið þar vinnu og stefnt að því að fjölga upp í fimmtán starfsmenn við að sjóða niður lifur, hrogn og makríl. Það þótti mikið áfall fyrir samfélagið á Kópaskeri þegar rækjuverksmiðjunni var lokað fyrir áratug. Tólfhundruð fermetra fiskverkunarhúsið var í eigu Byggðastofnunar en nú hefur fyrirtækið JS Seafood hleypt í það nýju lífi. Það er í eigu tveggja einstaklinga, Jóns Arnar Jakobssonar og Sarunas Raila frá Litháen. Í vinnslusal þar sem áður var pilluð rækja byrjuðu niðursuðudósir að rúlla af færibandi í sumar. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Jón Örn að fyrirtækið sé þegar byrjað að sjóða niður þorskalifur og stefnt að því að bæta við hrognum og makríl á næsta ári. Þeir Jón Örn og Sarunas hafa áður komið að fiskvinnslu í Reykjavík og á Suðurnesjum en þegar spurt er hversvegna þeir velja Kópasker er svarið: Góð staðsetning gagnvart hráefnisöflun á Norðausturlandi.Niðursuðuverksmiðja hefur hafið starfsemi í þessu húsi á Kópaskeri, áratug eftir að rækjuverksmiðju var lokað.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ljóst er að atvinnusköpun af þessari stærð hefur verulega þýðingu fyrir byggðina við Öxarfjörð. „Við erum með tíu manns í vinnu hérna núna. Við reiknum með að verða fimmtán manns. Í samfélagi sem er með um 200 manns búsetta er þetta talsverð viðbót,“ segir Jón Örn. „Okkur hefur verið tekið vel. Það eru allir bara ánægðir með þetta framtak.“ Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Niðursuðuverksmiðja hefur tekið til starfa á Kópaskeri í byggingu sem áður hýsti rækjuverksmiðju. Tíu manns hafa þegar fengið þar vinnu og stefnt að því að fjölga upp í fimmtán starfsmenn við að sjóða niður lifur, hrogn og makríl. Það þótti mikið áfall fyrir samfélagið á Kópaskeri þegar rækjuverksmiðjunni var lokað fyrir áratug. Tólfhundruð fermetra fiskverkunarhúsið var í eigu Byggðastofnunar en nú hefur fyrirtækið JS Seafood hleypt í það nýju lífi. Það er í eigu tveggja einstaklinga, Jóns Arnar Jakobssonar og Sarunas Raila frá Litháen. Í vinnslusal þar sem áður var pilluð rækja byrjuðu niðursuðudósir að rúlla af færibandi í sumar. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Jón Örn að fyrirtækið sé þegar byrjað að sjóða niður þorskalifur og stefnt að því að bæta við hrognum og makríl á næsta ári. Þeir Jón Örn og Sarunas hafa áður komið að fiskvinnslu í Reykjavík og á Suðurnesjum en þegar spurt er hversvegna þeir velja Kópasker er svarið: Góð staðsetning gagnvart hráefnisöflun á Norðausturlandi.Niðursuðuverksmiðja hefur hafið starfsemi í þessu húsi á Kópaskeri, áratug eftir að rækjuverksmiðju var lokað.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ljóst er að atvinnusköpun af þessari stærð hefur verulega þýðingu fyrir byggðina við Öxarfjörð. „Við erum með tíu manns í vinnu hérna núna. Við reiknum með að verða fimmtán manns. Í samfélagi sem er með um 200 manns búsetta er þetta talsverð viðbót,“ segir Jón Örn. „Okkur hefur verið tekið vel. Það eru allir bara ánægðir með þetta framtak.“
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira