Bjarki hlaut Bókmennaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 10. október 2013 16:58 Bjarki Karlsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina Árleysi Alda. Bjarki Karlsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir ljóðahandritið Árleysi Alda. Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, veitti verðlaunin við athöfn í Höfða sem nema 600 þúsund krónum og árituðu viðurkenningarskjali frá borgarstjóra. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Uppheima. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Verðlaunahandritið árið 2013 er óvenju vel heppnuð blanda af húmor, fornum bragarháttum og samfélagsádeilu. Handritið snýst í rauninni í kringum leik með gamla bragarhætti og tilfinningin er sú að hin mikla þekking sem höfundur hefur á þeim hafi knúið hann til að nota þá – og ekki síst miðla þeim til yngri eyrna; hann tekur sér stöðu eins og hirðskáld eða höfuðskáld til forna og yrkir um samtíma sinn á fjölbreytilegan hátt. Það er allan tímann skýrt að höfundur hefur framúrskarandi vald á bragarháttunum og hefur náð að flétta það vald saman við skarpa samfélagsádeilu og slynga orðaleiki sem gefa handritinu öllu einstakt gildi og dýpt. Aukinheldur á sér stað í handritinu lífleg endurvinnsla á menningararfinum og endurvinnsla á hugmyndum okkar um þjóðskáldin og yrkisefni þeirra. Hér er ort af mikilli íþrótt, metnaði og einurð, en þó er leikurinn með tungumálið, kenningar og arfinn alltaf svo mikill að unun er að lesa.“ Bjarki Karlsson er doktorsnemi í íslenskri málfræði og bragfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands styrkir rannsóknina Bundið mál á vestur-norrænu málsvæði á síðari öldum og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir honum vinnuaðstöðu. Bjarki lauk M.A. gráðu í íslenskum fræðum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands 2007 og B.A. gráðu í íslensku og almennum málvísindum við HÍ 2005. Árið 1987 varð hann kerfisfræðingur frá Niels Brock-skólanum í Kaupmannahöfn. Bjarki er formaður Óðfræðifélagsins Boðnar, situr í stjórn Ásatrúarfélagsins og í stjórn Málvísindastofnunar Háskóla Íslands. Bjarki hlaut vefverðlaun ÍMARKs og Vefsýnar fyrir besta einstaklingsvefurinn árið 2002. Á vefnum voru helstu fréttir hvers dags endurskrifaðar í bundnu máli og endurtúlkaðar frjálslega. Alls bárust 46 handrit að þessu sinni. Í dómefnd sátu Sigurbjörg Þrastardóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Davíð Stefánsson formaður nefndarinnar. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Bjarki Karlsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir ljóðahandritið Árleysi Alda. Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, veitti verðlaunin við athöfn í Höfða sem nema 600 þúsund krónum og árituðu viðurkenningarskjali frá borgarstjóra. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Uppheima. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Verðlaunahandritið árið 2013 er óvenju vel heppnuð blanda af húmor, fornum bragarháttum og samfélagsádeilu. Handritið snýst í rauninni í kringum leik með gamla bragarhætti og tilfinningin er sú að hin mikla þekking sem höfundur hefur á þeim hafi knúið hann til að nota þá – og ekki síst miðla þeim til yngri eyrna; hann tekur sér stöðu eins og hirðskáld eða höfuðskáld til forna og yrkir um samtíma sinn á fjölbreytilegan hátt. Það er allan tímann skýrt að höfundur hefur framúrskarandi vald á bragarháttunum og hefur náð að flétta það vald saman við skarpa samfélagsádeilu og slynga orðaleiki sem gefa handritinu öllu einstakt gildi og dýpt. Aukinheldur á sér stað í handritinu lífleg endurvinnsla á menningararfinum og endurvinnsla á hugmyndum okkar um þjóðskáldin og yrkisefni þeirra. Hér er ort af mikilli íþrótt, metnaði og einurð, en þó er leikurinn með tungumálið, kenningar og arfinn alltaf svo mikill að unun er að lesa.“ Bjarki Karlsson er doktorsnemi í íslenskri málfræði og bragfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands styrkir rannsóknina Bundið mál á vestur-norrænu málsvæði á síðari öldum og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir honum vinnuaðstöðu. Bjarki lauk M.A. gráðu í íslenskum fræðum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands 2007 og B.A. gráðu í íslensku og almennum málvísindum við HÍ 2005. Árið 1987 varð hann kerfisfræðingur frá Niels Brock-skólanum í Kaupmannahöfn. Bjarki er formaður Óðfræðifélagsins Boðnar, situr í stjórn Ásatrúarfélagsins og í stjórn Málvísindastofnunar Háskóla Íslands. Bjarki hlaut vefverðlaun ÍMARKs og Vefsýnar fyrir besta einstaklingsvefurinn árið 2002. Á vefnum voru helstu fréttir hvers dags endurskrifaðar í bundnu máli og endurtúlkaðar frjálslega. Alls bárust 46 handrit að þessu sinni. Í dómefnd sátu Sigurbjörg Þrastardóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Davíð Stefánsson formaður nefndarinnar.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira