Innlent

Ólympíusilfur íslenska handboltalandsliðsins til sölu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Ekki er vitað hvaða verð er sett á medalíuna.
Ekki er vitað hvaða verð er sett á medalíuna.
„Vorum að fá í hús mikinn dýrgrip, silfurmedalíu frá Ólympíuleikunum 2008“ segir á Facebook-síðu Safnarmiðstöðvarinnar. Einn af silfurmedalíuhöfum íslenska karlalandsliðsins í handbolta mun vilja selja verðlaunin sín og er medalían til sýnis í verslun Safnaramiðstöðvarinnar á Hverfisgötu.

Í frétt DV um málið er haft eftir Sigurði Helga Pálmasyni, eiganda Safnaramiðstöðvarinnar, að það fylgi þessu ákveðinn áhugi. Hann vill ekki gefa upp hver af þeim sem hlaut verðlaunin vilji selja þau, né heldur hvaða verð er sett á medalíuna. Hann segir þetta dýra hluti, peningurinn sé úr gegnheilu silfri en sagan bak við verðlaunagripinn sé margfalt verðmætari en silfrið sjálft.

Hér má fara á Facebook-síðu Safnaramiðstöðvarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×