Konur eru nú í meirihluta í borgarstjórn, eftir að Hildur Sverrisdóttir tók sæti Gísla Marteins Baldurssonar í borgarstjórn.
Konurnar eru nú átta á móti sjö körlum. Það eru þær, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Oddný Sturludóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Eva Einarsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Elsa Yeoman.
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hún: „Mætt á borgarstjórnarfund og var að fatta að með innkomu minni í borgarstjórn eru konur nú meirihluti borgarfulltrúa.“
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist en á síðu Hildar kom fram að konur voru í meirihluta í borgarstjórn 1994, þegar R-listinn vann.
Konur í meirihluta í borgarstjórn
