Innlent

Rýra afkomu Ríkisútvarpsins um 260 milljónir króna

Jón Júlíus Karllsson skrifar
Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að raunveruleg hagræðingarkrafa fjárlaga á RÚV sé 7%.
Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að raunveruleg hagræðingarkrafa fjárlaga á RÚV sé 7%. Mynd/GVA
Páll Magnússon, útvarpsstjóri Ríkisútvarpssins ohf., ritar starfsfólki sínu bréf í dag og greinir frá því hvernig fjárlagafrumvarp næsta árs snertir rekstur RÚV. Páll segir að fjárlagafrumvarpið og ný lög um Ríkisútvarpið rýra afkomu RÚV á næsta ári um rúmlega 260 milljónir króna sem mæta þurfi með niðurskurði.

„Við þessu verðum við að bregðast - sem og öðrum þáttum sem horfa til hins verra í rekstri RÚV, ekki síst samdrætti í auglýsingasölu,“ skrifar Páll í bréfi sínu til starfsmanna. Páll segir ennfremur að unnið sé að hugmyndum og áætlunum í rekstri RÚV í samræmi við nýtt fjárlagafrumvarp. Búast má við niðurstöðu í þeim efnum um næstu mánaðarmót.

RÚV fær 3,5 milljarða króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem er hækkun um 319 milljónir á milli ára. Ekki er farið fram á niðurskurð hjá RÚV ef marka má fjárlög en Páll segir að raunveruleg hagræðingarkrafa sé 7%.

„Þær greinar nýrra laga um RÚV sem skerða auglýsingatekjur og auka rekstrarkostnað eru látnar halda sér, en tekjuauki sem átti að koma þar á móti er ekki látinn taka gildi nema að litlu leyti. Þannig ætlar ríkið áfram að taka um 400 milljónir króna af innheimtu útvarpsgjaldi á næsta ári og nota í aðrar þarfir ríkissjóðs,“ skrifar Páll Magnússon í bréfi til starfsfólks RÚV.


Tengdar fréttir

Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður

Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur.

Stefna á hallalaus fjárlög

Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili tæplega 500 milljón króna afgangi á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þetta eru fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni.

Barna- og vaxtabætur lækka

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna.

Tóbak og áfengi hækka í verði

Tóbaksgjald og gjald á áfengi verður hækkað, samkvæmt lagabreytingu sem verður lögð fyrir Alþingi í næstu viku.

Milljónir í eflingu löggæslu

Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður.

Tekjuskattur lækkar

Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%.

Skólagjöld hækka um 25 prósent

Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum.

Hætt við stækkun FSU

Heildarfjárveiting íslenska ríkisins til framhaldsskóla á Íslandi lækkar um rúmlega 1,5 milljarð króna í fjárlögum síðasta árs. Þar af eru almennar launa- og verðlagsbreytingar 645 milljónir króna.

Fjárveiting til þjóðkirkjunnar hækkar

Heildarfjárveiting til Þjóðkirkjunnar hækkar á næsta ári í nýju fjárlagafrumvarpi, fer úr 1.439 milljónum á þessu ári og í 1.474 milljónir 2014. Hækkunin nemur um 2,5% á milli ára.

100 milljónir til hönnunar sjúkrahótels

Nýr Landspítali er ekki fyrirferðarmikill í nýju frumvarpi til fjárlaga. Til hans eru lagðar 100 milljónir króna til fullnaðarhönnunar á sjúkrahóteli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×