Fimm ár frá ávarpi Geirs Haarde: „Guð blessi Ísland“ Boði Logason skrifar 6. október 2013 14:02 Í dag eru fimm ár síðan að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa Ísland. Oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október árið 2008, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. Í ávarpinu, sem var sjónvarp beint á Stöð 2, sagði hann meðal annars að heimsbyggðin öll gengi í gegnum mikla fjármálakreppu og ríkisstjórnir í mörgum löndum myndu nú róa lífróður til að bjarga því sem bjargað verður heimafyrir. „Íslenska þjóðin og framtíð hennar gengur framar öllum öðrum hagsmunum. Um helgina var fundað nær linnulaust um stöðu fjármálakerfisins. Ég get fullyrt að allir þeir sem komu að því borði reyndu sitt ítrasta til að búa svo um hnútana að starfsemi banka og fjármálastofnana gæti haldið áfram með eðlilegum hætti í dag og ávinningur að vinnu helgarinnar gerði það að verkum að í gærkvöldi var útlit fyrir það að bankarnir gætu fleytt sér áfram um sinn.“ Þá hvatti hann alla til að láta gott af sér leiða til þess að daglegt líf færi ekki úr skorðum. „Ef einhvern tímann hefur verið þörf á því að íslenska þjóðin stæði saman og sýndi æðruleysi andspænis erfiðleikum þá er sú stund runnin upp. Ég hvet ykkur öll til að standa vörð um það sem skiptir mestu máli í lífi hvers einasta manns, standa vörð um þau lífsgildi sem standast það gjörningaveður sem nú er að hefjast.“ Hann endaði svo ávarp sitt á orðunum: „Guð blessi Ísland“ Hér að ofan er hægt að horfa á ávarpið í heild sinni. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Í dag eru fimm ár síðan að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa Ísland. Oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október árið 2008, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. Í ávarpinu, sem var sjónvarp beint á Stöð 2, sagði hann meðal annars að heimsbyggðin öll gengi í gegnum mikla fjármálakreppu og ríkisstjórnir í mörgum löndum myndu nú róa lífróður til að bjarga því sem bjargað verður heimafyrir. „Íslenska þjóðin og framtíð hennar gengur framar öllum öðrum hagsmunum. Um helgina var fundað nær linnulaust um stöðu fjármálakerfisins. Ég get fullyrt að allir þeir sem komu að því borði reyndu sitt ítrasta til að búa svo um hnútana að starfsemi banka og fjármálastofnana gæti haldið áfram með eðlilegum hætti í dag og ávinningur að vinnu helgarinnar gerði það að verkum að í gærkvöldi var útlit fyrir það að bankarnir gætu fleytt sér áfram um sinn.“ Þá hvatti hann alla til að láta gott af sér leiða til þess að daglegt líf færi ekki úr skorðum. „Ef einhvern tímann hefur verið þörf á því að íslenska þjóðin stæði saman og sýndi æðruleysi andspænis erfiðleikum þá er sú stund runnin upp. Ég hvet ykkur öll til að standa vörð um það sem skiptir mestu máli í lífi hvers einasta manns, standa vörð um þau lífsgildi sem standast það gjörningaveður sem nú er að hefjast.“ Hann endaði svo ávarp sitt á orðunum: „Guð blessi Ísland“ Hér að ofan er hægt að horfa á ávarpið í heild sinni.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira