Enski boltinn

Wilshere: Enska landsliðið er fyrir Englendinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jack Wilshere á blaðamannafundi hjá enska landsliðinu
Jack Wilshere á blaðamannafundi hjá enska landsliðinu nordicphotos/getty
Jack Wilshere, leikmaður Arsenal og enska landsliðsins í knattspyrnu, virðist ekki vilja sjá Adnan Januzaj í enska landsliðinu en þessi 18 ára leikmaður hefur slegið í gegn hjá Manchester United.

Januzaj gæti fengið enska ríkisborgararétt en leikmaðurinn hefur ekki enn leikið A-landsliðsleik fyrir neitt landslið. Hann hefur búið í Englandi síðan árið 2011 og ef hann verður búsettur þar til febrúar 2014 má leikmaðurinn sækja um enskan ríkisborgararétt.

Januzaj fæddist í Belgíu en á ættir að rekja til Serbíu, Albaníu og Tyrklands og verður að teljast ólíklegt að hann velji enska landsliðið ef marka má orð hans í fjölmiðlum.

„Það eiga bara Englendingar að spila fyrir enska landsliðið,“ sagði Wilshere í samtali við Sky Sports.

„Að búa í Englandi í fimm ár gerir mann ekki að Englendingi. Ef ég myndi flytja til Spánar og búa þar í fimm ár, þá væri ég ekki orðin Spánverji.“

„Við megum ekki gleyma uppruna okkar.Við erum enskir, erum harðir í horn að taka og erfitt að vinna okkur.“

„Það er magnaðir karakterar í enska landsliðinu og hafa alltaf verið. Þegar fólk hugsar um spænska landsliðið sér það fyrir sér tæknilega góða leikmenn en þegar fólk hugsar um enska landsliðið sér það fyrir sér harða nagla."

England mætir Svartfjallalandi í undankeppni HM á föstudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×