Innlent

Féll í sprungu við Bjarnafossa

Mynd/Landsbjörg
Björgunarsveitir á Vesturlandi hafa verið kallaðar út vegna manns sem féll í sprungu í sumarhúsahverfinu Fjárhústungu rétt við Barnafossa. Er talið að fallið hafi verið 5-6 metrar. 

Maðurinn var einn á ferð og var líklegast búinn að liggja í sprungunni í tvær klukkustundir þegar gönguhópur kom að honum. Hann var með meðvitund en getur ekki hreyft sig vegna verkja í baki þegar björgunarsveiti koma á slysstað.

Búið að koma koma manninum í sjúkrabíl og verður hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Beðið var um aðstoð björgunarsveita á sjötta tímanum í dag. Sérhæfðir fjallabjörgunarmenn og bráðaliðar tóku þátt í aðgerðinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×