Innlent

Gríðarlegur stormur í Kína

Gunnar Valþórsson skrifar
Usagi fer mikinn í Kína -- vindhraðinn fór upp í 180 kílómetra á klukkustund.
Usagi fer mikinn í Kína -- vindhraðinn fór upp í 180 kílómetra á klukkustund.

Að minnsta kosti tuttugu og fimm er látnir eftir að fellibylurinn Usagi gekk á landi í Guangdong héraði í suðurhluta Kína í nótt.

Vindhraðinn fór upp í 180 kílómetra á klukkustund og slitnuðu tré upp með rótum og bílar feyktust af vegum í veðurofsanum. Flestir sem létust drukknuðu eða urður fyrir fjúkandi braki, að því er yfirvöld í Kína segja.

Þrjár og hálf milljón Kínverja hefur orðið fyrir barðinu á óveðrinu og eru allar samgöngur í lamasessi á svæðinu. Stormurinn gekk yfir Hong Kong í gærkvöldi en þar óttuðust menn gríðarlega mikið tjón enda útlit yfir að hann færi rakleitt í gegnum borgina. Að lokum fór það svo að borgin slapp við mesta veðurofsan og tjónir varð minna en óttast var í fyrstu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.