Frá og með núna ætlar þú að hætta öllu sjálfsniðurrifi Aníta Sigurbergsdóttir skrifar 17. september 2013 16:15 Aníta hamingjuþerapisti skrifar vikulega pistla á Lífið. Ég er alveg handviss um að ég sé eina manneskjan sem hefur öskrað á börnin sín á morgnana. Þú veist, þetta týpíska “KOMIÐ YKKUR Í ÚLPUR OG SKÓ NÚNA” þegar klukkan er hálfa mínútu í mætingu og mamman öskuþreytt af því hún fór allt of seint að sofa. Ég er líka viss um að vera ein um að hafa mætt í vinnuna með gráa skýið yfir höfðinu og vera síðan með samviskubit allan daginn. Eða hvað? Hæ, ég heiti Anita. Ég er súperkona, hamingjuþerapisti og sérfræðingur í frábæru týpunni. Við klúðrum öll reglulega en frá og með núna ætlar þú að hætta öllu sjálfsniðurrifi og nýta frekar klúðrið sem stökkpall að bættu sjálfstrausti.Leiðréttu Kannski öskraðir þú á barnið þitt, sagðir eitthvað miður skemmtilegt við ástvin, klúðraðir í vinnunni eða lést allt of mikið eftir þér í kökuboðinu. Ókei, þetta er búið og gert. Þú getur ekki tekið þetta til baka en þú getur hætt að refsa þér. Leiðréttu klúðrið, ef það er hægt, sama hversu ömurlegt er að horfast í augu við það. Viðurkenndu það sem þú gerðir, lagaðu það sem lagað verður, biðstu afsökunar og gerðu það sem gera þarf, þó það sé erfitt og flókið. Settu stoltið til hliðar, sussaðu á egóið og bara gerðu þetta.Fyrirgefðu þér Að fyrirgefa sjálfum sér getur verið enn erfiðara en að biðjast afsökunar og eigið klúður getur haft gríðarlega neikvæð áhrif á sjálfstraustið. Við klúðrum öll einhverju en þú ert samt frábær eins og þú ert, bæði á góðum dögum sem slæmum. Gott sjálfstraust og sjálfsvirðing þýðir að elska ekki bara besta eintakið af þér heldur líka eintakið sem þú vilt helst geyma í skápnum. Leyfðu þér að líða vel með þig og finna fyrir stolti þó þú klúðrir endrum og eins.Elskaðu og virtu sjálfan þig Við erum alin upp í „gera betur“ samfélagi en prófaðu næst þegar þú klúðrar einhverju að setja þér „elska og virða mig“ markmið í staðinn fyrir „gera betur“ markmið. Óumflýjanleg aukaverkun „elska og virða mig“ markmiða er að smám saman ferð þú að gera það sem er best fyrir þig á hverjum degi og hvað gerist? Áður en þú veist af, hefur öllum þínum „gera betur“ markmiðum verið náð og besta eintakið verður eðlislægt.Skrásettu afrekin Veittu öllum litlum og stórum afrekum athygli yfir daginn. Skrifaðu niður allar jákvæðar upplifanir sem og jákvæðar hugsanir í eigin garð og gagnvart kringumstæðum þínum. Skrifaðu þetta niður eins fljótt og auðið er svo ekkert gleymist. Til dæmis: Hélt ró minni í umferðinni, kláraði verkefni fyrir skilafrest, brosti til óþolandi vinnufélagans, fékk mér hollan morgunmat eða bara vá, hvað ég er frábær manneskja. Mundu að þeir sem eru tilbúnir að ganga alla leið og opna fyrir allt sem lífið hefur upp á að bjóða er velkomið að panta fríar 15 mínútur í örstefnumótun á AnitaSig.com. Vertu frábær, AnitaAnitaSig.com Tengdar fréttir Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Ég er alveg handviss um að ég sé eina manneskjan sem hefur öskrað á börnin sín á morgnana. Þú veist, þetta týpíska “KOMIÐ YKKUR Í ÚLPUR OG SKÓ NÚNA” þegar klukkan er hálfa mínútu í mætingu og mamman öskuþreytt af því hún fór allt of seint að sofa. Ég er líka viss um að vera ein um að hafa mætt í vinnuna með gráa skýið yfir höfðinu og vera síðan með samviskubit allan daginn. Eða hvað? Hæ, ég heiti Anita. Ég er súperkona, hamingjuþerapisti og sérfræðingur í frábæru týpunni. Við klúðrum öll reglulega en frá og með núna ætlar þú að hætta öllu sjálfsniðurrifi og nýta frekar klúðrið sem stökkpall að bættu sjálfstrausti.Leiðréttu Kannski öskraðir þú á barnið þitt, sagðir eitthvað miður skemmtilegt við ástvin, klúðraðir í vinnunni eða lést allt of mikið eftir þér í kökuboðinu. Ókei, þetta er búið og gert. Þú getur ekki tekið þetta til baka en þú getur hætt að refsa þér. Leiðréttu klúðrið, ef það er hægt, sama hversu ömurlegt er að horfast í augu við það. Viðurkenndu það sem þú gerðir, lagaðu það sem lagað verður, biðstu afsökunar og gerðu það sem gera þarf, þó það sé erfitt og flókið. Settu stoltið til hliðar, sussaðu á egóið og bara gerðu þetta.Fyrirgefðu þér Að fyrirgefa sjálfum sér getur verið enn erfiðara en að biðjast afsökunar og eigið klúður getur haft gríðarlega neikvæð áhrif á sjálfstraustið. Við klúðrum öll einhverju en þú ert samt frábær eins og þú ert, bæði á góðum dögum sem slæmum. Gott sjálfstraust og sjálfsvirðing þýðir að elska ekki bara besta eintakið af þér heldur líka eintakið sem þú vilt helst geyma í skápnum. Leyfðu þér að líða vel með þig og finna fyrir stolti þó þú klúðrir endrum og eins.Elskaðu og virtu sjálfan þig Við erum alin upp í „gera betur“ samfélagi en prófaðu næst þegar þú klúðrar einhverju að setja þér „elska og virða mig“ markmið í staðinn fyrir „gera betur“ markmið. Óumflýjanleg aukaverkun „elska og virða mig“ markmiða er að smám saman ferð þú að gera það sem er best fyrir þig á hverjum degi og hvað gerist? Áður en þú veist af, hefur öllum þínum „gera betur“ markmiðum verið náð og besta eintakið verður eðlislægt.Skrásettu afrekin Veittu öllum litlum og stórum afrekum athygli yfir daginn. Skrifaðu niður allar jákvæðar upplifanir sem og jákvæðar hugsanir í eigin garð og gagnvart kringumstæðum þínum. Skrifaðu þetta niður eins fljótt og auðið er svo ekkert gleymist. Til dæmis: Hélt ró minni í umferðinni, kláraði verkefni fyrir skilafrest, brosti til óþolandi vinnufélagans, fékk mér hollan morgunmat eða bara vá, hvað ég er frábær manneskja. Mundu að þeir sem eru tilbúnir að ganga alla leið og opna fyrir allt sem lífið hefur upp á að bjóða er velkomið að panta fríar 15 mínútur í örstefnumótun á AnitaSig.com. Vertu frábær, AnitaAnitaSig.com
Tengdar fréttir Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00