Frá og með núna ætlar þú að hætta öllu sjálfsniðurrifi Aníta Sigurbergsdóttir skrifar 17. september 2013 16:15 Aníta hamingjuþerapisti skrifar vikulega pistla á Lífið. Ég er alveg handviss um að ég sé eina manneskjan sem hefur öskrað á börnin sín á morgnana. Þú veist, þetta týpíska “KOMIÐ YKKUR Í ÚLPUR OG SKÓ NÚNA” þegar klukkan er hálfa mínútu í mætingu og mamman öskuþreytt af því hún fór allt of seint að sofa. Ég er líka viss um að vera ein um að hafa mætt í vinnuna með gráa skýið yfir höfðinu og vera síðan með samviskubit allan daginn. Eða hvað? Hæ, ég heiti Anita. Ég er súperkona, hamingjuþerapisti og sérfræðingur í frábæru týpunni. Við klúðrum öll reglulega en frá og með núna ætlar þú að hætta öllu sjálfsniðurrifi og nýta frekar klúðrið sem stökkpall að bættu sjálfstrausti.Leiðréttu Kannski öskraðir þú á barnið þitt, sagðir eitthvað miður skemmtilegt við ástvin, klúðraðir í vinnunni eða lést allt of mikið eftir þér í kökuboðinu. Ókei, þetta er búið og gert. Þú getur ekki tekið þetta til baka en þú getur hætt að refsa þér. Leiðréttu klúðrið, ef það er hægt, sama hversu ömurlegt er að horfast í augu við það. Viðurkenndu það sem þú gerðir, lagaðu það sem lagað verður, biðstu afsökunar og gerðu það sem gera þarf, þó það sé erfitt og flókið. Settu stoltið til hliðar, sussaðu á egóið og bara gerðu þetta.Fyrirgefðu þér Að fyrirgefa sjálfum sér getur verið enn erfiðara en að biðjast afsökunar og eigið klúður getur haft gríðarlega neikvæð áhrif á sjálfstraustið. Við klúðrum öll einhverju en þú ert samt frábær eins og þú ert, bæði á góðum dögum sem slæmum. Gott sjálfstraust og sjálfsvirðing þýðir að elska ekki bara besta eintakið af þér heldur líka eintakið sem þú vilt helst geyma í skápnum. Leyfðu þér að líða vel með þig og finna fyrir stolti þó þú klúðrir endrum og eins.Elskaðu og virtu sjálfan þig Við erum alin upp í „gera betur“ samfélagi en prófaðu næst þegar þú klúðrar einhverju að setja þér „elska og virða mig“ markmið í staðinn fyrir „gera betur“ markmið. Óumflýjanleg aukaverkun „elska og virða mig“ markmiða er að smám saman ferð þú að gera það sem er best fyrir þig á hverjum degi og hvað gerist? Áður en þú veist af, hefur öllum þínum „gera betur“ markmiðum verið náð og besta eintakið verður eðlislægt.Skrásettu afrekin Veittu öllum litlum og stórum afrekum athygli yfir daginn. Skrifaðu niður allar jákvæðar upplifanir sem og jákvæðar hugsanir í eigin garð og gagnvart kringumstæðum þínum. Skrifaðu þetta niður eins fljótt og auðið er svo ekkert gleymist. Til dæmis: Hélt ró minni í umferðinni, kláraði verkefni fyrir skilafrest, brosti til óþolandi vinnufélagans, fékk mér hollan morgunmat eða bara vá, hvað ég er frábær manneskja. Mundu að þeir sem eru tilbúnir að ganga alla leið og opna fyrir allt sem lífið hefur upp á að bjóða er velkomið að panta fríar 15 mínútur í örstefnumótun á AnitaSig.com. Vertu frábær, AnitaAnitaSig.com Tengdar fréttir Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Ég er alveg handviss um að ég sé eina manneskjan sem hefur öskrað á börnin sín á morgnana. Þú veist, þetta týpíska “KOMIÐ YKKUR Í ÚLPUR OG SKÓ NÚNA” þegar klukkan er hálfa mínútu í mætingu og mamman öskuþreytt af því hún fór allt of seint að sofa. Ég er líka viss um að vera ein um að hafa mætt í vinnuna með gráa skýið yfir höfðinu og vera síðan með samviskubit allan daginn. Eða hvað? Hæ, ég heiti Anita. Ég er súperkona, hamingjuþerapisti og sérfræðingur í frábæru týpunni. Við klúðrum öll reglulega en frá og með núna ætlar þú að hætta öllu sjálfsniðurrifi og nýta frekar klúðrið sem stökkpall að bættu sjálfstrausti.Leiðréttu Kannski öskraðir þú á barnið þitt, sagðir eitthvað miður skemmtilegt við ástvin, klúðraðir í vinnunni eða lést allt of mikið eftir þér í kökuboðinu. Ókei, þetta er búið og gert. Þú getur ekki tekið þetta til baka en þú getur hætt að refsa þér. Leiðréttu klúðrið, ef það er hægt, sama hversu ömurlegt er að horfast í augu við það. Viðurkenndu það sem þú gerðir, lagaðu það sem lagað verður, biðstu afsökunar og gerðu það sem gera þarf, þó það sé erfitt og flókið. Settu stoltið til hliðar, sussaðu á egóið og bara gerðu þetta.Fyrirgefðu þér Að fyrirgefa sjálfum sér getur verið enn erfiðara en að biðjast afsökunar og eigið klúður getur haft gríðarlega neikvæð áhrif á sjálfstraustið. Við klúðrum öll einhverju en þú ert samt frábær eins og þú ert, bæði á góðum dögum sem slæmum. Gott sjálfstraust og sjálfsvirðing þýðir að elska ekki bara besta eintakið af þér heldur líka eintakið sem þú vilt helst geyma í skápnum. Leyfðu þér að líða vel með þig og finna fyrir stolti þó þú klúðrir endrum og eins.Elskaðu og virtu sjálfan þig Við erum alin upp í „gera betur“ samfélagi en prófaðu næst þegar þú klúðrar einhverju að setja þér „elska og virða mig“ markmið í staðinn fyrir „gera betur“ markmið. Óumflýjanleg aukaverkun „elska og virða mig“ markmiða er að smám saman ferð þú að gera það sem er best fyrir þig á hverjum degi og hvað gerist? Áður en þú veist af, hefur öllum þínum „gera betur“ markmiðum verið náð og besta eintakið verður eðlislægt.Skrásettu afrekin Veittu öllum litlum og stórum afrekum athygli yfir daginn. Skrifaðu niður allar jákvæðar upplifanir sem og jákvæðar hugsanir í eigin garð og gagnvart kringumstæðum þínum. Skrifaðu þetta niður eins fljótt og auðið er svo ekkert gleymist. Til dæmis: Hélt ró minni í umferðinni, kláraði verkefni fyrir skilafrest, brosti til óþolandi vinnufélagans, fékk mér hollan morgunmat eða bara vá, hvað ég er frábær manneskja. Mundu að þeir sem eru tilbúnir að ganga alla leið og opna fyrir allt sem lífið hefur upp á að bjóða er velkomið að panta fríar 15 mínútur í örstefnumótun á AnitaSig.com. Vertu frábær, AnitaAnitaSig.com
Tengdar fréttir Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00