Frá og með núna ætlar þú að hætta öllu sjálfsniðurrifi Aníta Sigurbergsdóttir skrifar 17. september 2013 16:15 Aníta hamingjuþerapisti skrifar vikulega pistla á Lífið. Ég er alveg handviss um að ég sé eina manneskjan sem hefur öskrað á börnin sín á morgnana. Þú veist, þetta týpíska “KOMIÐ YKKUR Í ÚLPUR OG SKÓ NÚNA” þegar klukkan er hálfa mínútu í mætingu og mamman öskuþreytt af því hún fór allt of seint að sofa. Ég er líka viss um að vera ein um að hafa mætt í vinnuna með gráa skýið yfir höfðinu og vera síðan með samviskubit allan daginn. Eða hvað? Hæ, ég heiti Anita. Ég er súperkona, hamingjuþerapisti og sérfræðingur í frábæru týpunni. Við klúðrum öll reglulega en frá og með núna ætlar þú að hætta öllu sjálfsniðurrifi og nýta frekar klúðrið sem stökkpall að bættu sjálfstrausti.Leiðréttu Kannski öskraðir þú á barnið þitt, sagðir eitthvað miður skemmtilegt við ástvin, klúðraðir í vinnunni eða lést allt of mikið eftir þér í kökuboðinu. Ókei, þetta er búið og gert. Þú getur ekki tekið þetta til baka en þú getur hætt að refsa þér. Leiðréttu klúðrið, ef það er hægt, sama hversu ömurlegt er að horfast í augu við það. Viðurkenndu það sem þú gerðir, lagaðu það sem lagað verður, biðstu afsökunar og gerðu það sem gera þarf, þó það sé erfitt og flókið. Settu stoltið til hliðar, sussaðu á egóið og bara gerðu þetta.Fyrirgefðu þér Að fyrirgefa sjálfum sér getur verið enn erfiðara en að biðjast afsökunar og eigið klúður getur haft gríðarlega neikvæð áhrif á sjálfstraustið. Við klúðrum öll einhverju en þú ert samt frábær eins og þú ert, bæði á góðum dögum sem slæmum. Gott sjálfstraust og sjálfsvirðing þýðir að elska ekki bara besta eintakið af þér heldur líka eintakið sem þú vilt helst geyma í skápnum. Leyfðu þér að líða vel með þig og finna fyrir stolti þó þú klúðrir endrum og eins.Elskaðu og virtu sjálfan þig Við erum alin upp í „gera betur“ samfélagi en prófaðu næst þegar þú klúðrar einhverju að setja þér „elska og virða mig“ markmið í staðinn fyrir „gera betur“ markmið. Óumflýjanleg aukaverkun „elska og virða mig“ markmiða er að smám saman ferð þú að gera það sem er best fyrir þig á hverjum degi og hvað gerist? Áður en þú veist af, hefur öllum þínum „gera betur“ markmiðum verið náð og besta eintakið verður eðlislægt.Skrásettu afrekin Veittu öllum litlum og stórum afrekum athygli yfir daginn. Skrifaðu niður allar jákvæðar upplifanir sem og jákvæðar hugsanir í eigin garð og gagnvart kringumstæðum þínum. Skrifaðu þetta niður eins fljótt og auðið er svo ekkert gleymist. Til dæmis: Hélt ró minni í umferðinni, kláraði verkefni fyrir skilafrest, brosti til óþolandi vinnufélagans, fékk mér hollan morgunmat eða bara vá, hvað ég er frábær manneskja. Mundu að þeir sem eru tilbúnir að ganga alla leið og opna fyrir allt sem lífið hefur upp á að bjóða er velkomið að panta fríar 15 mínútur í örstefnumótun á AnitaSig.com. Vertu frábær, AnitaAnitaSig.com Tengdar fréttir Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
Ég er alveg handviss um að ég sé eina manneskjan sem hefur öskrað á börnin sín á morgnana. Þú veist, þetta týpíska “KOMIÐ YKKUR Í ÚLPUR OG SKÓ NÚNA” þegar klukkan er hálfa mínútu í mætingu og mamman öskuþreytt af því hún fór allt of seint að sofa. Ég er líka viss um að vera ein um að hafa mætt í vinnuna með gráa skýið yfir höfðinu og vera síðan með samviskubit allan daginn. Eða hvað? Hæ, ég heiti Anita. Ég er súperkona, hamingjuþerapisti og sérfræðingur í frábæru týpunni. Við klúðrum öll reglulega en frá og með núna ætlar þú að hætta öllu sjálfsniðurrifi og nýta frekar klúðrið sem stökkpall að bættu sjálfstrausti.Leiðréttu Kannski öskraðir þú á barnið þitt, sagðir eitthvað miður skemmtilegt við ástvin, klúðraðir í vinnunni eða lést allt of mikið eftir þér í kökuboðinu. Ókei, þetta er búið og gert. Þú getur ekki tekið þetta til baka en þú getur hætt að refsa þér. Leiðréttu klúðrið, ef það er hægt, sama hversu ömurlegt er að horfast í augu við það. Viðurkenndu það sem þú gerðir, lagaðu það sem lagað verður, biðstu afsökunar og gerðu það sem gera þarf, þó það sé erfitt og flókið. Settu stoltið til hliðar, sussaðu á egóið og bara gerðu þetta.Fyrirgefðu þér Að fyrirgefa sjálfum sér getur verið enn erfiðara en að biðjast afsökunar og eigið klúður getur haft gríðarlega neikvæð áhrif á sjálfstraustið. Við klúðrum öll einhverju en þú ert samt frábær eins og þú ert, bæði á góðum dögum sem slæmum. Gott sjálfstraust og sjálfsvirðing þýðir að elska ekki bara besta eintakið af þér heldur líka eintakið sem þú vilt helst geyma í skápnum. Leyfðu þér að líða vel með þig og finna fyrir stolti þó þú klúðrir endrum og eins.Elskaðu og virtu sjálfan þig Við erum alin upp í „gera betur“ samfélagi en prófaðu næst þegar þú klúðrar einhverju að setja þér „elska og virða mig“ markmið í staðinn fyrir „gera betur“ markmið. Óumflýjanleg aukaverkun „elska og virða mig“ markmiða er að smám saman ferð þú að gera það sem er best fyrir þig á hverjum degi og hvað gerist? Áður en þú veist af, hefur öllum þínum „gera betur“ markmiðum verið náð og besta eintakið verður eðlislægt.Skrásettu afrekin Veittu öllum litlum og stórum afrekum athygli yfir daginn. Skrifaðu niður allar jákvæðar upplifanir sem og jákvæðar hugsanir í eigin garð og gagnvart kringumstæðum þínum. Skrifaðu þetta niður eins fljótt og auðið er svo ekkert gleymist. Til dæmis: Hélt ró minni í umferðinni, kláraði verkefni fyrir skilafrest, brosti til óþolandi vinnufélagans, fékk mér hollan morgunmat eða bara vá, hvað ég er frábær manneskja. Mundu að þeir sem eru tilbúnir að ganga alla leið og opna fyrir allt sem lífið hefur upp á að bjóða er velkomið að panta fríar 15 mínútur í örstefnumótun á AnitaSig.com. Vertu frábær, AnitaAnitaSig.com
Tengdar fréttir Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00