Innlent

Sigmundur Davíð fundar með Barack Obama

Heimir Már Pétursson skrifar
Sigmundur og Obama hittust í dag.
Sigmundur og Obama hittust í dag. Mynd/AFP
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra situr þessa stundina á kvöldverðarfundi í boði Fredriks Reinfeldts forsætisráðherra Svíþjóðar með Barack Obama forseta Bandaríkjanna í Stokkhólmi, ásamt forsætisráðherrum Noregs og Danmerkur og forseta Finnlands. Fundurinn hófst klukkan fimm en þar munu leiðtogar norrænu ríkjanna allir flytja erindi og umræður fara fram milli leiðtoganna um hvert þeirra.

Megintilgangur fundarins er að undirstrika og ræða samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlandanna þegar horft er til sameiginlegra áskorana 21. aldar, segir á vef forsætisráðuneytisins.  

Leiðtogarnir muni m.a. ræða samstarf í utanríkismálum, eflingu hagvaxtar og þróunar í heiminum, nýjungar er snúa að hreinni orku og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Þá er ekki ólíklegt að ástandið í Sýrlandi beri á góma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×