Malbikið kemur á Krýsuvíkurleið Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2013 19:05 Einn fjölfarnasti malarvegur landsins, þjóðvegurinn meðfram Kleifarvatni, er að breytast í rennisléttan malbiksveg og þar klárar slitlagsflokkur enn einn kaflann í kvöld. Klæðningarflokkur frá Bikun var í dag að leggja slitlag á 2,4 kílómetra kafla milli Kleifarvatns og hverasvæðisins við Seltún. Þrátt fyrir að vegarbætur á þessari leið séu ekki beint á vegaáætlun er þetta þriðja sumarið í röð sem tekst að nurla saman fjármunum til að þoka verkinu áfram. Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Hafnarfirði, segir að sumarið 2011 hafi 3 kílómetrar verið klæddir slitlagi við Kleifarvatn, síðan tæpir 2 kílómetrar við Seltún í fyrrasumar og núna sé þessi kafli að bætast við. Um þrjúhundruð bílar aka þarna um á degi hverjum, ferðamenn streyma að til að skoða hverasvæðin í Krýsuvík og opnun Suðurstrandarvegar þrýstir einnig á að endurbætur vegarins. „Það er geysilega mikil umferð hérna og erfitt að halda malarvegunum við. Þeir eru fljótir að spillast. Það er sama þótt það sé heflað á þriggja vikna fresti, þeir spillast mjög fljótt malarvegirnir hérna. Það er svo mikil umferð," segir Jóhann Bjarni.Klæðning var lögð á 2,4 km milli Kleifarvatns og Seltúns í dag.Þegar slitlagið verður komið á í kvöld verða eftir aðeins tveir kílómetrar ómalbikaðir meðfram Kleifarvatni og aðrir tveir í Vatnsskarði nær Hafnarfirði. Aðeins fjóra kílómetra vantar þá upp á að Krýsuvíkurleiðin öll verði orðið malbikuð. Lokakaflarnir verða þó dýrastir, veglínan mun halda sér við Kleifarvatn, en eftir er að hanna nýja veglínu um Vatnsskarð, og óvíst hvenær verkinu lýkur. Jóhann Bjarni vonast þó til að fjármunir fáist til að halda áfram næsta sumar. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Einn fjölfarnasti malarvegur landsins, þjóðvegurinn meðfram Kleifarvatni, er að breytast í rennisléttan malbiksveg og þar klárar slitlagsflokkur enn einn kaflann í kvöld. Klæðningarflokkur frá Bikun var í dag að leggja slitlag á 2,4 kílómetra kafla milli Kleifarvatns og hverasvæðisins við Seltún. Þrátt fyrir að vegarbætur á þessari leið séu ekki beint á vegaáætlun er þetta þriðja sumarið í röð sem tekst að nurla saman fjármunum til að þoka verkinu áfram. Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Hafnarfirði, segir að sumarið 2011 hafi 3 kílómetrar verið klæddir slitlagi við Kleifarvatn, síðan tæpir 2 kílómetrar við Seltún í fyrrasumar og núna sé þessi kafli að bætast við. Um þrjúhundruð bílar aka þarna um á degi hverjum, ferðamenn streyma að til að skoða hverasvæðin í Krýsuvík og opnun Suðurstrandarvegar þrýstir einnig á að endurbætur vegarins. „Það er geysilega mikil umferð hérna og erfitt að halda malarvegunum við. Þeir eru fljótir að spillast. Það er sama þótt það sé heflað á þriggja vikna fresti, þeir spillast mjög fljótt malarvegirnir hérna. Það er svo mikil umferð," segir Jóhann Bjarni.Klæðning var lögð á 2,4 km milli Kleifarvatns og Seltúns í dag.Þegar slitlagið verður komið á í kvöld verða eftir aðeins tveir kílómetrar ómalbikaðir meðfram Kleifarvatni og aðrir tveir í Vatnsskarði nær Hafnarfirði. Aðeins fjóra kílómetra vantar þá upp á að Krýsuvíkurleiðin öll verði orðið malbikuð. Lokakaflarnir verða þó dýrastir, veglínan mun halda sér við Kleifarvatn, en eftir er að hanna nýja veglínu um Vatnsskarð, og óvíst hvenær verkinu lýkur. Jóhann Bjarni vonast þó til að fjármunir fáist til að halda áfram næsta sumar.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira