Malbikið kemur á Krýsuvíkurleið Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2013 19:05 Einn fjölfarnasti malarvegur landsins, þjóðvegurinn meðfram Kleifarvatni, er að breytast í rennisléttan malbiksveg og þar klárar slitlagsflokkur enn einn kaflann í kvöld. Klæðningarflokkur frá Bikun var í dag að leggja slitlag á 2,4 kílómetra kafla milli Kleifarvatns og hverasvæðisins við Seltún. Þrátt fyrir að vegarbætur á þessari leið séu ekki beint á vegaáætlun er þetta þriðja sumarið í röð sem tekst að nurla saman fjármunum til að þoka verkinu áfram. Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Hafnarfirði, segir að sumarið 2011 hafi 3 kílómetrar verið klæddir slitlagi við Kleifarvatn, síðan tæpir 2 kílómetrar við Seltún í fyrrasumar og núna sé þessi kafli að bætast við. Um þrjúhundruð bílar aka þarna um á degi hverjum, ferðamenn streyma að til að skoða hverasvæðin í Krýsuvík og opnun Suðurstrandarvegar þrýstir einnig á að endurbætur vegarins. „Það er geysilega mikil umferð hérna og erfitt að halda malarvegunum við. Þeir eru fljótir að spillast. Það er sama þótt það sé heflað á þriggja vikna fresti, þeir spillast mjög fljótt malarvegirnir hérna. Það er svo mikil umferð," segir Jóhann Bjarni.Klæðning var lögð á 2,4 km milli Kleifarvatns og Seltúns í dag.Þegar slitlagið verður komið á í kvöld verða eftir aðeins tveir kílómetrar ómalbikaðir meðfram Kleifarvatni og aðrir tveir í Vatnsskarði nær Hafnarfirði. Aðeins fjóra kílómetra vantar þá upp á að Krýsuvíkurleiðin öll verði orðið malbikuð. Lokakaflarnir verða þó dýrastir, veglínan mun halda sér við Kleifarvatn, en eftir er að hanna nýja veglínu um Vatnsskarð, og óvíst hvenær verkinu lýkur. Jóhann Bjarni vonast þó til að fjármunir fáist til að halda áfram næsta sumar. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira
Einn fjölfarnasti malarvegur landsins, þjóðvegurinn meðfram Kleifarvatni, er að breytast í rennisléttan malbiksveg og þar klárar slitlagsflokkur enn einn kaflann í kvöld. Klæðningarflokkur frá Bikun var í dag að leggja slitlag á 2,4 kílómetra kafla milli Kleifarvatns og hverasvæðisins við Seltún. Þrátt fyrir að vegarbætur á þessari leið séu ekki beint á vegaáætlun er þetta þriðja sumarið í röð sem tekst að nurla saman fjármunum til að þoka verkinu áfram. Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Hafnarfirði, segir að sumarið 2011 hafi 3 kílómetrar verið klæddir slitlagi við Kleifarvatn, síðan tæpir 2 kílómetrar við Seltún í fyrrasumar og núna sé þessi kafli að bætast við. Um þrjúhundruð bílar aka þarna um á degi hverjum, ferðamenn streyma að til að skoða hverasvæðin í Krýsuvík og opnun Suðurstrandarvegar þrýstir einnig á að endurbætur vegarins. „Það er geysilega mikil umferð hérna og erfitt að halda malarvegunum við. Þeir eru fljótir að spillast. Það er sama þótt það sé heflað á þriggja vikna fresti, þeir spillast mjög fljótt malarvegirnir hérna. Það er svo mikil umferð," segir Jóhann Bjarni.Klæðning var lögð á 2,4 km milli Kleifarvatns og Seltúns í dag.Þegar slitlagið verður komið á í kvöld verða eftir aðeins tveir kílómetrar ómalbikaðir meðfram Kleifarvatni og aðrir tveir í Vatnsskarði nær Hafnarfirði. Aðeins fjóra kílómetra vantar þá upp á að Krýsuvíkurleiðin öll verði orðið malbikuð. Lokakaflarnir verða þó dýrastir, veglínan mun halda sér við Kleifarvatn, en eftir er að hanna nýja veglínu um Vatnsskarð, og óvíst hvenær verkinu lýkur. Jóhann Bjarni vonast þó til að fjármunir fáist til að halda áfram næsta sumar.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira