Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi Heimir Már Pétursson skrifar 28. ágúst 2013 13:23 Guðmundur Ingi Ásmundsson aðstoðarforstjóri Landsnets segir að fyrirtækið hefði viljað hefja lagningu línunnar í vor. Lagning raforkulínu um Reykjanes sem gagnast myndi álveri í Helguvík strandar m.a. á útgáfu framkvæmdaleyfis sem ekki verður gefið út fyrr en niðurstaða er komin í kærumál vegna umsóknar Landsnets um framkvæmdir. Iðnaðarráðherra á síðan eftir að taka ákvörðun um eignarnám á landi í framhaldi af því. Tvær megin hindranir eru í vegi fyrir því að hægt sé að reisa álver í Helguvík. Annars vegar á eftir að ljúka raforkusamningum við orkufyrirtæki og hins vegar á eftir að leggja raflínu um Reykjanes, Suðurnesjalínu tvö, svo hægt sé að flytja rafmagn til álversins ef samningar nást um orkuna. Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi til lagningu raflínunnar til Orkustofnunar og sveitarfélaga á svæðinu. En eigendur um fimm jarða á Reykjanesi kærðu þá ákvörðun Orkustofnunar hinn 18. mars síðast liðinn, að veita landeigendum ekki ótakmarkaðan aðgang að þeim upplýsingum sem fram koma í umsókn Landsnets til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Guðmundur Ingi Ásmundsson aðstoðarforstjóri Landsnets segir að fyrirtækið hefði viljað hefja lagningu línunnar í vor. „Jú, það er alveg rétt. Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu,“ segir Guðmundur Ingi.Hvenær heldur þú að framkvæmdir geti þá hafist?„Við vitum það ekki. Við erum að bíða eftir að fá leyfi frá orkustofnun,“ segir hann. Og það leyfi strandar á úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Forstöðumaður hennar var með málið á sinni könnu en hann fór í rannsóknarleyfi hinn fyrsta júli og að því loknu lætur hann af störfum sökum aldurs. Ómar Stefánsson staðgengill hans segist reikna með að klárað verði að fara yfir málið í næstu viku og niðurstaða ætti að liggja fyrir innan hálfs mánaðar.En þá eru eftir landamál, þið farið í gegnum jarðir sem þarf að taka eignanámi, er það ekki?„Jú, það liggja fyrir hjá ráðherra beiðnir um eignanám hjá nokkrum landeigendum og þau mál eru einnig að sama skapi í biðstöðu þar sem ráðherra vill væntanlega fá úrskurð í öllum vafaatriðum áður en hann úrskurðar í því máli,“ segir Guðmundur Ingi. Og sá ráðherra er Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem lýst hefur yfir að ekki muni stranda á stjórnvöldum í þessu máli. Suðurnesjalína tvö kemur til með að þjóna byggð á Reykjanesi og þörf virkjana þar samkvæmt rammaáætlun, en nú er aðeins ein raflína frá Hafnarfirði út á Reykjanes. Guðmundur Ingi segir taka tvö ár að leggja línuna. „Auðvitað er það dálítið háð því hvernig við byrjum og á hvaða árstíma , en svona almennt tæki þetta tvö ár,“ segir hann. Og þar af leiðandi ekki hægt að flytja raforku til stóriðju ef að yrði fyrr en eftir þau tvö ár? „Reyndar ekki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson. Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Lagning raforkulínu um Reykjanes sem gagnast myndi álveri í Helguvík strandar m.a. á útgáfu framkvæmdaleyfis sem ekki verður gefið út fyrr en niðurstaða er komin í kærumál vegna umsóknar Landsnets um framkvæmdir. Iðnaðarráðherra á síðan eftir að taka ákvörðun um eignarnám á landi í framhaldi af því. Tvær megin hindranir eru í vegi fyrir því að hægt sé að reisa álver í Helguvík. Annars vegar á eftir að ljúka raforkusamningum við orkufyrirtæki og hins vegar á eftir að leggja raflínu um Reykjanes, Suðurnesjalínu tvö, svo hægt sé að flytja rafmagn til álversins ef samningar nást um orkuna. Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi til lagningu raflínunnar til Orkustofnunar og sveitarfélaga á svæðinu. En eigendur um fimm jarða á Reykjanesi kærðu þá ákvörðun Orkustofnunar hinn 18. mars síðast liðinn, að veita landeigendum ekki ótakmarkaðan aðgang að þeim upplýsingum sem fram koma í umsókn Landsnets til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Guðmundur Ingi Ásmundsson aðstoðarforstjóri Landsnets segir að fyrirtækið hefði viljað hefja lagningu línunnar í vor. „Jú, það er alveg rétt. Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu,“ segir Guðmundur Ingi.Hvenær heldur þú að framkvæmdir geti þá hafist?„Við vitum það ekki. Við erum að bíða eftir að fá leyfi frá orkustofnun,“ segir hann. Og það leyfi strandar á úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Forstöðumaður hennar var með málið á sinni könnu en hann fór í rannsóknarleyfi hinn fyrsta júli og að því loknu lætur hann af störfum sökum aldurs. Ómar Stefánsson staðgengill hans segist reikna með að klárað verði að fara yfir málið í næstu viku og niðurstaða ætti að liggja fyrir innan hálfs mánaðar.En þá eru eftir landamál, þið farið í gegnum jarðir sem þarf að taka eignanámi, er það ekki?„Jú, það liggja fyrir hjá ráðherra beiðnir um eignanám hjá nokkrum landeigendum og þau mál eru einnig að sama skapi í biðstöðu þar sem ráðherra vill væntanlega fá úrskurð í öllum vafaatriðum áður en hann úrskurðar í því máli,“ segir Guðmundur Ingi. Og sá ráðherra er Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem lýst hefur yfir að ekki muni stranda á stjórnvöldum í þessu máli. Suðurnesjalína tvö kemur til með að þjóna byggð á Reykjanesi og þörf virkjana þar samkvæmt rammaáætlun, en nú er aðeins ein raflína frá Hafnarfirði út á Reykjanes. Guðmundur Ingi segir taka tvö ár að leggja línuna. „Auðvitað er það dálítið háð því hvernig við byrjum og á hvaða árstíma , en svona almennt tæki þetta tvö ár,“ segir hann. Og þar af leiðandi ekki hægt að flytja raforku til stóriðju ef að yrði fyrr en eftir þau tvö ár? „Reyndar ekki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson.
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent