Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi Heimir Már Pétursson skrifar 28. ágúst 2013 13:23 Guðmundur Ingi Ásmundsson aðstoðarforstjóri Landsnets segir að fyrirtækið hefði viljað hefja lagningu línunnar í vor. Lagning raforkulínu um Reykjanes sem gagnast myndi álveri í Helguvík strandar m.a. á útgáfu framkvæmdaleyfis sem ekki verður gefið út fyrr en niðurstaða er komin í kærumál vegna umsóknar Landsnets um framkvæmdir. Iðnaðarráðherra á síðan eftir að taka ákvörðun um eignarnám á landi í framhaldi af því. Tvær megin hindranir eru í vegi fyrir því að hægt sé að reisa álver í Helguvík. Annars vegar á eftir að ljúka raforkusamningum við orkufyrirtæki og hins vegar á eftir að leggja raflínu um Reykjanes, Suðurnesjalínu tvö, svo hægt sé að flytja rafmagn til álversins ef samningar nást um orkuna. Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi til lagningu raflínunnar til Orkustofnunar og sveitarfélaga á svæðinu. En eigendur um fimm jarða á Reykjanesi kærðu þá ákvörðun Orkustofnunar hinn 18. mars síðast liðinn, að veita landeigendum ekki ótakmarkaðan aðgang að þeim upplýsingum sem fram koma í umsókn Landsnets til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Guðmundur Ingi Ásmundsson aðstoðarforstjóri Landsnets segir að fyrirtækið hefði viljað hefja lagningu línunnar í vor. „Jú, það er alveg rétt. Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu,“ segir Guðmundur Ingi.Hvenær heldur þú að framkvæmdir geti þá hafist?„Við vitum það ekki. Við erum að bíða eftir að fá leyfi frá orkustofnun,“ segir hann. Og það leyfi strandar á úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Forstöðumaður hennar var með málið á sinni könnu en hann fór í rannsóknarleyfi hinn fyrsta júli og að því loknu lætur hann af störfum sökum aldurs. Ómar Stefánsson staðgengill hans segist reikna með að klárað verði að fara yfir málið í næstu viku og niðurstaða ætti að liggja fyrir innan hálfs mánaðar.En þá eru eftir landamál, þið farið í gegnum jarðir sem þarf að taka eignanámi, er það ekki?„Jú, það liggja fyrir hjá ráðherra beiðnir um eignanám hjá nokkrum landeigendum og þau mál eru einnig að sama skapi í biðstöðu þar sem ráðherra vill væntanlega fá úrskurð í öllum vafaatriðum áður en hann úrskurðar í því máli,“ segir Guðmundur Ingi. Og sá ráðherra er Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem lýst hefur yfir að ekki muni stranda á stjórnvöldum í þessu máli. Suðurnesjalína tvö kemur til með að þjóna byggð á Reykjanesi og þörf virkjana þar samkvæmt rammaáætlun, en nú er aðeins ein raflína frá Hafnarfirði út á Reykjanes. Guðmundur Ingi segir taka tvö ár að leggja línuna. „Auðvitað er það dálítið háð því hvernig við byrjum og á hvaða árstíma , en svona almennt tæki þetta tvö ár,“ segir hann. Og þar af leiðandi ekki hægt að flytja raforku til stóriðju ef að yrði fyrr en eftir þau tvö ár? „Reyndar ekki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Lagning raforkulínu um Reykjanes sem gagnast myndi álveri í Helguvík strandar m.a. á útgáfu framkvæmdaleyfis sem ekki verður gefið út fyrr en niðurstaða er komin í kærumál vegna umsóknar Landsnets um framkvæmdir. Iðnaðarráðherra á síðan eftir að taka ákvörðun um eignarnám á landi í framhaldi af því. Tvær megin hindranir eru í vegi fyrir því að hægt sé að reisa álver í Helguvík. Annars vegar á eftir að ljúka raforkusamningum við orkufyrirtæki og hins vegar á eftir að leggja raflínu um Reykjanes, Suðurnesjalínu tvö, svo hægt sé að flytja rafmagn til álversins ef samningar nást um orkuna. Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi til lagningu raflínunnar til Orkustofnunar og sveitarfélaga á svæðinu. En eigendur um fimm jarða á Reykjanesi kærðu þá ákvörðun Orkustofnunar hinn 18. mars síðast liðinn, að veita landeigendum ekki ótakmarkaðan aðgang að þeim upplýsingum sem fram koma í umsókn Landsnets til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Guðmundur Ingi Ásmundsson aðstoðarforstjóri Landsnets segir að fyrirtækið hefði viljað hefja lagningu línunnar í vor. „Jú, það er alveg rétt. Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu,“ segir Guðmundur Ingi.Hvenær heldur þú að framkvæmdir geti þá hafist?„Við vitum það ekki. Við erum að bíða eftir að fá leyfi frá orkustofnun,“ segir hann. Og það leyfi strandar á úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Forstöðumaður hennar var með málið á sinni könnu en hann fór í rannsóknarleyfi hinn fyrsta júli og að því loknu lætur hann af störfum sökum aldurs. Ómar Stefánsson staðgengill hans segist reikna með að klárað verði að fara yfir málið í næstu viku og niðurstaða ætti að liggja fyrir innan hálfs mánaðar.En þá eru eftir landamál, þið farið í gegnum jarðir sem þarf að taka eignanámi, er það ekki?„Jú, það liggja fyrir hjá ráðherra beiðnir um eignanám hjá nokkrum landeigendum og þau mál eru einnig að sama skapi í biðstöðu þar sem ráðherra vill væntanlega fá úrskurð í öllum vafaatriðum áður en hann úrskurðar í því máli,“ segir Guðmundur Ingi. Og sá ráðherra er Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem lýst hefur yfir að ekki muni stranda á stjórnvöldum í þessu máli. Suðurnesjalína tvö kemur til með að þjóna byggð á Reykjanesi og þörf virkjana þar samkvæmt rammaáætlun, en nú er aðeins ein raflína frá Hafnarfirði út á Reykjanes. Guðmundur Ingi segir taka tvö ár að leggja línuna. „Auðvitað er það dálítið háð því hvernig við byrjum og á hvaða árstíma , en svona almennt tæki þetta tvö ár,“ segir hann. Og þar af leiðandi ekki hægt að flytja raforku til stóriðju ef að yrði fyrr en eftir þau tvö ár? „Reyndar ekki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda