Enski boltinn

Mínútuklapp fyrir leik Liverpool og United

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einnar mínútu klapp verður fyrir leik Liverpool og Manchester United sem fram fer á Anfield á sunnudaginn en tilefnið mun vera að Bill Shankly, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, hefði orðið 100 ára þann 1. september.

Áhorfendur verða einnig með spjöld í stúkunni sem mynda ákveðna mynd af goðsögninni á Anfield.

Shankly var stjóri Liverpool á árunum 1959-1974 en á þeim tíma vann Liverpool þrisvar sinnum ensku deildina, tvígvegis ensku bikarkeppnina og einu sinni Evrópukeppnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×