Innlent

Ólína fékk flest atkvæði

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Meðal þeirra sem Ólína keppti við um stöðuna var Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri RÚV.
Meðal þeirra sem Ólína keppti við um stöðuna var Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri RÚV. mynd/gva
Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, fékk í dag flest atkvæði um stöðu sem sviðsforseti Hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. Akureyri Vikublað greinir frá.

Meðal þeirra sem Ólína keppti við um stöðuna var Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri RÚV, og vakti það athygli að Sigrún datt út strax í fyrri umferð kosningar en margir töldu hana eiga góða möguleika á forsetastöðunni. Þá var kosið aftur á milli þeirra sem fengu flest atkvæði, Rögnvaldar Ingþórssonar og Ólínu, sem marði Rögnvald með einu atkvæði eða alls 20. Nokkrir seðlar voru auðir.

Rektor Háskólans á Akureyri mun skipa formlega í stöðuna en samkvæmt heimildum Akureyri Vikublaðs eru ekki fordæmi fyrir því að rektor hunsi vilja starfsmanna vísindasviða eins og hann birtist í kosningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×